Innlent

„Samfélagið allt var í afneitun á þessum tíma“

„Ég að við þurfum að hafa í huga það tímabil sem er verið að fjalla um í þessum efnum, það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma. Það sem kemur við mann í þessum málum eru þessi ítrekuðu brot. Ég ætla rétt að vona að slíkt sé ekki mögulegt í dag. En þáttur Kastljós í gær var góð áminning um það sem getur gerst þegar samfélagið heldur ekki árverkni sinni."

Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um umfjöllun síðustu daga um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem viðurkennt hefur að hafa brotið á hátt í 50 börnum á síðustu áratugum.

„Það er alveg ljóst að samfélagið allt á þessum tíma var í afneitun um þessi vandamál," segir Bragi. „Þess vegna gátu þessir menn, Karl Vignir og fleiri, gengið í börn, ítrekað og árum saman."

Bjarni segir að margt og mikið hafi verið gert í þessum málum á síðustu árum.

„Það er lítill hópur kynferðisbrotamanna sem er haldinn alvarlegri barnagirnd. Það er kannski það sem við þurfum að horfast í augu við og koma upp almennilegu eftirlitskerfi sem nær utan um þessa einstaklinga sem ekki geta stjórnað eigin hvötum."

Hann bendir á að ekkert slíkt kerfi sé fullkomið. Engu að síður sé augljóst að fjölþættar aðgerðirm sem miða að því að einangra þennan hóp síbrotamanna. Að sama skapi skiptir miklu máli að fylgja eftir málum slíkra níðinga eftir dóm eða afplánun.

„En svo kemur að því að þessir menn ljúka sinni afplánun og snúa aftur út í samfélagið. Það eru ekki nægar lagaheimilidir til staðar til þess að unnt sé að halda uppi eftirliti með þeim. Sumir kæra sig ekki um meðferð."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×