Innlent

Svanhildur Ólöf með flest atkvæði

Hanna Rún sverrisdóttir skrifar
Svanhildur fékk 910 atkvæði.
Svanhildur fékk 910 atkvæði. VÍSIR/ANTON
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir fékk flest atkvæði í kjöri til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2014 til 2016. Atkvæðagreiðslan stóð frá 6. mars til hádegis í dag.

Fimmtán voru í framboði til sjö sæta stjórnar félagsins. Svanhildur fékk 910 atkvæði, Dóra Magnúsdóttir fékk næst flest atkvæði eða 838. Aðrir sem kosnir voru í stjórnina eru Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, Harpa Sævarsdóttir, Benóný Valur Jakobsson, Bjarni Þór Sigurðsson og Sigurður Sigfússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×