Heimsmeistarinn borðar ekkert duft bara matinn hjá mömmu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2014 08:30 Fanney Hauksdóttir sést hér í World Class á Seltjarnarnesi þar sem hún eyðir miklum tíma í æfingar. Vísir/Daníel Gróttustelpan Fanney Hauksdóttir vann sannfærandi sigur í bekkpressukeppninni á HM unglinga á dögunum þegar hún lyfti 135 kílóum. „Þetta eru miklar þyngdir og það liggur mikil æfing að baki að ná þessu upp. Það er talað um að það sé gott ef maður tekur rúmlega helming af líkamsþyngd í bekkpressu því ég held að það sé viðmiðið þegar þú mætir í ræktina. Ég er komin í rúmlega tvöfalda líkamsþyngd,“ segir Fanney Hauksdóttir hlæjandi en hún keppir í 63 kg flokki. Fanney er hvergi nærri hætt. „Núna náði ég 135 kg og heimsmetið er 145 kg þannig að næst á dagskrá er bara að reyna að slá það. Það væri geðveikt að vera bæði heimsmeistari og heimsmethafi,“ segir Fanney kát. Hún hefur notið fyrstu daganna sem heimsmeistari.Lét plata sig út í kraftlyftingar „Það gekk allt upp og ég trúi þessu varla sjálf. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma þá voru margir fjölskyldumeðlimirnir sem hugsuðu þetta sem íþrótt fyrir stóra karlmenn. Það er alls ekki þannig því það geta allir verið í lyftingum,“ segir Fanney. En af hverju kraftlyftingar? „Ég var upphaflega í fimleikum en svo hætti ég þar og leiddist einhvern veginn út í kraftlyftingarnar eftir það. Það eiginlega bara gerðist. Ég var alltaf í ræktinni og svo náði einn einkaþjálfari í World Class að plata mig á eitt bekkpressumót . Ég ætlaði ekki að fara fyrst því mér fannst það alveg fáránlegt en svo náði hann að plata mig. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég er mikil keppnismanneskja og finnst gaman að keppa. Það er alltaf gaman að vinna að einhverju markmiði og sjá framfarir,“ segir Fanney af eldmóði en hvað segja strákarnir þegar hún rífur þessar miklu þyngdir upp? „Þeir taka þessu misvel. Sumum finnst þetta vera töff en öðrum alveg fáránlegt. Sumir vinir mínir biðja mig um að koma ekki í bekkpressuna í World Class þegar þeir eru að taka bekkpressuna. Þeim finnst það ekki skemmtilegt,“ segir Fanney hlæjandi og fleiri þola ekki samkeppnina. „Kærastinn minn er hættur að taka bekkpressu. Hann er í fótbolta og lagði bara ræktina á hilluna og mætir bara á fótboltaæfingar. Ég held að hann hafi bara séð það að það þýðir ekkert fyrir hann að vera í einhverri keppni,“ segir Fanney létt.Systir hennar er Evrópumeistari Hún er af mikilli íþróttaætt. Báðir foreldrarnir voru í handbolta og pabbi hennar, Haukur Geirmundsson, í landsliðinu. Systir hennar, Harpa Snædís Hauksdóttir, varð Evrópumeistari í hópfimleikum og litli bróðir hennar, Vilhjálmur Geir Hauksson, er búinn að vera í öllum yngri landsliðunum í handbolta. „Við vorum svolítið alin upp í íþróttum og ég er með stórt stuðningslið hérna heima,“ segir Fanney en pabbi hennar fylgir henni á öll mót. Fanney treystir á íslenskan mat og vill ekki sjá fæðubótarefni.Borðar ekki „duft“ „Ég borða bara venjulegan heimilismat og er ekki með sérfæði eða slíkt. Ég borða bara það sem mamma eldar og maturinn hjá mömmum er alltaf bestur. Það eru rosalega margir sem búast við því að þegar maður er í lyftingum þá sé maður að borða fæðubótarefni. Ég borða ekki duft, það er „prinsip“ hjá mér. Ég er ekki að fá mér einhverja próteinsheika eða svoleiðis. Ég fæ oft spurningar um hvaða prótein ég sé að taka en mér finnst óþægilegt að borða eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er í,“ segir Fanney, en hvað var heimsmeistaramáltíðin? „Síðasta máltíðin fyrir heimsmeistaratitilinn var kjúklingur með pestó og brokkólí. Ég veit ekki hvort ég borða þetta aftur næst því ég borðaði svolítið mikið af þessu þannig að ég veit ekki hvort ég geti sett kjúkling með pestó aftur ofan í mig,“ segir Fanney að lokum. Íþróttir Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira
Gróttustelpan Fanney Hauksdóttir vann sannfærandi sigur í bekkpressukeppninni á HM unglinga á dögunum þegar hún lyfti 135 kílóum. „Þetta eru miklar þyngdir og það liggur mikil æfing að baki að ná þessu upp. Það er talað um að það sé gott ef maður tekur rúmlega helming af líkamsþyngd í bekkpressu því ég held að það sé viðmiðið þegar þú mætir í ræktina. Ég er komin í rúmlega tvöfalda líkamsþyngd,“ segir Fanney Hauksdóttir hlæjandi en hún keppir í 63 kg flokki. Fanney er hvergi nærri hætt. „Núna náði ég 135 kg og heimsmetið er 145 kg þannig að næst á dagskrá er bara að reyna að slá það. Það væri geðveikt að vera bæði heimsmeistari og heimsmethafi,“ segir Fanney kát. Hún hefur notið fyrstu daganna sem heimsmeistari.Lét plata sig út í kraftlyftingar „Það gekk allt upp og ég trúi þessu varla sjálf. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma þá voru margir fjölskyldumeðlimirnir sem hugsuðu þetta sem íþrótt fyrir stóra karlmenn. Það er alls ekki þannig því það geta allir verið í lyftingum,“ segir Fanney. En af hverju kraftlyftingar? „Ég var upphaflega í fimleikum en svo hætti ég þar og leiddist einhvern veginn út í kraftlyftingarnar eftir það. Það eiginlega bara gerðist. Ég var alltaf í ræktinni og svo náði einn einkaþjálfari í World Class að plata mig á eitt bekkpressumót . Ég ætlaði ekki að fara fyrst því mér fannst það alveg fáránlegt en svo náði hann að plata mig. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég er mikil keppnismanneskja og finnst gaman að keppa. Það er alltaf gaman að vinna að einhverju markmiði og sjá framfarir,“ segir Fanney af eldmóði en hvað segja strákarnir þegar hún rífur þessar miklu þyngdir upp? „Þeir taka þessu misvel. Sumum finnst þetta vera töff en öðrum alveg fáránlegt. Sumir vinir mínir biðja mig um að koma ekki í bekkpressuna í World Class þegar þeir eru að taka bekkpressuna. Þeim finnst það ekki skemmtilegt,“ segir Fanney hlæjandi og fleiri þola ekki samkeppnina. „Kærastinn minn er hættur að taka bekkpressu. Hann er í fótbolta og lagði bara ræktina á hilluna og mætir bara á fótboltaæfingar. Ég held að hann hafi bara séð það að það þýðir ekkert fyrir hann að vera í einhverri keppni,“ segir Fanney létt.Systir hennar er Evrópumeistari Hún er af mikilli íþróttaætt. Báðir foreldrarnir voru í handbolta og pabbi hennar, Haukur Geirmundsson, í landsliðinu. Systir hennar, Harpa Snædís Hauksdóttir, varð Evrópumeistari í hópfimleikum og litli bróðir hennar, Vilhjálmur Geir Hauksson, er búinn að vera í öllum yngri landsliðunum í handbolta. „Við vorum svolítið alin upp í íþróttum og ég er með stórt stuðningslið hérna heima,“ segir Fanney en pabbi hennar fylgir henni á öll mót. Fanney treystir á íslenskan mat og vill ekki sjá fæðubótarefni.Borðar ekki „duft“ „Ég borða bara venjulegan heimilismat og er ekki með sérfæði eða slíkt. Ég borða bara það sem mamma eldar og maturinn hjá mömmum er alltaf bestur. Það eru rosalega margir sem búast við því að þegar maður er í lyftingum þá sé maður að borða fæðubótarefni. Ég borða ekki duft, það er „prinsip“ hjá mér. Ég er ekki að fá mér einhverja próteinsheika eða svoleiðis. Ég fæ oft spurningar um hvaða prótein ég sé að taka en mér finnst óþægilegt að borða eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er í,“ segir Fanney, en hvað var heimsmeistaramáltíðin? „Síðasta máltíðin fyrir heimsmeistaratitilinn var kjúklingur með pestó og brokkólí. Ég veit ekki hvort ég borða þetta aftur næst því ég borðaði svolítið mikið af þessu þannig að ég veit ekki hvort ég geti sett kjúkling með pestó aftur ofan í mig,“ segir Fanney að lokum.
Íþróttir Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira