Lífið

Þessi giftu sig líka um helgina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
House-stjarnan Lisa Edelstein og listamaðurinn Robert Russell létu pússa sig saman á sunnudaginn, aðeins einum degi eftir að Kim Kardashian og Kanye West gengu í það heilaga.

Lisa er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Dr. Lisa Cuddy í sjónvarpsþættinum House en hún hætti leik í þáttunum árið 2011 eftir sjö þáttaraðir. Þá hefur hún einnig leikið í þáttum á borð við The Good Wife, Elementary, Scandal, House of Lies og Castle. Þá hefur hún líka leikið í kvikmyndum á borð við As Good as It Gets, What Women Want og Daddy Day Care.

Lisa vinnur nú að leiknu efni hjá Bravo, Girlfriends' Guide to Divorce, sem fer í sýningar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.