Innlent

Fékk risaeðlu í skófluna

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Beinagrindin sem fannst í Alberta, Kanada.
Beinagrindin sem fannst í Alberta, Kanada.
Verktakafyrirtæki í bænum Grande Prairie í Alberta, Kanada átti líklega ekki von á því að finna leifar af risaeðlu þegar þeir grófu fyrir olíuleiðslu. Starfsmenn frá fyrirtækinu Tourmaline Oil grófu aðeins niður um einn og hálfan metra en þegar vinnuvél fyrirtækisins gróf upp beinagrind í stað mold og grjóts þá voru framkvæmdir stöðvaðar. Í ljós hefur komið að beinagrindin er af riðsaeðlu.

Búið er að stöðva allar framkvæmdir á svæðinu og hafa sérfræðingar frá Royal Tyrrell safninu í Alberta og fornleifafræðingar í Kanada skoðað beinagrindina. Þeir eru einu máli að hún sé af risaeðlu.

Beinagrindin sem fannst er um tveggja metra löng og er líklega hali risaeðlunar. Ljóst er að talsverð töf verður á framkvæmdum á svæðinu vegna þessa en næstu dagar fara í að hreinsa svæðið í kringum beinagrindina. Frekari leifar af risaeðlunni gætu í kjölfarið komið í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×