Óhrædd við kerfisbreytingar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. mars 2014 09:00 Guðríður Arnardóttir fer á viðræðufundi hjá Ríkissáttasemjara í næstu viku. Vísir/GVA Þótt fæstir séu beinlínis bjartsýnir þegar kjaradeila er komin í hnút ætlar Guðríður Arnardóttir, nýr formaður Félags framhaldsskólakennara, að leyfa sér að nálgast deiluna af bjartsýni, eins og hún orðar það. „Ég ætla að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Ég tel að það sé vilji allra sem að borðinu koma. Þótt deilan leysist ekki á einum eða tveimur dögum hef ég trú á því að hún geri það fyrr en seinna. Mikilvægasta verkefnið núna er að leysa þessa deilu og koma stéttinni á lygnan sjó í kjaramálum.“ Ólgusjór varð þegar stytting framhaldsskólans var kynnt sem hluti af tillögum ríkisins í kjarasamningaviðræðunum við kennara á dögunum. „Ráðherra er ekki bara að stytta námið, heldur setur hann þessar hugmyndir, sem við vitum ekki hversu þróaðar eru, inn sem skiptimynt gegn launahækkun. Ég slæ engar hugmyndir út af borðinu og er óhrædd við breytingar, annars stöðnum við en fyrst byrjar maður á faglegri umræðu. Svo á að taka ákvörðun um kerfisbreytingu. Í framhaldi af því á breytingin, þegar hún hefur verið útfærð, að koma inn í kjaraviðræður.“Að borðinu á öllum stigum Faglega umræðan á að vera með þátttöku framhaldsskólakennara, að mati Guðríðar. „Sem faglegur fyrirliði vil ég fá tækifæri til að koma að borðinu á öllum stigum. Þótt við höfum öll gengið í gegnum skólakerfið, og það reyndar mismunandi mikið, þá verður ekki fram hjá því gengið að sérfræðingarnir eru inni í skólunum. Það er sanngjörn krafa að sjónarmið okkar stéttar komi að borðinu.“ Guðríður bendir á að skoða þurfi vandlega alla þætti þegar verið sé að bera skólakerfið hér saman við skólakerfi í öðrum löndum. „Skólaárið er mismunandi langt í OECD-ríkjunum auk þess sem ekki er alls staðar lágmarkskrafa um ákveðinn árangur við útskrift. Nemendur útskrifast sama hver frammistaðan er. Í Danmörku þurfa nemendur sem hafa útskrifast sem stúdentar til dæmis að fara í aðfararnám í einhverjum tilfellum fyrir ákveðnar háskólagreinar vegna ónógs undirbúnings í framhaldsskóla. Slíkt aðfararnám er ekki alls staðar á vegum hins opinbera. Ég tel víst að við viljum ekki skerða gæði stúdentsprófsins en ef við ætlum að fækka námsárunum þurfum við að lengja skólaárið.“Ákveðin efnahagsaðgerð Formaðurinn segir að slíkt yrði ekki bara kerfisbreyting, heldur einnig ákveðin efnahagsaðgerð. „Hún hefði áhrif á fjárhag íslenskra heimila. Við erum með ákveðna samfélagsgerð þar sem atvinnuþátttaka nemenda er mikil. Þeir vinna fyrir bókum og vasapeningum á sumrin og einnig með námi á veturna. Búast má við því að vinnan minnki mikið þegar náminu er þjappað saman. Í Danmörku fá framhaldsskólanemar vasapeninga frá hinu opinbera. Þeir þurfa heldur ekki að greiða fyrir námsbækur.“ Breyting á námsefni hefur verið í umræðunni að undanförnu. „Kennarar hafa lagt mikinn metnað í gerð námsefnis. Þeir hafa gert það að lið í undirbúningi kennslu að koma námsefni á rafrænt form. Við þurfum að stórauka styrki til að nútímavæða námsefni svo ég grípi til orða menntamálaráðherra um breytingu á því.“ Guðríður kveðst leggja áherslu á að umræðan um skólamálin verði yfirveguð. „Menn hafa verið að hengja sig á eitt úrræði og kasta því inn í umræðuna, eins og til dæmis brottfallstölur. Inni í þeim tölum eru nemendur sem hafa skipt um skóla en hafa útskrifast á réttum tíma. Það gleymist að benda á þessa staðreynd. Það er auk þess fásinna að reikna dæmið, eins og gert var í skýrsu sveitarfélaganna um kostnað vegna brottfalls, að svokallaðir brottfallsnemendur fari á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.“ Spurð um hvort menntun kennara séu nógu góð segir Guðríður svo vera. „Kennarar eru hæfir og vel menntaðir en menntun þeirra má ekki staðna. Það er brýnt verkefni að upplýsa almenning um hvað felst í kennarastarfinu. Kennarar eru stétt sem vinnur óreglulegan vinnutíma og vinnur síst minna en aðrar vinnandi stéttir. Við erum ekki bara í sólböðum á sumrin og í jólabakstri í desember.“ibs@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þótt fæstir séu beinlínis bjartsýnir þegar kjaradeila er komin í hnút ætlar Guðríður Arnardóttir, nýr formaður Félags framhaldsskólakennara, að leyfa sér að nálgast deiluna af bjartsýni, eins og hún orðar það. „Ég ætla að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Ég tel að það sé vilji allra sem að borðinu koma. Þótt deilan leysist ekki á einum eða tveimur dögum hef ég trú á því að hún geri það fyrr en seinna. Mikilvægasta verkefnið núna er að leysa þessa deilu og koma stéttinni á lygnan sjó í kjaramálum.“ Ólgusjór varð þegar stytting framhaldsskólans var kynnt sem hluti af tillögum ríkisins í kjarasamningaviðræðunum við kennara á dögunum. „Ráðherra er ekki bara að stytta námið, heldur setur hann þessar hugmyndir, sem við vitum ekki hversu þróaðar eru, inn sem skiptimynt gegn launahækkun. Ég slæ engar hugmyndir út af borðinu og er óhrædd við breytingar, annars stöðnum við en fyrst byrjar maður á faglegri umræðu. Svo á að taka ákvörðun um kerfisbreytingu. Í framhaldi af því á breytingin, þegar hún hefur verið útfærð, að koma inn í kjaraviðræður.“Að borðinu á öllum stigum Faglega umræðan á að vera með þátttöku framhaldsskólakennara, að mati Guðríðar. „Sem faglegur fyrirliði vil ég fá tækifæri til að koma að borðinu á öllum stigum. Þótt við höfum öll gengið í gegnum skólakerfið, og það reyndar mismunandi mikið, þá verður ekki fram hjá því gengið að sérfræðingarnir eru inni í skólunum. Það er sanngjörn krafa að sjónarmið okkar stéttar komi að borðinu.“ Guðríður bendir á að skoða þurfi vandlega alla þætti þegar verið sé að bera skólakerfið hér saman við skólakerfi í öðrum löndum. „Skólaárið er mismunandi langt í OECD-ríkjunum auk þess sem ekki er alls staðar lágmarkskrafa um ákveðinn árangur við útskrift. Nemendur útskrifast sama hver frammistaðan er. Í Danmörku þurfa nemendur sem hafa útskrifast sem stúdentar til dæmis að fara í aðfararnám í einhverjum tilfellum fyrir ákveðnar háskólagreinar vegna ónógs undirbúnings í framhaldsskóla. Slíkt aðfararnám er ekki alls staðar á vegum hins opinbera. Ég tel víst að við viljum ekki skerða gæði stúdentsprófsins en ef við ætlum að fækka námsárunum þurfum við að lengja skólaárið.“Ákveðin efnahagsaðgerð Formaðurinn segir að slíkt yrði ekki bara kerfisbreyting, heldur einnig ákveðin efnahagsaðgerð. „Hún hefði áhrif á fjárhag íslenskra heimila. Við erum með ákveðna samfélagsgerð þar sem atvinnuþátttaka nemenda er mikil. Þeir vinna fyrir bókum og vasapeningum á sumrin og einnig með námi á veturna. Búast má við því að vinnan minnki mikið þegar náminu er þjappað saman. Í Danmörku fá framhaldsskólanemar vasapeninga frá hinu opinbera. Þeir þurfa heldur ekki að greiða fyrir námsbækur.“ Breyting á námsefni hefur verið í umræðunni að undanförnu. „Kennarar hafa lagt mikinn metnað í gerð námsefnis. Þeir hafa gert það að lið í undirbúningi kennslu að koma námsefni á rafrænt form. Við þurfum að stórauka styrki til að nútímavæða námsefni svo ég grípi til orða menntamálaráðherra um breytingu á því.“ Guðríður kveðst leggja áherslu á að umræðan um skólamálin verði yfirveguð. „Menn hafa verið að hengja sig á eitt úrræði og kasta því inn í umræðuna, eins og til dæmis brottfallstölur. Inni í þeim tölum eru nemendur sem hafa skipt um skóla en hafa útskrifast á réttum tíma. Það gleymist að benda á þessa staðreynd. Það er auk þess fásinna að reikna dæmið, eins og gert var í skýrsu sveitarfélaganna um kostnað vegna brottfalls, að svokallaðir brottfallsnemendur fari á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.“ Spurð um hvort menntun kennara séu nógu góð segir Guðríður svo vera. „Kennarar eru hæfir og vel menntaðir en menntun þeirra má ekki staðna. Það er brýnt verkefni að upplýsa almenning um hvað felst í kennarastarfinu. Kennarar eru stétt sem vinnur óreglulegan vinnutíma og vinnur síst minna en aðrar vinnandi stéttir. Við erum ekki bara í sólböðum á sumrin og í jólabakstri í desember.“ibs@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira