Segir of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu Hanna Run Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2013 17:07 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Ísland hafi ekki verið á pari við hin norðurlöndin ef tekið sé mið af meðaltali síðustu 20 ára hvað launahækkanir varðar. mynd/365 Samtök atvinnulífsins (SA) undrast hörð viðbrögð Alþýðusambands Íslands við auglýsingu SA og þeim staðreyndum sem þar eru settar fram. Þetta kemur fram á vefsíðu SA. Eins og fram kom á Vísi í dag gagnrýnir ASÍ auglýsingu frá SA og heldur því fram að SA hafi sett fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Ísland hafi ekki verið á pari við hin norðurlöndin ef tekið sé mið af meðaltali síðustu 20 ára hvað launahækkanir varðar. Hér hafi verið allt of miklar launabreytingar á hverjum tíma sem grafi undan genginu og valdið verðbólgu. ASÍ heldur því fram að SA viti að endurteknar gengisfellingar hafi áhrif á afkomu launafólks sem þurfi að mæta þeim með hærri launakröfum. ASÍ heldur því fram að ef starfsmenn SA hefðu nálgast málið af heiðarleika og reiknað inn í dæmið sveiflur gjaldmiðilsins sæju þeir að launahækkanir á Íslandi eru á pari við það sem gerist á Norðurlöndunum. Þorsteinn segir að við séum ekki að ná neinum árangri með miklum launahækkunum. Laun á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira en í viðskiptalöndum okkar. Launahækkanir hér hafi verið langt umfram umsamdar launahækkanir á hverjum tíma. Hér hafi laun verið að hækka um sjö prósent á ári að meðaltali og nærri helmingur hækkana felist í launaskriði en ekki eingöngu það sem samið sé um. Á vefsíðu SA segir að í því umhverfi sem Íslendingar séu í dag, með mjög skuldsett heimili og fyrirtæki, telji SA að það skili landsmönnum mestum árangri að kveða verðbólguna niður. Þannig sé hægt að lækka vexti, leggja grunn að nýrri sókn í atvinnumálum, skapa ný störf og tryggja Íslendingum betri lífskjör. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafi komist að sömu niðurstöðu. Vandi þeirra hafi verið hinn sami og við höfum glímt við. Of miklar launabreytingar, of há verðbólga og afar óstöðugt og fallandi gengi viðkomandi gjaldmiðils. Þau brugðu við og hafa síðan fetað nýja slóð með hækkun launa í hægum skrefum yfir langan tíma sem hefur bætt lífskjör þeirra mun meira en Íslendingum hefur tekist með miklu meiri launahækkunum en þar tíðkast. „Við eigum hins vegar val og það er hægt að snúa þróuninni við og innleiða hér norrænan árangur en til að svo megi verða þurfum við að fara að fordæmi frænda okkar og leggja áherslu á verðlagsstöðugleika og minnka sveiflur í efnahagslífinu. Það er ekki nóg að niðurstöður kjarasamninga séu í samræmi við efnahagslegar forsendur. Fyrirtækin þurfa að sýna ábyrgð og aga hvert um sig í ákvörðunum sínum um verð og laun. Til þess að ná árangri þarf samhent átak allra; aðila vinnumarkaðar, fyrirtækjanna, Seðlabankans og stjórnvalda,“ segir á vefsíðu SA. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) undrast hörð viðbrögð Alþýðusambands Íslands við auglýsingu SA og þeim staðreyndum sem þar eru settar fram. Þetta kemur fram á vefsíðu SA. Eins og fram kom á Vísi í dag gagnrýnir ASÍ auglýsingu frá SA og heldur því fram að SA hafi sett fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Ísland hafi ekki verið á pari við hin norðurlöndin ef tekið sé mið af meðaltali síðustu 20 ára hvað launahækkanir varðar. Hér hafi verið allt of miklar launabreytingar á hverjum tíma sem grafi undan genginu og valdið verðbólgu. ASÍ heldur því fram að SA viti að endurteknar gengisfellingar hafi áhrif á afkomu launafólks sem þurfi að mæta þeim með hærri launakröfum. ASÍ heldur því fram að ef starfsmenn SA hefðu nálgast málið af heiðarleika og reiknað inn í dæmið sveiflur gjaldmiðilsins sæju þeir að launahækkanir á Íslandi eru á pari við það sem gerist á Norðurlöndunum. Þorsteinn segir að við séum ekki að ná neinum árangri með miklum launahækkunum. Laun á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira en í viðskiptalöndum okkar. Launahækkanir hér hafi verið langt umfram umsamdar launahækkanir á hverjum tíma. Hér hafi laun verið að hækka um sjö prósent á ári að meðaltali og nærri helmingur hækkana felist í launaskriði en ekki eingöngu það sem samið sé um. Á vefsíðu SA segir að í því umhverfi sem Íslendingar séu í dag, með mjög skuldsett heimili og fyrirtæki, telji SA að það skili landsmönnum mestum árangri að kveða verðbólguna niður. Þannig sé hægt að lækka vexti, leggja grunn að nýrri sókn í atvinnumálum, skapa ný störf og tryggja Íslendingum betri lífskjör. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafi komist að sömu niðurstöðu. Vandi þeirra hafi verið hinn sami og við höfum glímt við. Of miklar launabreytingar, of há verðbólga og afar óstöðugt og fallandi gengi viðkomandi gjaldmiðils. Þau brugðu við og hafa síðan fetað nýja slóð með hækkun launa í hægum skrefum yfir langan tíma sem hefur bætt lífskjör þeirra mun meira en Íslendingum hefur tekist með miklu meiri launahækkunum en þar tíðkast. „Við eigum hins vegar val og það er hægt að snúa þróuninni við og innleiða hér norrænan árangur en til að svo megi verða þurfum við að fara að fordæmi frænda okkar og leggja áherslu á verðlagsstöðugleika og minnka sveiflur í efnahagslífinu. Það er ekki nóg að niðurstöður kjarasamninga séu í samræmi við efnahagslegar forsendur. Fyrirtækin þurfa að sýna ábyrgð og aga hvert um sig í ákvörðunum sínum um verð og laun. Til þess að ná árangri þarf samhent átak allra; aðila vinnumarkaðar, fyrirtækjanna, Seðlabankans og stjórnvalda,“ segir á vefsíðu SA.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira