Lífið

Maður með sög réðst á japanskar poppstjörnur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Maður með sög réðst að japönsku stúlknasveitinni AKB48 á aðdáendaviðburði á sunnudag í Takizawa í norðaustur Japan.

Maðurinn, sem er 24 ára og atvinnulaus, var handtekinn á staðnum en tveir meðlimir stúlknasveitarinnar, Anna Iriyama og Rina Kawaei, hlutu skurði á höndum og höfði. Þá slasaðist einnig starfsmaður þeirra.

AKB48 er afskaplega vinsæl sveit sem býður líka upp á skemmtilegar dansrútínur við tónlist sína.

Sveitin er afar vinsæl í Japan, Indónesíu, Kína og Tævan. Meðlimir sveitarinnar eru alls níutíu, allt ungar, japanskar stúlkur, en þær skiptast á að koma fram og því aldrei allir níutíu meðlimirnir sem skemmta á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.