Innlent

Stjórnarmyndun heldur áfram í dag

Karen Kjartansdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson ætla að fara yfir málin hvor í sínu lagi í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson ætla að fara yfir málin hvor í sínu lagi í dag. Mynd/ Vilhelm
Stjórnarmyndun framsóknar- og sjálfstæðismanna heldur áfram í dag innan borgarmarkanna. Formennirnnir ætla ekki að blanda öðrum inn í viðræðurnar eins og sakir standa eða ræða um skiptingu ráðuneyta.

Ekki er stefnt að því að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fundi í dag heldur munu þeir vinna hvor í sínu lagi að málefnavinnu. Auk þess sem verið er að safna gögnum um ýmis mál sem þarf til að halda stjórnarmynduninni áfram.

Fyrir hádegi mun Bjarni hafa setið fund þverpólitíks og þverfaglegs samráðsvettvangs undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um aukna hagsæld á Íslandi. Sá vettvangur var myndaður í byrjun árs til að fara yfir tillögur skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gaf út síðastliðið haust um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sat sama fund fyrir hönd Framsóknaflokksins.

Segja aðstoðarmenn þeirra Sigmundar og Bjarna að hvorki sé stefnt að því að blanda viðræðunefndum frá hvorum flokki inn í viðræðurnar strax eða ræða um skipan ráðherra fyrr en búið að er ná sátt um málefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×