,,Kreddukarlarnir lækka veiðigjaldið og gefa makrílkvótann'' Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2013 22:22 Árni Páll á fundinum í kvöld. myndir/daníel „Við töpuðum meira fylgi en nokkur annar stjórnarflokkur í vestrænni stjórnmálasögu. Það var erfið og sár upplifun og ekkert sjálfgefið að Samfylkingin myndi lifa það mikla högg. En við höfum gert það og hafið uppbyggingu á ný,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á opnum fundi flokksins í kvöld á Grand Hótel í kvöld. Um hundrað manns voru viðstaddir fundinn og fékk formaðurinn góðar viðtökur þegar ræðu hans var lokið. „Við lifum sérkennilega tíma, tíma langvinns umróts í eftirmála hruns. Við slíkar aðstæður er hægt að efla samstöðu eða næra ótta og óöryggi með því að draga víglínur og bjóða skjól gegn hættum sem leynast handan línunnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tekið síðari kostinn.“ Árni Páll talaði um að fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið að bæta kjör almennings, heldur samt þvert á móti að létta sköttum af útflutningsgreinum sem þó hafa notið fordæmalauss hagnaðar á undanförnum árum. Hann vildi meina að almenningur ætti enn að búa við stöðuga ógn gengisfellingar og verðbólgu. „Við þurfum ekkert á því að halda að sundra fólki að óþörfu og búa til óvini á hverju götuhorni. Þvert á móti þarf að leiða öll sanngjörn öfl saman að skynsamlegri niðurstöðu. Við viljum öfluga velferð, byggða á efnahagslegum stöðugleika. Við vitum – eftir meira en hundrað ára baráttu – að félagslegt réttlæti verður bara fengið með aukinni verðmætasköpun og sanngjörnum leikreglum við skiptingu verðmætanna“. Árni Páll vildi síðan meina að raunverulega hætta væri á því að skapast myndi það sem hann kallaði japanskt ástand og efnahagsleg lömun myndi blasa við. Nú þegar spáð er litlum hagvexti, lítilli fjárfestingu og ofskuldsetningu í atvinnulífi ætti svarið að vera að opna hagkerfið og auka samkeppni að mati formanns Samfylkingarinnar. „Við ættum líka að leggja allt kapp á nýjan gjaldmiðil sem greiðir fyrir aukinni fjárfestingu. En kreddukarlarnir kjósa frekar að loka leiðinni út og hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. „Við ættum að auka arð okkar af auðlindum til lands og sjávar. Nei, kreddukarlarnir lækka veiðigjaldið, gefa makrílkvótann og eiga þá einu uppbyggingarhugmynd að gefa orku til stóriðju“. „Við ættum að styðja við atvinnusköpun með myndarlegri lækkun tryggingagjalds. Allar atvinnugreinar myndu njóta þess. Nei, kreddukarlarnir kjósa frekar að lækka skatta á best stæðu fyrirtækin í best stæðu atvinnugreinunum“. Árni Páll vildi meina að það vantaði hjarta í stjórnarflokkana tvö. Þeir hefðu lagt áherslu á að lengja ekki fæðingarorlofið og draga úr þróunaraðstoð við fátækustu þjóðir heims. Einnig ætla ríkistjórnarflokkarnir að minnka rétt til atvinnuleysisbóta. Þessi stefna hugnaðist ekki formanninum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Við töpuðum meira fylgi en nokkur annar stjórnarflokkur í vestrænni stjórnmálasögu. Það var erfið og sár upplifun og ekkert sjálfgefið að Samfylkingin myndi lifa það mikla högg. En við höfum gert það og hafið uppbyggingu á ný,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á opnum fundi flokksins í kvöld á Grand Hótel í kvöld. Um hundrað manns voru viðstaddir fundinn og fékk formaðurinn góðar viðtökur þegar ræðu hans var lokið. „Við lifum sérkennilega tíma, tíma langvinns umróts í eftirmála hruns. Við slíkar aðstæður er hægt að efla samstöðu eða næra ótta og óöryggi með því að draga víglínur og bjóða skjól gegn hættum sem leynast handan línunnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tekið síðari kostinn.“ Árni Páll talaði um að fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið að bæta kjör almennings, heldur samt þvert á móti að létta sköttum af útflutningsgreinum sem þó hafa notið fordæmalauss hagnaðar á undanförnum árum. Hann vildi meina að almenningur ætti enn að búa við stöðuga ógn gengisfellingar og verðbólgu. „Við þurfum ekkert á því að halda að sundra fólki að óþörfu og búa til óvini á hverju götuhorni. Þvert á móti þarf að leiða öll sanngjörn öfl saman að skynsamlegri niðurstöðu. Við viljum öfluga velferð, byggða á efnahagslegum stöðugleika. Við vitum – eftir meira en hundrað ára baráttu – að félagslegt réttlæti verður bara fengið með aukinni verðmætasköpun og sanngjörnum leikreglum við skiptingu verðmætanna“. Árni Páll vildi síðan meina að raunverulega hætta væri á því að skapast myndi það sem hann kallaði japanskt ástand og efnahagsleg lömun myndi blasa við. Nú þegar spáð er litlum hagvexti, lítilli fjárfestingu og ofskuldsetningu í atvinnulífi ætti svarið að vera að opna hagkerfið og auka samkeppni að mati formanns Samfylkingarinnar. „Við ættum líka að leggja allt kapp á nýjan gjaldmiðil sem greiðir fyrir aukinni fjárfestingu. En kreddukarlarnir kjósa frekar að loka leiðinni út og hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. „Við ættum að auka arð okkar af auðlindum til lands og sjávar. Nei, kreddukarlarnir lækka veiðigjaldið, gefa makrílkvótann og eiga þá einu uppbyggingarhugmynd að gefa orku til stóriðju“. „Við ættum að styðja við atvinnusköpun með myndarlegri lækkun tryggingagjalds. Allar atvinnugreinar myndu njóta þess. Nei, kreddukarlarnir kjósa frekar að lækka skatta á best stæðu fyrirtækin í best stæðu atvinnugreinunum“. Árni Páll vildi meina að það vantaði hjarta í stjórnarflokkana tvö. Þeir hefðu lagt áherslu á að lengja ekki fæðingarorlofið og draga úr þróunaraðstoð við fátækustu þjóðir heims. Einnig ætla ríkistjórnarflokkarnir að minnka rétt til atvinnuleysisbóta. Þessi stefna hugnaðist ekki formanninum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira