Fleiri fái öruggt og ódýrt leiguhúsnæði í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2013 11:22 Reykjavíkurborg vill breyta starfsemi Félagsbústaða og gefa fleirum kost á að leigja hjá félaginu en þeim sem mæta skilyrðum um félagslegt húsnæði. Reykjavíkurborg vill breyta starfsemi Félagsbústaða og gefa fleirum kost á að leigja hjá félaginu en þeim sem mæta skilyrðum um félagslegt húsnæði. „Þetta er ekki óskylt því sem er gert víða á Norðurlöndum að sveitarfélög komi inn með lóðir sem eigið fé, sem á að tryggja að venjulegt fólk geti verið á leigumarkaði. Þetta á ekki að vera eingöngu fyrir þá sem eru með allra lægstu tekjurnar, heldur millitekjuhópana líka,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögurnar sem fela í sér aðkomu Félagsbústaða í samstarfi við önnur leigufélög. „Það er alls konar fólk sem vill ekki binda peningana sína í fasteignum, fólk sem er með góðar tekjur en er samt ekki í aðstöðu til að leggja fram milljónir í innborganir á íbúðum. Það þarf að tryggja þessu fólk öryggi engu síður,“ segir Dagur. Tillagan, sem gengur undir nafninu „Bland í byggð – blönduð íbúðahús“, er nú til umsagnar hjá fjármálaskrifstofu og velferðarsviði borgarinnar, ásamt stjórn Félagsbústaða.Dagur B. EggertssonÍ meginatriðum er hugmyndin að Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, byggi leiguíbúðir í svokölluðum blönduðum húsum sem byggð eru í samstarfi við önnur leigufélög á borð við Búseta, leigufélög námsmanna og jafnvel verkalýðshreyfinguna. Félagsbústaðir yrðu því kjölfestan í nýrri tegund af leigufélagi. Dagur segir að skoðað hafi verið sérstaklega hvort huga þyrfti að samkeppnislögum þar sem breytingarnar gætu haft áhrif á almennan leigumarkað. Verið sé að undirbúa kynningu málsins fyrir ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, og samkeppnissjónarmið séu vissulega eitt af því sem þurfi að huga að. Borgin telji þó að verkefnið falli innan þess ramma sem önnur sveitarfélög í Evrópu hafa fylgt. Samhliða tillögunni var ný eigendastefna unnin fyrir Félagsbústaði. Kjarni stefnunnar felst í að Félagsbústaðir taki beinan þátt í uppbyggingu á leiguhúsnæði með því að standa fyrir byggingu 400-800 íbúða í fimmtán til þrjátíu fjölbýlishúsum á þéttingarreitum á víð og dreif um Reykjavík á næstu fimm til tíu árum. Fjármögnun er enn á umræðustigi, en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi Félagsbústöðum til lóðir, gatnagerðargjöld og allt að 10% framkvæmdakostnaðar sem eiginfjárframlag, en að öðru leyti er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði fjármagnaðar með lánsfé frá Íbúðalánasjóði eða á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur áður úthlutað lóðum til leigu- og búseturéttarfélaga, en það er nýmæli að borgin gefi eftir gatnagerðargjöld og að fjármunir séu lagðir til sem eigið fé.Breyting á byggingarreglugerð forsendaDagur segir að markmiðið með verkefninu Bland í byggð sé að slá nýjan tón á leigumarkaði og er stefnan að fá Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð til samstarfs um hönnun nýrrar tegundar húsa sem yrðu minni, umhverfisvænni og hagkvæmari en nú þekkist. Ný byggingarreglugerð, sem tók gildi á síðasta ári, setur þó strik í reikninginn ef byggja á minni og ódýrari húsakost. Reglugerðin gerir ítarlegri kröfur en áður um hönnun bygginga sem leiða til hærri byggingarkostnaðar. Dagur vill sjá breytingar á reglugerðinni. „Það er hægt að finna betri leiðir að sömu markmiðum. Það er mikilvægt að byggingarreglugerð sé skýr og traust, en hún standi ekki í vegi fyrir að fólk fái íbúðir sem það hefur efni á,“ segir hann.Hvað er Bland í borg?- Bygging 400-800 nýrra leiguíbúða á næstu 5-10 árum. - Reykjavíkurborg leggur til allt að 10% framkvæmdakostnaðar. - Félagsbústaðir byggja húsin og leigja út í samstarfi við fleiri félög. - Í sama húsi verða íbúðir leigðar út af ólíkum leigufélögum til ólíkra leigjendahópa. - Millitekjuhópar munu eiga kost á að leigja í nýju húsunum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Reykjavíkurborg vill breyta starfsemi Félagsbústaða og gefa fleirum kost á að leigja hjá félaginu en þeim sem mæta skilyrðum um félagslegt húsnæði. „Þetta er ekki óskylt því sem er gert víða á Norðurlöndum að sveitarfélög komi inn með lóðir sem eigið fé, sem á að tryggja að venjulegt fólk geti verið á leigumarkaði. Þetta á ekki að vera eingöngu fyrir þá sem eru með allra lægstu tekjurnar, heldur millitekjuhópana líka,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögurnar sem fela í sér aðkomu Félagsbústaða í samstarfi við önnur leigufélög. „Það er alls konar fólk sem vill ekki binda peningana sína í fasteignum, fólk sem er með góðar tekjur en er samt ekki í aðstöðu til að leggja fram milljónir í innborganir á íbúðum. Það þarf að tryggja þessu fólk öryggi engu síður,“ segir Dagur. Tillagan, sem gengur undir nafninu „Bland í byggð – blönduð íbúðahús“, er nú til umsagnar hjá fjármálaskrifstofu og velferðarsviði borgarinnar, ásamt stjórn Félagsbústaða.Dagur B. EggertssonÍ meginatriðum er hugmyndin að Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, byggi leiguíbúðir í svokölluðum blönduðum húsum sem byggð eru í samstarfi við önnur leigufélög á borð við Búseta, leigufélög námsmanna og jafnvel verkalýðshreyfinguna. Félagsbústaðir yrðu því kjölfestan í nýrri tegund af leigufélagi. Dagur segir að skoðað hafi verið sérstaklega hvort huga þyrfti að samkeppnislögum þar sem breytingarnar gætu haft áhrif á almennan leigumarkað. Verið sé að undirbúa kynningu málsins fyrir ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, og samkeppnissjónarmið séu vissulega eitt af því sem þurfi að huga að. Borgin telji þó að verkefnið falli innan þess ramma sem önnur sveitarfélög í Evrópu hafa fylgt. Samhliða tillögunni var ný eigendastefna unnin fyrir Félagsbústaði. Kjarni stefnunnar felst í að Félagsbústaðir taki beinan þátt í uppbyggingu á leiguhúsnæði með því að standa fyrir byggingu 400-800 íbúða í fimmtán til þrjátíu fjölbýlishúsum á þéttingarreitum á víð og dreif um Reykjavík á næstu fimm til tíu árum. Fjármögnun er enn á umræðustigi, en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi Félagsbústöðum til lóðir, gatnagerðargjöld og allt að 10% framkvæmdakostnaðar sem eiginfjárframlag, en að öðru leyti er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði fjármagnaðar með lánsfé frá Íbúðalánasjóði eða á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur áður úthlutað lóðum til leigu- og búseturéttarfélaga, en það er nýmæli að borgin gefi eftir gatnagerðargjöld og að fjármunir séu lagðir til sem eigið fé.Breyting á byggingarreglugerð forsendaDagur segir að markmiðið með verkefninu Bland í byggð sé að slá nýjan tón á leigumarkaði og er stefnan að fá Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð til samstarfs um hönnun nýrrar tegundar húsa sem yrðu minni, umhverfisvænni og hagkvæmari en nú þekkist. Ný byggingarreglugerð, sem tók gildi á síðasta ári, setur þó strik í reikninginn ef byggja á minni og ódýrari húsakost. Reglugerðin gerir ítarlegri kröfur en áður um hönnun bygginga sem leiða til hærri byggingarkostnaðar. Dagur vill sjá breytingar á reglugerðinni. „Það er hægt að finna betri leiðir að sömu markmiðum. Það er mikilvægt að byggingarreglugerð sé skýr og traust, en hún standi ekki í vegi fyrir að fólk fái íbúðir sem það hefur efni á,“ segir hann.Hvað er Bland í borg?- Bygging 400-800 nýrra leiguíbúða á næstu 5-10 árum. - Reykjavíkurborg leggur til allt að 10% framkvæmdakostnaðar. - Félagsbústaðir byggja húsin og leigja út í samstarfi við fleiri félög. - Í sama húsi verða íbúðir leigðar út af ólíkum leigufélögum til ólíkra leigjendahópa. - Millitekjuhópar munu eiga kost á að leigja í nýju húsunum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira