Lífið

Sigur Rós og Sálin saman á sviði

Orri Páll spilar hér lagið Krókurinn með Sálinni á Spot.
Orri Páll spilar hér lagið Krókurinn með Sálinni á Spot.
Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar, steig á svið með Sálinni hans Jóns míns á skemmtistaðnum Spot um helgina. Um er að ræða skemmtilegt atvik þar sem að Sigur Rós og Sálin hans Jóns míns eru talsvert ólíkar hljómsveitir.

Orri Páll lék lagið Krókurinn og leysti verkefnið af mikilli fagmennsku og með miklum glæsibrag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Orri Páll vera mikill Sálaraðdáandi og því líklegt að glatt hafi verið á hjalla þetta kvöld.

Ljósameistari og rótari Sálarinnar, Freyr Vilhjálmsson, er einmitt fyrrverandi ljósameistari Sigur Rósar og er því tenging á milli sveitanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.