Innlent

Aflýsa hækkun á barnafólk í Fjarðabyggð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gjaldskrár í Fjarðabyggð hafa verið óbreyttar frá því í ársbyrhun 2012.
Gjaldskrár í Fjarðabyggð hafa verið óbreyttar frá því í ársbyrhun 2012. Fréttablaðið/Pjetur
Gjaldskrárhækkanir Fjarðabyggðar sem snúa að barnafólki hafa verið dregnar til baka. Á þetta við um gjaldskrár leikskóla, skóladagheimila og tónskóla.

Gjaldskrárnar áttu að hækka um 3 til 10 prósent. Þá var ekki gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám í mötuneytum, íþróttamiðstöðvum og skíðamiðstöð fyrir yngri en 18 ára.

„Sveitarfélagið Fjarðabyggð vill stuðla eins og nokkur kostur er að stöðugu verðlagi í landinu,“ segir bæjarráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×