Utan vallar: Þetta er ekkert grín Guðjón Guðmundsson skrifar 29. október 2014 06:30 Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning. Handbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning.
Handbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira