Fá úrræði fyrir þá sem þjást af barnagirnd Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2013 22:17 „Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks," segir Annar Kristín Newton, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa brotið gegn hátt í 50 börnum á síðustu áratugum. Hann hefur aldrei þurft að sæta meðferð vegna barnagirndar. Síðustu ár hefur Anna Kristín komið að meðferðum fyrir einstaklinga sem þjást af barnagirnd og óeðlilegri kynhegðun, í samvinnu við Barnaverndarstofu og aðra sálfræðinga. Anna Kristín segir að hefðbundin meðferð við barnagirnd sé bæði löng og ströng. Þetta sé sérhæfð meðferð sem taki til fjölmargra þátta og þar sé kynferðisþátturinn fyrirferðamikill. „En samhliða slíkri meðferð er mikilvægt að vinna með viðhorf þessara einstaklinga til brotsins og afleiðingum þess, sem og brotaþolans," segir Anna Kristín. „Oft á tíðum eiga þessir einstaklingar erfitt með samskipti, eru félagslega einangraðir eða lokaðir."Anna Kristín segir að þeir sem sækist eftir aðstoð vegna barnagirndar séu oftar en ekki búnir að brjóta af sér. „Það er kannski algengast vegna þess að það eru engin önnur úrræði sem standa til boða. Að minnsta kosti ekki augljós úrræði."Sp. blm. En hvert á þetta fólk að leita? „Það eru nokkrir starfandi sálfræðingar og geðlæknar sem hafa tekið að sér slík mál," segir Annar Kristín en bætir við að slíkri þjónustu sé sannarlega ábótavant. „Það vantar einhvers konar teymi eða hóp sem sinnir tilfellum þar sem um er að einstaklinga sem geta valdið öðrum og sjálfum sér miklum skaða." Hún bendir á að flestir þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð séu undir eftirliti þegar reynslulausn hefst, sem meðal annars fellst í sálfræðilegri meðferð. „Hins vegar, þegar þeim tíma lýkur, þá er í rauninni ekki neitt að gerast. Það er bæði erfitt og dýrt. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af ríkinu með neinum hætti og við erum hér að tala um meðferð sem er margfalt lengri en flest allar meðferðir."Sp. blm. Hvað getum við gert til að fyrirbyggja brot eins og þessi? „Því eldra sem fólk verður því fastmótaðra verður það og því mun erfiðara verður að ná fram breytingum. Út frá samfélaginu í heild sinni þá er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir og virkir þátttakendur í kynheilbrigði. Að þau ræði við börn sín um hvernig hlutirnir eru — ekki aðeins með tilliti til kynlífs — heldur að þau ræði um heilbrigð samskipti fólks. Ég myndi áætla svo að það væri sjálft kynheilbrigði ungmenna sem sé nauðsynlegt að huga að." Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks," segir Annar Kristín Newton, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa brotið gegn hátt í 50 börnum á síðustu áratugum. Hann hefur aldrei þurft að sæta meðferð vegna barnagirndar. Síðustu ár hefur Anna Kristín komið að meðferðum fyrir einstaklinga sem þjást af barnagirnd og óeðlilegri kynhegðun, í samvinnu við Barnaverndarstofu og aðra sálfræðinga. Anna Kristín segir að hefðbundin meðferð við barnagirnd sé bæði löng og ströng. Þetta sé sérhæfð meðferð sem taki til fjölmargra þátta og þar sé kynferðisþátturinn fyrirferðamikill. „En samhliða slíkri meðferð er mikilvægt að vinna með viðhorf þessara einstaklinga til brotsins og afleiðingum þess, sem og brotaþolans," segir Anna Kristín. „Oft á tíðum eiga þessir einstaklingar erfitt með samskipti, eru félagslega einangraðir eða lokaðir."Anna Kristín segir að þeir sem sækist eftir aðstoð vegna barnagirndar séu oftar en ekki búnir að brjóta af sér. „Það er kannski algengast vegna þess að það eru engin önnur úrræði sem standa til boða. Að minnsta kosti ekki augljós úrræði."Sp. blm. En hvert á þetta fólk að leita? „Það eru nokkrir starfandi sálfræðingar og geðlæknar sem hafa tekið að sér slík mál," segir Annar Kristín en bætir við að slíkri þjónustu sé sannarlega ábótavant. „Það vantar einhvers konar teymi eða hóp sem sinnir tilfellum þar sem um er að einstaklinga sem geta valdið öðrum og sjálfum sér miklum skaða." Hún bendir á að flestir þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð séu undir eftirliti þegar reynslulausn hefst, sem meðal annars fellst í sálfræðilegri meðferð. „Hins vegar, þegar þeim tíma lýkur, þá er í rauninni ekki neitt að gerast. Það er bæði erfitt og dýrt. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af ríkinu með neinum hætti og við erum hér að tala um meðferð sem er margfalt lengri en flest allar meðferðir."Sp. blm. Hvað getum við gert til að fyrirbyggja brot eins og þessi? „Því eldra sem fólk verður því fastmótaðra verður það og því mun erfiðara verður að ná fram breytingum. Út frá samfélaginu í heild sinni þá er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir og virkir þátttakendur í kynheilbrigði. Að þau ræði við börn sín um hvernig hlutirnir eru — ekki aðeins með tilliti til kynlífs — heldur að þau ræði um heilbrigð samskipti fólks. Ég myndi áætla svo að það væri sjálft kynheilbrigði ungmenna sem sé nauðsynlegt að huga að."
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira