Segir hugmyndir Landsnets forneskjulegar Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2014 10:16 Landsnet hefur látið hanna nýja tegund mastra til að draga úr sýnileika þeirra gömlu sem hér ber að líta. Fréttablaðið/SAJ „Ég furða mig á þessari ótrúlegu og forneskjulegu sýn stjórnarformannsins á þátttöku almennings í ákvarðanaferli framkvæmda. Auk þess hefur Landsnet ekki boðið samtökum eins og Landvernd að koma fyrr að borðinu eða í samráð varðandi ákvarðanir fyrirtækisins, t.d. ekki varðandi hið stóra náttúruverndarmál sem felst í hugmyndum um Sprengisandslínu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Á kynningarfundi Landsnets á fimmtudag lýsti Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets, þeirri skoðun sinni að stjórnvöld tækju til athugunar ýmis ákvæði laga er varða úrskurði um framkvæmdir og kærur á þeim. Geir telur eðlilegt að tryggja aðkomu hagsmunaaðila fyrr í ferlinu „en úrskurðir stjórnvalda verði síðan ekki kæranlegir þegar þeir hafa verið kveðnir upp“. Tilefnið er tafsöm stjórnsýsla að mati Geirs. Guðmundur bendir jafnframt á að ef úrskurðir yrðu ekki kæranlegir brjóti það í bága við Árósasamninginn sem á að tryggja félagasamtökum almennings aðgang að réttlátri málsmeðferð. Forsvarsmenn Landsnets ræddu uppbyggingu flutningskerfis raforku á fundinum og kröfðu stjórnvöld um stefnumörkun varðandi línulagnir. Landsnet hefur lengi talið sig bundið af lögum til að velja ávallt hagstæðasta kostinn við línulagnir, sem hefur útilokað jarðstrengi í mörgum tilvikum. Guðmundur segir tímabært að „kveða niður þann draug sem ríður húsum hjá Landsneti og felst í því að fyrirtækið telur sig ekki geta lagt raflínur í jörð ef þær eru dýrari en loftlínur“. Í sama lagabálki sé kveðið á um að byggja eigi upp þjóðhagslega hagkvæmt raforkukerfi. „Þegar rætt er um þjóðhagslega hagkvæmni, þá nær hún út fyrir debet- og kreditreikning Landsnets, og á að taka til fleiri þátta, t.d. kostnaðar af umhverfisáhrifum, þ.m.t. sjónrænum áhrifum. Það er því alger fyrirsláttur að fyrirtækið geti ekki tekið ákvörðun um lagningu raflína í jörð á þessum forsendum,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvaða lausn Landvernd sjái helsta við uppbyggingu flutningskerfisins segir Guðmundur að enginn landeigandi eða sveitarfélag hafi lagst gegn því að jarðstrengur sé lagður í gegnum þeirra land. „Þannig að það er lausn á þessari spurningu, a.m.k. í afar mörgum tilvikum. Þó þarf líka að huga að því hver raunveruleg þörf er á lagningu stórra lína á hárri spennu; stóriðja, almenningur, tengingar á milli landshluta og fleira.“Guðmundur Ingi GuðbrandssonTryggir þátttöku í ákvarðanatöku Árósasamningurinn veitir almenningi réttindi sem eru þríþætt og mynda þrjár stoðir samningsins: - Leggur samningsaðilum og stjórnvöldum skyldur á herðar varðandi aðgang almennings að upplýsingum um umhverfismál. - Skyldar aðildarríki til að tryggja almenningi þátttöku í ákvarðanatöku sem snertir umhverfið. - Samningurinn styður framangreind réttindi með ákvæðum um aðgang að réttlátri málsmeðferð sem stuðla að auknu vægi samningsins. Í formála samningsins eru umhverfisvernd og mannréttindi tengd saman og réttindum í umhverfismálum veitt sama staða og öðrum mannréttindum. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Ég furða mig á þessari ótrúlegu og forneskjulegu sýn stjórnarformannsins á þátttöku almennings í ákvarðanaferli framkvæmda. Auk þess hefur Landsnet ekki boðið samtökum eins og Landvernd að koma fyrr að borðinu eða í samráð varðandi ákvarðanir fyrirtækisins, t.d. ekki varðandi hið stóra náttúruverndarmál sem felst í hugmyndum um Sprengisandslínu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Á kynningarfundi Landsnets á fimmtudag lýsti Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets, þeirri skoðun sinni að stjórnvöld tækju til athugunar ýmis ákvæði laga er varða úrskurði um framkvæmdir og kærur á þeim. Geir telur eðlilegt að tryggja aðkomu hagsmunaaðila fyrr í ferlinu „en úrskurðir stjórnvalda verði síðan ekki kæranlegir þegar þeir hafa verið kveðnir upp“. Tilefnið er tafsöm stjórnsýsla að mati Geirs. Guðmundur bendir jafnframt á að ef úrskurðir yrðu ekki kæranlegir brjóti það í bága við Árósasamninginn sem á að tryggja félagasamtökum almennings aðgang að réttlátri málsmeðferð. Forsvarsmenn Landsnets ræddu uppbyggingu flutningskerfis raforku á fundinum og kröfðu stjórnvöld um stefnumörkun varðandi línulagnir. Landsnet hefur lengi talið sig bundið af lögum til að velja ávallt hagstæðasta kostinn við línulagnir, sem hefur útilokað jarðstrengi í mörgum tilvikum. Guðmundur segir tímabært að „kveða niður þann draug sem ríður húsum hjá Landsneti og felst í því að fyrirtækið telur sig ekki geta lagt raflínur í jörð ef þær eru dýrari en loftlínur“. Í sama lagabálki sé kveðið á um að byggja eigi upp þjóðhagslega hagkvæmt raforkukerfi. „Þegar rætt er um þjóðhagslega hagkvæmni, þá nær hún út fyrir debet- og kreditreikning Landsnets, og á að taka til fleiri þátta, t.d. kostnaðar af umhverfisáhrifum, þ.m.t. sjónrænum áhrifum. Það er því alger fyrirsláttur að fyrirtækið geti ekki tekið ákvörðun um lagningu raflína í jörð á þessum forsendum,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvaða lausn Landvernd sjái helsta við uppbyggingu flutningskerfisins segir Guðmundur að enginn landeigandi eða sveitarfélag hafi lagst gegn því að jarðstrengur sé lagður í gegnum þeirra land. „Þannig að það er lausn á þessari spurningu, a.m.k. í afar mörgum tilvikum. Þó þarf líka að huga að því hver raunveruleg þörf er á lagningu stórra lína á hárri spennu; stóriðja, almenningur, tengingar á milli landshluta og fleira.“Guðmundur Ingi GuðbrandssonTryggir þátttöku í ákvarðanatöku Árósasamningurinn veitir almenningi réttindi sem eru þríþætt og mynda þrjár stoðir samningsins: - Leggur samningsaðilum og stjórnvöldum skyldur á herðar varðandi aðgang almennings að upplýsingum um umhverfismál. - Skyldar aðildarríki til að tryggja almenningi þátttöku í ákvarðanatöku sem snertir umhverfið. - Samningurinn styður framangreind réttindi með ákvæðum um aðgang að réttlátri málsmeðferð sem stuðla að auknu vægi samningsins. Í formála samningsins eru umhverfisvernd og mannréttindi tengd saman og réttindum í umhverfismálum veitt sama staða og öðrum mannréttindum.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira