Ört stækkandi hátíð Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. apríl 2014 18:00 Íris Stefanía Skúladóttir er framkvæmdastýra hátíðarinnar Listar án landamæra þar sem sérstök áhersla er lögð á blinda og sjónskerta í ár. Vísir/Daníel „Hátíðin í ár er svipuð að stærð og í fyrra en hún hefur farið ört stækkandi síðan árið 2003,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdastýra hátíðarinnar Listar án landamæra sem er sett í ellefta sinn í dag. Borgastjórinn Jón Gnarr setur hátíðina í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 17.30 í dag þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun troða upp og sýna verk sín. Hátíðin stendur til 25. maí með fjölbreyttri dagskrá víðs vegar um landið en einn verkefnastjóri hefur séð um að skipuleggja viðburði í hverjum landsfjórðungi í samstarfi við heimamenn. „Það er leiklist, tónlist og mikið af myndlist á dagskránni og er mikil áhersla lögð á skemmtilegar leiðir í uppsetningu listar,“ segir Íris sem sér fram á viðburðaríkar vikur. List án landamæra er hátíð fjölbreytileikans og auðugs samfélags. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök og var fyrst skipulögð af Friðriki Sigurðssyni, formanni Þroskahjálpar sem nú er verndari hátíðarinnar. Markmið hennar er að bæta aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu auk þess að brjóta niður múra á milli fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Sérstök áhersla er lögð á blinda og sjónskerta í ár og það hvernig þeir geta iðkað list og notið hennar. Til dæmis verður fjölskyldusýningin Hamlet litli í Borgarleikhúsinu, fyrst allra leiksýninga á Íslandi sýnd bæði með sjónlýsingum og táknmálstúlkun í einu. Boðið verður upp á heyrnartól með sjónlýsingum og verða leikarar túlkaðir með skuggatúlkun, einn túlkur á hvern leikara. „Þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni sem við erum mjög spennt að sjá hvernig til tekst.“ Nánari dagskrá hátíðarinnar Listar án landamæra má finna á heimasíðunni Listin.is. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
„Hátíðin í ár er svipuð að stærð og í fyrra en hún hefur farið ört stækkandi síðan árið 2003,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdastýra hátíðarinnar Listar án landamæra sem er sett í ellefta sinn í dag. Borgastjórinn Jón Gnarr setur hátíðina í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 17.30 í dag þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun troða upp og sýna verk sín. Hátíðin stendur til 25. maí með fjölbreyttri dagskrá víðs vegar um landið en einn verkefnastjóri hefur séð um að skipuleggja viðburði í hverjum landsfjórðungi í samstarfi við heimamenn. „Það er leiklist, tónlist og mikið af myndlist á dagskránni og er mikil áhersla lögð á skemmtilegar leiðir í uppsetningu listar,“ segir Íris sem sér fram á viðburðaríkar vikur. List án landamæra er hátíð fjölbreytileikans og auðugs samfélags. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök og var fyrst skipulögð af Friðriki Sigurðssyni, formanni Þroskahjálpar sem nú er verndari hátíðarinnar. Markmið hennar er að bæta aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu auk þess að brjóta niður múra á milli fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Sérstök áhersla er lögð á blinda og sjónskerta í ár og það hvernig þeir geta iðkað list og notið hennar. Til dæmis verður fjölskyldusýningin Hamlet litli í Borgarleikhúsinu, fyrst allra leiksýninga á Íslandi sýnd bæði með sjónlýsingum og táknmálstúlkun í einu. Boðið verður upp á heyrnartól með sjónlýsingum og verða leikarar túlkaðir með skuggatúlkun, einn túlkur á hvern leikara. „Þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni sem við erum mjög spennt að sjá hvernig til tekst.“ Nánari dagskrá hátíðarinnar Listar án landamæra má finna á heimasíðunni Listin.is.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira