Sveinn Rúnar enn fastur á Gasa Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2013 18:30 Sveinn Rúnar Hauksson beið allan gærdaginn við landamærin og reyndi árangurslaust að komst yfir til Egyptalands. Aðsend mynd Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína komst ekki yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands í dag en hann hefur árangurslaust reynt að komast yfir landamærin og áfram til Kairó í ellefu daga. „Egyptar lokuðu einfaldlega. Þeir hleyptu þremur rútum í gegn fyrir klukkan ellefu í morgun. Síðan var þetta bara hægagangur og fjórða rútan komst aldrei inn á brottfararsvæðið, en ég var ásamt öðrum í henni,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir erfitt að fá skýringar á þessum seinagangi sem bitni á þúsundum manna. En hann ætlaði að ná flugi frá Kairó í fyrramálið og hefur nú þegar keypt tvo flugmiða sem ekki nýtast. „Ég hef engar vonir um að komast yfir á næstu dögum. Það er föstudagur á morgun og þá er alltaf lokað. Og það er alls ekki við því búist að þarna verði opnað aftur næstu vikuna,“ segir hann. Sveinn Rúnar segir að nú muni hann gera tilraun til að komast frá Gasa Ísraels meginn en það ferli taki langan tíma. Hann verði því að öllum líkindum í a.m.k tvær vikur til viðbótar á Gasa. Tíminn fer mikið í bið en getur hann orðið að einhverju gagni á meðan hann bíður? „Já, já ég er alveg ákveðinn í að nota þennan tíma,“ svarar Sveinn Rúnar. Hann muni t.d. flytja fyrirlestur í læknadeild annars af stærri háskólum svæðisins og flytja erindi um fíknivanda í íslamska háskólanum. „Og það er mikill áhugi vegna þess að vandamálið er að verða mjög stórt hérna, sem ekki var áður. Það er engin drykkja á fólki, það er ekkert áfengi sem heitið getur fyrir utan lítilsháttar heimabrugg. En vandamálið er tramadol og hass og það er brýn þörf á meðferðarstöð hérna,“ segir Sveinn Rúnar sem situr ekki auðum höndum á meðan hann bíður þess að komast heim frá Gasa. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína komst ekki yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands í dag en hann hefur árangurslaust reynt að komast yfir landamærin og áfram til Kairó í ellefu daga. „Egyptar lokuðu einfaldlega. Þeir hleyptu þremur rútum í gegn fyrir klukkan ellefu í morgun. Síðan var þetta bara hægagangur og fjórða rútan komst aldrei inn á brottfararsvæðið, en ég var ásamt öðrum í henni,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir erfitt að fá skýringar á þessum seinagangi sem bitni á þúsundum manna. En hann ætlaði að ná flugi frá Kairó í fyrramálið og hefur nú þegar keypt tvo flugmiða sem ekki nýtast. „Ég hef engar vonir um að komast yfir á næstu dögum. Það er föstudagur á morgun og þá er alltaf lokað. Og það er alls ekki við því búist að þarna verði opnað aftur næstu vikuna,“ segir hann. Sveinn Rúnar segir að nú muni hann gera tilraun til að komast frá Gasa Ísraels meginn en það ferli taki langan tíma. Hann verði því að öllum líkindum í a.m.k tvær vikur til viðbótar á Gasa. Tíminn fer mikið í bið en getur hann orðið að einhverju gagni á meðan hann bíður? „Já, já ég er alveg ákveðinn í að nota þennan tíma,“ svarar Sveinn Rúnar. Hann muni t.d. flytja fyrirlestur í læknadeild annars af stærri háskólum svæðisins og flytja erindi um fíknivanda í íslamska háskólanum. „Og það er mikill áhugi vegna þess að vandamálið er að verða mjög stórt hérna, sem ekki var áður. Það er engin drykkja á fólki, það er ekkert áfengi sem heitið getur fyrir utan lítilsháttar heimabrugg. En vandamálið er tramadol og hass og það er brýn þörf á meðferðarstöð hérna,“ segir Sveinn Rúnar sem situr ekki auðum höndum á meðan hann bíður þess að komast heim frá Gasa.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira