Fá úrræði fyrir þá sem þjást af barnagirnd Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2013 22:17 „Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks," segir Annar Kristín Newton, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa brotið gegn hátt í 50 börnum á síðustu áratugum. Hann hefur aldrei þurft að sæta meðferð vegna barnagirndar. Síðustu ár hefur Anna Kristín komið að meðferðum fyrir einstaklinga sem þjást af barnagirnd og óeðlilegri kynhegðun, í samvinnu við Barnaverndarstofu og aðra sálfræðinga. Anna Kristín segir að hefðbundin meðferð við barnagirnd sé bæði löng og ströng. Þetta sé sérhæfð meðferð sem taki til fjölmargra þátta og þar sé kynferðisþátturinn fyrirferðamikill. „En samhliða slíkri meðferð er mikilvægt að vinna með viðhorf þessara einstaklinga til brotsins og afleiðingum þess, sem og brotaþolans," segir Anna Kristín. „Oft á tíðum eiga þessir einstaklingar erfitt með samskipti, eru félagslega einangraðir eða lokaðir."Anna Kristín segir að þeir sem sækist eftir aðstoð vegna barnagirndar séu oftar en ekki búnir að brjóta af sér. „Það er kannski algengast vegna þess að það eru engin önnur úrræði sem standa til boða. Að minnsta kosti ekki augljós úrræði."Sp. blm. En hvert á þetta fólk að leita? „Það eru nokkrir starfandi sálfræðingar og geðlæknar sem hafa tekið að sér slík mál," segir Annar Kristín en bætir við að slíkri þjónustu sé sannarlega ábótavant. „Það vantar einhvers konar teymi eða hóp sem sinnir tilfellum þar sem um er að einstaklinga sem geta valdið öðrum og sjálfum sér miklum skaða." Hún bendir á að flestir þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð séu undir eftirliti þegar reynslulausn hefst, sem meðal annars fellst í sálfræðilegri meðferð. „Hins vegar, þegar þeim tíma lýkur, þá er í rauninni ekki neitt að gerast. Það er bæði erfitt og dýrt. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af ríkinu með neinum hætti og við erum hér að tala um meðferð sem er margfalt lengri en flest allar meðferðir."Sp. blm. Hvað getum við gert til að fyrirbyggja brot eins og þessi? „Því eldra sem fólk verður því fastmótaðra verður það og því mun erfiðara verður að ná fram breytingum. Út frá samfélaginu í heild sinni þá er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir og virkir þátttakendur í kynheilbrigði. Að þau ræði við börn sín um hvernig hlutirnir eru — ekki aðeins með tilliti til kynlífs — heldur að þau ræði um heilbrigð samskipti fólks. Ég myndi áætla svo að það væri sjálft kynheilbrigði ungmenna sem sé nauðsynlegt að huga að." Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks," segir Annar Kristín Newton, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa brotið gegn hátt í 50 börnum á síðustu áratugum. Hann hefur aldrei þurft að sæta meðferð vegna barnagirndar. Síðustu ár hefur Anna Kristín komið að meðferðum fyrir einstaklinga sem þjást af barnagirnd og óeðlilegri kynhegðun, í samvinnu við Barnaverndarstofu og aðra sálfræðinga. Anna Kristín segir að hefðbundin meðferð við barnagirnd sé bæði löng og ströng. Þetta sé sérhæfð meðferð sem taki til fjölmargra þátta og þar sé kynferðisþátturinn fyrirferðamikill. „En samhliða slíkri meðferð er mikilvægt að vinna með viðhorf þessara einstaklinga til brotsins og afleiðingum þess, sem og brotaþolans," segir Anna Kristín. „Oft á tíðum eiga þessir einstaklingar erfitt með samskipti, eru félagslega einangraðir eða lokaðir."Anna Kristín segir að þeir sem sækist eftir aðstoð vegna barnagirndar séu oftar en ekki búnir að brjóta af sér. „Það er kannski algengast vegna þess að það eru engin önnur úrræði sem standa til boða. Að minnsta kosti ekki augljós úrræði."Sp. blm. En hvert á þetta fólk að leita? „Það eru nokkrir starfandi sálfræðingar og geðlæknar sem hafa tekið að sér slík mál," segir Annar Kristín en bætir við að slíkri þjónustu sé sannarlega ábótavant. „Það vantar einhvers konar teymi eða hóp sem sinnir tilfellum þar sem um er að einstaklinga sem geta valdið öðrum og sjálfum sér miklum skaða." Hún bendir á að flestir þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð séu undir eftirliti þegar reynslulausn hefst, sem meðal annars fellst í sálfræðilegri meðferð. „Hins vegar, þegar þeim tíma lýkur, þá er í rauninni ekki neitt að gerast. Það er bæði erfitt og dýrt. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af ríkinu með neinum hætti og við erum hér að tala um meðferð sem er margfalt lengri en flest allar meðferðir."Sp. blm. Hvað getum við gert til að fyrirbyggja brot eins og þessi? „Því eldra sem fólk verður því fastmótaðra verður það og því mun erfiðara verður að ná fram breytingum. Út frá samfélaginu í heild sinni þá er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir og virkir þátttakendur í kynheilbrigði. Að þau ræði við börn sín um hvernig hlutirnir eru — ekki aðeins með tilliti til kynlífs — heldur að þau ræði um heilbrigð samskipti fólks. Ég myndi áætla svo að það væri sjálft kynheilbrigði ungmenna sem sé nauðsynlegt að huga að."
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira