Innlent

Lögreglan stöðvaði 830 ökumenn í sérstöku eftirliti síðustu helgi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Stefán Karlsson
Átta hundruð og þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu.

Fimm ökumannanna reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér.

Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum.

Við umferðareftirlitið um helgina naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar félaga sinna frá embætti ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×