Vignir: Var í skrýtnu félagi með skrýtinn þjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 11:30 Vignir í leik með Minden á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Línumaðurinn Vignir Svavarsson segist hæstánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur eftir sex ára dvöl í Þýskalandi. Vignir gekk í sumar í raðir Midtjylland frá þýska liðinu Minden. „Ég átti erfitt ár í fyrra. Þá var ég hjá skrýtnu félagi og með skrýtinn þjálfara. En ég er búinn að finna gleðina á ný,“ sagði Vignir í samtali við Vísi en hann verður í eldlínunni með landsliði Íslands sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2016 í kvöld. Vignir var að glíma talsvert við meiðsli á síðustu leiktíð auk þess sem hann fékk ekki mikið að spila hjá þjálfaranum Goran Perkovac.Hann ákvað því að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2005 er hann gekk í raðir Skjern. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, var þá þjálfari liðsins. Vignir spilar nú með Midtjylland sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og segir byrjunina á tímabilinu hafa verið vonum framar. „Við erum með lið sem getur unnið alla en líka tapað fyrir öllum liðum ef við hittum ekki á réttan dag. En einbeitingin hjá okkur hefur verið góð og við erum í öðru sæti deildarinnar. Það eru allir sáttir við það.“ Landsliðið kemur nú saman fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður fyrsti landsleikurinn eftir Bosníuleikina í júní þar sem Íslands varð af þátttökurétti á HM í Katar.Vignir í leik á EM í Danmörku fyrr á þessu ári.Vísir/Daníel„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það er góður andi á æfingunum. Við vorum allir mjög ósáttir við hvernig þetta fór í sumar en við ætlum að nýta tækifærið, byrja á núlli og sýna hvað við getum.“ „Frammistaðan í leikjunum gegn Bosníu var hvorki falleg né okkur til sóma. Við vorum allir brjálaðir og hundsvekktir í allt sumar. En nú er það bara búið og ekkert við því að gera.“ „Þetta snýst bara um hvað við getum gert næst og það er að tryggja okkur inn á EM.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Línumaðurinn Vignir Svavarsson segist hæstánægður með að vera kominn aftur til Danmerkur eftir sex ára dvöl í Þýskalandi. Vignir gekk í sumar í raðir Midtjylland frá þýska liðinu Minden. „Ég átti erfitt ár í fyrra. Þá var ég hjá skrýtnu félagi og með skrýtinn þjálfara. En ég er búinn að finna gleðina á ný,“ sagði Vignir í samtali við Vísi en hann verður í eldlínunni með landsliði Íslands sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2016 í kvöld. Vignir var að glíma talsvert við meiðsli á síðustu leiktíð auk þess sem hann fékk ekki mikið að spila hjá þjálfaranum Goran Perkovac.Hann ákvað því að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2005 er hann gekk í raðir Skjern. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, var þá þjálfari liðsins. Vignir spilar nú með Midtjylland sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og segir byrjunina á tímabilinu hafa verið vonum framar. „Við erum með lið sem getur unnið alla en líka tapað fyrir öllum liðum ef við hittum ekki á réttan dag. En einbeitingin hjá okkur hefur verið góð og við erum í öðru sæti deildarinnar. Það eru allir sáttir við það.“ Landsliðið kemur nú saman fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016 en strákarnir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður fyrsti landsleikurinn eftir Bosníuleikina í júní þar sem Íslands varð af þátttökurétti á HM í Katar.Vignir í leik á EM í Danmörku fyrr á þessu ári.Vísir/Daníel„Það er alltaf gaman að hitta strákana og það er góður andi á æfingunum. Við vorum allir mjög ósáttir við hvernig þetta fór í sumar en við ætlum að nýta tækifærið, byrja á núlli og sýna hvað við getum.“ „Frammistaðan í leikjunum gegn Bosníu var hvorki falleg né okkur til sóma. Við vorum allir brjálaðir og hundsvekktir í allt sumar. En nú er það bara búið og ekkert við því að gera.“ „Þetta snýst bara um hvað við getum gert næst og það er að tryggja okkur inn á EM.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum. 28. október 2014 15:52