Lífið

Pósar í Osló - myndband

Ellý ármanns skrifar
Ég er að læra sálfræði og er svo á samning hjá módelskrifstofu hérna. Það var að koma út fashion film eftir flottan ljósmyndara hérna í Oslo, Tor Orset, og svo er ég að fara í myndatöku í enda mánaðarins fyrir blað hérna.
Ég er að læra sálfræði og er svo á samning hjá módelskrifstofu hérna. Það var að koma út fashion film eftir flottan ljósmyndara hérna í Oslo, Tor Orset, og svo er ég að fara í myndatöku í enda mánaðarins fyrir blað hérna.
Lilja Ingibjargardóttir starfar sem fyrirsæta í Osló í Noregi samhliða sálfræðinámi. Í meðfylgjandi myndskeiði neðar í grein má sjá Lilju sitja fyrir. Þá má einnig sjá ljósmyndir af Lilju og vinkonum hennar hér að ofan. Við spurðum Lilju meðal annars um markmið hennar á nýju ári og hvernig hún hugar að heilsunni.

Hamingjusöm í Osló

,,Ég myndi segja að vera hamingjusöm og umkringja mig jákvæðu og góðu fólki. Einnig að reyna að koma mér í frábært form og halda áfram að borða hollt,"svarar Lilja þegar talið berst að markmiðum hennar.

Eru Norðmenn eins og Íslendingar þegar kemur að líkamsræktarástundun í byrjun árs? ,,Ég er ekki alveg viss. Allir sem ég þekki eru á æfingum á hverjum degi og hugsa um útlit og heilsu. Held þau þurfi ekki að fara í neitt átak. En ég var að lesa fréttirnar um daginn og þá voru nokkrir frægir sem höfðu það sem áramótaheit að æfa meira og missa kíló."

Byrjar alla daga á hollustu-sjeik

Hvernig byrjar þú daginn þegar kemur að næringu og æfingum? ,,Ég byrja daginn á að fá mér einhvern góðan sjeik sem ég bý til úr möndlumjólk eða haframjólk og set svo chiafræ, hampfræ, hafra og svo annað hvort ávexti eða prótein. Ég fer svo um miðjan daginn oftast á æfingar. Finnst ég vera með bestu orkuna þá. Er einmitt að fara bráðum," segir hún að lokum.

Hér má sjá myndbandið:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.