Breytt verklag í kynferðisbrotamálum vekur reiði þolenda: "Nauðsynlegt fyrir sálina að kærur hafi afleiðingar" Hrund Þórsdóttir skrifar 9. desember 2013 20:00 Þegar kynferðisbrot voru kærð var venjan að kalla meinta gerendur í skýrslutöku en í kjölfar holskeflu slíkra kæra á fyrri hluta þessa árs hefur lögregla breytt verklagsreglum vegna tilmæla frá ríkissaksóknara. Nú eru meintir gerendur ekki lengur kallaðir í skýrslutöku ef sökin er augljóslega fyrnd og þetta eru þolendur kynferðisbrota ósáttir við. Ungur maður sem kærði fyrnt brot í upphafi ársins fékk nýlega upplýsingar um breyttar reglur og hefur þetta að segja: „Ég vissi alltaf að hann yrði ekki ákærður en fannst bót í máli að hann væri alla vega látinn svara fyrir gjörðir sínar. Hann kemst svo ódýrt frá þessu, fær bara bréf frá lögreglunni sem hann getur hent og þarf aldrei að hugsa um þetta aftur.“ Hann gagnrýnir jafnframt að breytingin hafi ekki verið tilkynnt og vissi réttargæslumaður hans til dæmis ekki af henni. Ungi maðurinn segir að hugsanlega hefði hann dregið kæru sína til baka hefði hann vitað að hinn kærði yrði laus allra mála. „Ég steig fram og opnaði mig en græddi ekkert á því og nú hefur maðurinn sem misnotaði mig nafnið mitt, sem mér finnst mjög óþægilegt.“ Henry Ragnarsson kærði Karl Vigni Þorsteinsson fyrir kynferðisbrot sem var fyrnt og hann er á sama máli og ungi maðurinn. „Ég tel þetta stórt skref afturábak. Það er alveg nógu erfitt fyrir þolendur að horfast í augu við sjálfa sig og taka þá ákvörðun að þetta sé ekki þeim sjálfum að kenna, þótt ríkið spyrni svo ekki líka á móti. Þótt málið fari kannski ekki lengra þá skipta viðbrögð fólks í kringum mann miklu meira máli en að gerandinn sijti inni eða annað. Það er nauðsynlegt fyrir sálartetrið að kærur hafi einhverjar afleiðingar í för með sér,“ segir Henry. Karl Vignir játaði nokkur fyrnd brot og Henry telur víst að fleiri myndu gera það sama yrðu þeir kallaðir fyrir lögreglu. „Þegar menn eru teknir og settir í dagsbirtuna er möguleiki á að þeir brotni niður og segi sannleikann. Svo er líka annað; eru þeir ennþá að þessu og gætu skýrsutökur kannski hrætt þá frá því að halda áfram?“ Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þegar kynferðisbrot voru kærð var venjan að kalla meinta gerendur í skýrslutöku en í kjölfar holskeflu slíkra kæra á fyrri hluta þessa árs hefur lögregla breytt verklagsreglum vegna tilmæla frá ríkissaksóknara. Nú eru meintir gerendur ekki lengur kallaðir í skýrslutöku ef sökin er augljóslega fyrnd og þetta eru þolendur kynferðisbrota ósáttir við. Ungur maður sem kærði fyrnt brot í upphafi ársins fékk nýlega upplýsingar um breyttar reglur og hefur þetta að segja: „Ég vissi alltaf að hann yrði ekki ákærður en fannst bót í máli að hann væri alla vega látinn svara fyrir gjörðir sínar. Hann kemst svo ódýrt frá þessu, fær bara bréf frá lögreglunni sem hann getur hent og þarf aldrei að hugsa um þetta aftur.“ Hann gagnrýnir jafnframt að breytingin hafi ekki verið tilkynnt og vissi réttargæslumaður hans til dæmis ekki af henni. Ungi maðurinn segir að hugsanlega hefði hann dregið kæru sína til baka hefði hann vitað að hinn kærði yrði laus allra mála. „Ég steig fram og opnaði mig en græddi ekkert á því og nú hefur maðurinn sem misnotaði mig nafnið mitt, sem mér finnst mjög óþægilegt.“ Henry Ragnarsson kærði Karl Vigni Þorsteinsson fyrir kynferðisbrot sem var fyrnt og hann er á sama máli og ungi maðurinn. „Ég tel þetta stórt skref afturábak. Það er alveg nógu erfitt fyrir þolendur að horfast í augu við sjálfa sig og taka þá ákvörðun að þetta sé ekki þeim sjálfum að kenna, þótt ríkið spyrni svo ekki líka á móti. Þótt málið fari kannski ekki lengra þá skipta viðbrögð fólks í kringum mann miklu meira máli en að gerandinn sijti inni eða annað. Það er nauðsynlegt fyrir sálartetrið að kærur hafi einhverjar afleiðingar í för með sér,“ segir Henry. Karl Vignir játaði nokkur fyrnd brot og Henry telur víst að fleiri myndu gera það sama yrðu þeir kallaðir fyrir lögreglu. „Þegar menn eru teknir og settir í dagsbirtuna er möguleiki á að þeir brotni niður og segi sannleikann. Svo er líka annað; eru þeir ennþá að þessu og gætu skýrsutökur kannski hrætt þá frá því að halda áfram?“
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent