Fleiri fái öruggt og ódýrt leiguhúsnæði í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2013 11:22 Reykjavíkurborg vill breyta starfsemi Félagsbústaða og gefa fleirum kost á að leigja hjá félaginu en þeim sem mæta skilyrðum um félagslegt húsnæði. Reykjavíkurborg vill breyta starfsemi Félagsbústaða og gefa fleirum kost á að leigja hjá félaginu en þeim sem mæta skilyrðum um félagslegt húsnæði. „Þetta er ekki óskylt því sem er gert víða á Norðurlöndum að sveitarfélög komi inn með lóðir sem eigið fé, sem á að tryggja að venjulegt fólk geti verið á leigumarkaði. Þetta á ekki að vera eingöngu fyrir þá sem eru með allra lægstu tekjurnar, heldur millitekjuhópana líka,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögurnar sem fela í sér aðkomu Félagsbústaða í samstarfi við önnur leigufélög. „Það er alls konar fólk sem vill ekki binda peningana sína í fasteignum, fólk sem er með góðar tekjur en er samt ekki í aðstöðu til að leggja fram milljónir í innborganir á íbúðum. Það þarf að tryggja þessu fólk öryggi engu síður,“ segir Dagur. Tillagan, sem gengur undir nafninu „Bland í byggð – blönduð íbúðahús“, er nú til umsagnar hjá fjármálaskrifstofu og velferðarsviði borgarinnar, ásamt stjórn Félagsbústaða.Dagur B. EggertssonÍ meginatriðum er hugmyndin að Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, byggi leiguíbúðir í svokölluðum blönduðum húsum sem byggð eru í samstarfi við önnur leigufélög á borð við Búseta, leigufélög námsmanna og jafnvel verkalýðshreyfinguna. Félagsbústaðir yrðu því kjölfestan í nýrri tegund af leigufélagi. Dagur segir að skoðað hafi verið sérstaklega hvort huga þyrfti að samkeppnislögum þar sem breytingarnar gætu haft áhrif á almennan leigumarkað. Verið sé að undirbúa kynningu málsins fyrir ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, og samkeppnissjónarmið séu vissulega eitt af því sem þurfi að huga að. Borgin telji þó að verkefnið falli innan þess ramma sem önnur sveitarfélög í Evrópu hafa fylgt. Samhliða tillögunni var ný eigendastefna unnin fyrir Félagsbústaði. Kjarni stefnunnar felst í að Félagsbústaðir taki beinan þátt í uppbyggingu á leiguhúsnæði með því að standa fyrir byggingu 400-800 íbúða í fimmtán til þrjátíu fjölbýlishúsum á þéttingarreitum á víð og dreif um Reykjavík á næstu fimm til tíu árum. Fjármögnun er enn á umræðustigi, en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi Félagsbústöðum til lóðir, gatnagerðargjöld og allt að 10% framkvæmdakostnaðar sem eiginfjárframlag, en að öðru leyti er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði fjármagnaðar með lánsfé frá Íbúðalánasjóði eða á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur áður úthlutað lóðum til leigu- og búseturéttarfélaga, en það er nýmæli að borgin gefi eftir gatnagerðargjöld og að fjármunir séu lagðir til sem eigið fé.Breyting á byggingarreglugerð forsendaDagur segir að markmiðið með verkefninu Bland í byggð sé að slá nýjan tón á leigumarkaði og er stefnan að fá Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð til samstarfs um hönnun nýrrar tegundar húsa sem yrðu minni, umhverfisvænni og hagkvæmari en nú þekkist. Ný byggingarreglugerð, sem tók gildi á síðasta ári, setur þó strik í reikninginn ef byggja á minni og ódýrari húsakost. Reglugerðin gerir ítarlegri kröfur en áður um hönnun bygginga sem leiða til hærri byggingarkostnaðar. Dagur vill sjá breytingar á reglugerðinni. „Það er hægt að finna betri leiðir að sömu markmiðum. Það er mikilvægt að byggingarreglugerð sé skýr og traust, en hún standi ekki í vegi fyrir að fólk fái íbúðir sem það hefur efni á,“ segir hann.Hvað er Bland í borg?- Bygging 400-800 nýrra leiguíbúða á næstu 5-10 árum. - Reykjavíkurborg leggur til allt að 10% framkvæmdakostnaðar. - Félagsbústaðir byggja húsin og leigja út í samstarfi við fleiri félög. - Í sama húsi verða íbúðir leigðar út af ólíkum leigufélögum til ólíkra leigjendahópa. - Millitekjuhópar munu eiga kost á að leigja í nýju húsunum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Reykjavíkurborg vill breyta starfsemi Félagsbústaða og gefa fleirum kost á að leigja hjá félaginu en þeim sem mæta skilyrðum um félagslegt húsnæði. „Þetta er ekki óskylt því sem er gert víða á Norðurlöndum að sveitarfélög komi inn með lóðir sem eigið fé, sem á að tryggja að venjulegt fólk geti verið á leigumarkaði. Þetta á ekki að vera eingöngu fyrir þá sem eru með allra lægstu tekjurnar, heldur millitekjuhópana líka,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögurnar sem fela í sér aðkomu Félagsbústaða í samstarfi við önnur leigufélög. „Það er alls konar fólk sem vill ekki binda peningana sína í fasteignum, fólk sem er með góðar tekjur en er samt ekki í aðstöðu til að leggja fram milljónir í innborganir á íbúðum. Það þarf að tryggja þessu fólk öryggi engu síður,“ segir Dagur. Tillagan, sem gengur undir nafninu „Bland í byggð – blönduð íbúðahús“, er nú til umsagnar hjá fjármálaskrifstofu og velferðarsviði borgarinnar, ásamt stjórn Félagsbústaða.Dagur B. EggertssonÍ meginatriðum er hugmyndin að Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, byggi leiguíbúðir í svokölluðum blönduðum húsum sem byggð eru í samstarfi við önnur leigufélög á borð við Búseta, leigufélög námsmanna og jafnvel verkalýðshreyfinguna. Félagsbústaðir yrðu því kjölfestan í nýrri tegund af leigufélagi. Dagur segir að skoðað hafi verið sérstaklega hvort huga þyrfti að samkeppnislögum þar sem breytingarnar gætu haft áhrif á almennan leigumarkað. Verið sé að undirbúa kynningu málsins fyrir ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, og samkeppnissjónarmið séu vissulega eitt af því sem þurfi að huga að. Borgin telji þó að verkefnið falli innan þess ramma sem önnur sveitarfélög í Evrópu hafa fylgt. Samhliða tillögunni var ný eigendastefna unnin fyrir Félagsbústaði. Kjarni stefnunnar felst í að Félagsbústaðir taki beinan þátt í uppbyggingu á leiguhúsnæði með því að standa fyrir byggingu 400-800 íbúða í fimmtán til þrjátíu fjölbýlishúsum á þéttingarreitum á víð og dreif um Reykjavík á næstu fimm til tíu árum. Fjármögnun er enn á umræðustigi, en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi Félagsbústöðum til lóðir, gatnagerðargjöld og allt að 10% framkvæmdakostnaðar sem eiginfjárframlag, en að öðru leyti er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði fjármagnaðar með lánsfé frá Íbúðalánasjóði eða á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur áður úthlutað lóðum til leigu- og búseturéttarfélaga, en það er nýmæli að borgin gefi eftir gatnagerðargjöld og að fjármunir séu lagðir til sem eigið fé.Breyting á byggingarreglugerð forsendaDagur segir að markmiðið með verkefninu Bland í byggð sé að slá nýjan tón á leigumarkaði og er stefnan að fá Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð til samstarfs um hönnun nýrrar tegundar húsa sem yrðu minni, umhverfisvænni og hagkvæmari en nú þekkist. Ný byggingarreglugerð, sem tók gildi á síðasta ári, setur þó strik í reikninginn ef byggja á minni og ódýrari húsakost. Reglugerðin gerir ítarlegri kröfur en áður um hönnun bygginga sem leiða til hærri byggingarkostnaðar. Dagur vill sjá breytingar á reglugerðinni. „Það er hægt að finna betri leiðir að sömu markmiðum. Það er mikilvægt að byggingarreglugerð sé skýr og traust, en hún standi ekki í vegi fyrir að fólk fái íbúðir sem það hefur efni á,“ segir hann.Hvað er Bland í borg?- Bygging 400-800 nýrra leiguíbúða á næstu 5-10 árum. - Reykjavíkurborg leggur til allt að 10% framkvæmdakostnaðar. - Félagsbústaðir byggja húsin og leigja út í samstarfi við fleiri félög. - Í sama húsi verða íbúðir leigðar út af ólíkum leigufélögum til ólíkra leigjendahópa. - Millitekjuhópar munu eiga kost á að leigja í nýju húsunum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira