Innlent

Tekinn með amfetamín og sverð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglan lagði hald á sverð í eigu mannsins.
Lögreglan lagði hald á sverð í eigu mannsins.
Talsvert af amfetamíni fannst við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði um helgina. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn var gríðarleg kannabislykt í umræddri íbúð. Þar voru fyrir karlmaður og kona, bæði í annarlegu ástandi. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem maðurinn viðurkenndi að eiga efnin. Jafnframt var haldlagt sverð í hans eigu, sem fannst við húsleitina.

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann viðurkenndi neyslu og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kannabisefna. Þrír farþegar voru í bifreiðinni og afhenti einn þeirra lögreglumönnum kannabisblandaðan tóbaksvafning. Annar farþegi framvísaði smáræði af kannabis sem hann var með í krukku í úlpuvasa sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×