Innlent

Íslenskt félag í eigu Julian Assange ekki skilað ársreikningi

Julian Assange stofnandi Wikileaks.
Julian Assange stofnandi Wikileaks. MYND/AFP
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að íslenskt félag sem m.a. er í eigu Julian Assange stofnanda Wikileaks hafi ekki skilað nema einum ársreikningi af þremur.

Sigurður skrifar um málið í pistli á Pressan.is. Um er að ræða fyrirtækið Sunshine Press Productions ehf. en Sigurður segir að það félag hafi Julian Assange stofnað hér á landi ásamt Kristni Hrafnssyni fyrrum fréttamanni og tveimur öðrum.

Í pistlinum skrifar Sigurður ennfremur:

„Þetta hlutafélag þeirra Julian og Kristins hefur ekki skilað nema einum ársreikningi af þremur, sem það ætti að vera búið að skila til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Kastljós ríkissjónvarpsins hefur ekki gengið í rannsókn á þessu lögbroti. Lætur það sér þó fá efnahags- og fjármunabrot óviðkomandi.

Samkvæmt þeim eina ársreikningi sem liggur fyrir er eigið fé Sunshine Press Productions ehf., neikvætt og félagið í um 19 milljóna skuld við erlendan aðila. Í dómi Hæstaréttar frá því í apríl í vor má sjá að Sunshine Press Productions ehf., sé rekstraraðili WikiLeaks og ætti því að hafa nokkra veltu, sem sennilega er skattskyld hér á landi. Væntanlega verður upplýst um þetta bráðlega af hálfu einhvers uppljóstrara sem vinnur í nafni gagnsæis, eins og Birgitta, Julian og Kristinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×