Innlent

Sjö starfsmenn slökkviliðsins verða áminntir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Akureyri.
Akureyri. Mynd/ Pjetur.
Til stendur að áminna sjö starfsmenn slökkviliðsins á Akureyri vegna eineltismála, eftir því sem fram kemur í Akureyri Vikublaði. Málið er ekki nýtt en greint hefur verið frá því að starfsandi á vinnustaðnum sé slæmur og háum fjárhæðum hafi verið varið í sálfræðikostnað starfsmanna til að leysa deilurnar. Akureyri vikublað segir að vandi slökkviliðsins hafi vaxið undanfarið ár.

Meðal tímabundinna úrræða sem gripið hefur verið til vegna vandamálsins er að veita slökkviliðsmönnum tímabundna lausn frá störfum, allt að ársleyfi. Má áætla að kostnaður útsvarsgreiðenda vegna vandans fari vaxandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×