Lífið

Sökuð um að hafa fótósjoppað mynd af sér

Baldvin Þormóðsson skrifar
Beyoncé er glæsileg kona.
Beyoncé er glæsileg kona. mynd/getty
Tónlistarkonan Beyoncé birti nýverið mynd á Instagram og hefur verið sökuð um að hafa átt við myndina í myndvinnsluforritinu Photoshop.

Á myndinni er hún að spila golf í bikiníi með fæturna saman en svo virðist sem að fæturnir hennar hafi verið gerðir mjórri í myndvinnsluforritinu.

Aðdáendur söngkonunnar úthrópa í athugasemdum við myndina að svona stór fyrirmynd fyrir ungar stelpur eigi ekki að eiga við myndir af sjálfri sér.

Sumir vitna jafnvel í eitt af vinsælari lögum Beyoncé og snúa textabrotinu upp í orðagrín. Photoshopt, photoshopt, graining on those thighs…, en þar er verið að vitna í lagið hennar Drunk in Love.

Myndina sjálfa má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.