Innlent

Reykvíkingar salta

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna veðurfars ná starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki að salta öll svæði eins hratt og væri ákjósanlegt.
Vegna veðurfars ná starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki að salta öll svæði eins hratt og væri ákjósanlegt. fréttablaðið/Daníel
Borgarbúar hafa verið duglegir að sækja sér sand og salt á hverfastöðvarnar og verkbækistöðvar garðyrkjunnar.

Guðjóna Björk Sigurðardóttir, stjórnandi reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir íbúa moka sjálfa í poka sem eru á staðnum eða ílát sem þeir hafa meðferðis.

Hún segir starfsmenn Reykjavíkurborgar leggja sig fram við að sinna vetrarþjónustunni vel. „Við erum ekki fyrr búin með yfirferð en við þurfum að fara aftur því aðstæður hafa breyst,“ segir Guðjóna og hvetur íbúa til að senda inn ábendingar á vef Reykjavíkurborgar.

Hér má finna nánari upplýsingar um hvar er hægt að nálgast sand og salt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×