Eldgígurinn eyðilagði iPodinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. mars 2014 07:45 Hera Lind Birgisdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson leika aðalhlutverkin í stuttmyndinni Rofi sem tekin er upp í Þríhnúkagíg. mynd/einkasafn „Það var skrítið og skemmtilegt að leika í þessari mynd en ég var ekkert hrædd að fara þarna niður,“ segir hin tólf ára gamla Hera Lind Birgisdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna, ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni, í nýrri íslenskri stuttmynd sem ber nafnið Rof. Myndin er tekin upp ofan í Þríhnúkagíg eða um 170 metra undir yfirborði jarðar. Gíghellirinn þar nefnist Þríhnúkahellir og er hann talinn eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni. „Það eina sem var svekkjandi var að iPodinn minn virkaði ekki í gígnum. Ég veit þó samt ekki hvort eldfjallið er orsakavaldur, það gæti hafa verið kuldinn þarna niðri sem hafði þessi áhrif. Hann hefur allavega ekki virkað síðan,“ segir Hera Lind. Talsverðan kulda og raka er að finna þegar komið svo langt undir yfirborð jarðar.Í tökum á stuttmyndinni Rof.Mynd/EinkasafnÞetta var þó ekki frumraun Heru Lindar því hún hefur leikið í nokkrum stuttmyndum og þáttum. „Ég hef leikið í nokkrum stuttmyndum sem mamma hefur verið að gera,“ segir Hera Lind. Hera Lind er alvön hellum því hún bjó ásamt móður sinni, Maríu Kjartansdóttur, í skógi og hellum á Spáni. „Við bjuggum þarna í tengslum við verkefni sem ég var að vinna þarna í fjallahéruðum Andaluciu og í skóginum Beneficio sem er skammt frá fjallaþorpinu Orgiva,“ segir listakonan María Kjartansdóttir, móðir Heru Lindar. Listahópurinn Vinnslan vann myndina Rof og framleiddi en María og Vala Ómarsdóttir leikstýra myndinni. Birgir Hilmarsson sér um tónlistina í myndinni.Mikil fegurðMynd/EinkasafnMyndin tekur okkur á ferðalag og sýnir hve lengra og lengra við færumst frá rótum okkar. Rof er byggð upp sem ljóðrænt samspil myndar og hljóðverks, en myndin er fyrsta listræna kvikmyndin í heiminum sem tekin hefur verið svo djúpt ofan í lóðréttum eldgíg. Myndin verður forsýnd næstkomandi laugardag í Tjarnabíói og er hluti af dagskrá opnunarhátíðar Tjarnarbíós. Þess má til gamans geta að Vinnslan sér um listræna stjórnun í Tjarnarbíói á opnunarhátíðinni.Hér er hægt að kynna sér myndina frekar og hér er hægt að kynna sér listahópinn Vinnsluna frekar. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Það var skrítið og skemmtilegt að leika í þessari mynd en ég var ekkert hrædd að fara þarna niður,“ segir hin tólf ára gamla Hera Lind Birgisdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna, ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni, í nýrri íslenskri stuttmynd sem ber nafnið Rof. Myndin er tekin upp ofan í Þríhnúkagíg eða um 170 metra undir yfirborði jarðar. Gíghellirinn þar nefnist Þríhnúkahellir og er hann talinn eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni. „Það eina sem var svekkjandi var að iPodinn minn virkaði ekki í gígnum. Ég veit þó samt ekki hvort eldfjallið er orsakavaldur, það gæti hafa verið kuldinn þarna niðri sem hafði þessi áhrif. Hann hefur allavega ekki virkað síðan,“ segir Hera Lind. Talsverðan kulda og raka er að finna þegar komið svo langt undir yfirborð jarðar.Í tökum á stuttmyndinni Rof.Mynd/EinkasafnÞetta var þó ekki frumraun Heru Lindar því hún hefur leikið í nokkrum stuttmyndum og þáttum. „Ég hef leikið í nokkrum stuttmyndum sem mamma hefur verið að gera,“ segir Hera Lind. Hera Lind er alvön hellum því hún bjó ásamt móður sinni, Maríu Kjartansdóttur, í skógi og hellum á Spáni. „Við bjuggum þarna í tengslum við verkefni sem ég var að vinna þarna í fjallahéruðum Andaluciu og í skóginum Beneficio sem er skammt frá fjallaþorpinu Orgiva,“ segir listakonan María Kjartansdóttir, móðir Heru Lindar. Listahópurinn Vinnslan vann myndina Rof og framleiddi en María og Vala Ómarsdóttir leikstýra myndinni. Birgir Hilmarsson sér um tónlistina í myndinni.Mikil fegurðMynd/EinkasafnMyndin tekur okkur á ferðalag og sýnir hve lengra og lengra við færumst frá rótum okkar. Rof er byggð upp sem ljóðrænt samspil myndar og hljóðverks, en myndin er fyrsta listræna kvikmyndin í heiminum sem tekin hefur verið svo djúpt ofan í lóðréttum eldgíg. Myndin verður forsýnd næstkomandi laugardag í Tjarnabíói og er hluti af dagskrá opnunarhátíðar Tjarnarbíós. Þess má til gamans geta að Vinnslan sér um listræna stjórnun í Tjarnarbíói á opnunarhátíðinni.Hér er hægt að kynna sér myndina frekar og hér er hægt að kynna sér listahópinn Vinnsluna frekar.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira