Lífið

Ofurfyrirsæta grunuð um skattsvik

Baldvin Þormóðsson skrifar
Gisele Bündchen er hæfileikarík fyrirsæta.
Gisele Bündchen er hæfileikarík fyrirsæta.
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur verið valin sjö ár í röð sem ríkasta fyrirsæta heims af tímaritinu Forbes.

Vegna þessarar stöðu hennar á listanum hefur skattstjóri Bandaríkjanna tekið hana fyrir og rýnt í skattframtal fyrirsætunnar.

Tímaritið Forbes segir Bündchen vera virði tæplega fimm milljarða íslenskra króna enda situr hún fyrir í auglýsingum hjá vörumerkjum á borð við H&M, Chanel, Louis Vuitton og svo lengi mætti telja.

Ekki er vitað um heiðarleika ofurfyrirsætunnar þegar kemur að því að borga skatt en óhætt er að segja að hún sé vel stödd peningalega séð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.