Lífið

Jennifer Lawrence missir stjórn á skapi sínu

Jena Malone, Jennifer Lawrence og Elizabeth Banks á frumsýningunni í gær.
Jena Malone, Jennifer Lawrence og Elizabeth Banks á frumsýningunni í gær. AFP/NordicPhotos
Jennifer Lawrence hefur ferðast um allan heim undanfarnar vikur í þeim tilgangi að kynna nýjustu kvikmynd sína The Hunger Games: Catching Fire.

Á frumsýningu myndarinnar í New York í gær missti Lawrence stjórn á skapi sínu, sem náðist á myndband.

Svo virðist sem hún hafi reiðst snögglega þegar fjöldi ljósmyndara þyrptust að henni og meðleikurum hennar Jena Malone og Elizabeth Banks á rauða dreglinum og hófu að öskra í átt að leikkonunum þremur.

Lawrence hóf að öskra á ljósmyndarana tilbaka, en það er erfitt að greina hvað það er sem hún segir í myndbandinu sem fylgir fréttinni.

Reiðikastið kemur slúðurmiðlum vestanhafs ekki á óvart miðað við álagið sem virðist vera á stjörnunni ungu um þessar mundir. Lawrence var meðal annars gestur í þætti David Lettermans á dögunum þar sem hún sagðist hafa þurft að fara á spítala vegna gruns um magasár eftir að hafa verið með verki í maganum í margar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.