Kornsnákurinn alveg meinlaus: Froskar, leðurblökur og tarantúlur fundist Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2013 15:09 Meðal dýra sem fundist hafa á íslandi eru leðurblökur, tarantúlur, snákar og eðlur. „Þetta er nú frekar algengt gæludýr sem er alveg meinlaust. Þau eru ræktuð hér á landi og ganga kaupum og sölum á milli manna. Ég gæti best trúað að þetta unga kvikindi hafi dottið úr vasa hjá viðskiptavini,“ segir Konráð Magnússon, meindýraeyðir hjá Firringu, sem fangaði og fargaði kornsnáki í verslun Krónunnar í Kórahverfinu í Kópavogi fyrr í dag.Eins og fram kom á Vísi sá ung stúlka kornsnákinn liðast um gólfið í matvöruversluninni í dag. Þegar Konráð kom á vettvang hafði snákurinn hniprað sig saman í horni verslunarinnar. „Þetta var svo lítið dýr, um 20 sentimetrar. Mér finnst fólk nú vera að búa til úlfalda úr mýflugu í þessu máli. Ég kramdi hann bara milli fingra mér,“ segir Konráð. Af myndbandi að dæma sem náðist af snáknum er hann þó töluvert lengri en 20 sentimetrar. Ýmis dýr hafa skotið upp kollinum á Íslandi síðustu ár. Má þar meðal annars nefna eðlur, froska, tarantúlur og aðrar kóngulær, leðurblökur og snáka. Það er fyrir utan flugur og mýs. „Ég hef ekki fengið froska en allt hitt,“ segir Konráð og hlær. „Það er hópur manna hér á landi sem hefur áhuga á þessum dýrum og ræktar þau. Það má finna eðlur, tarantúlur og snáka út um alla borg. Dýrin eiga það þó öll sameiginlegt að vera algjörlega meinlaus. Ég er ekki sérfræðingur í kóngulóm en það eru tvær tegundir af tarantúlum sem við höfum séð hér á landi, brún og svört, og sú brúna sem er algengari er alveg meinlaus.“ Konráð segir að starfsfólk Krónunnar hafi brugðist hárrétt við þegar kornsnákurinn gerði vart við sig. Það hafi hringt strax í hann en ekki reynt einhvern hetjuskap með því að fanga kvikindið. „Þó kornsnákurinn hafi verið alveg meinlaus brást starfsfólkið alveg rétt við. Það er einu sinni þannig að minnstu dýrin eru oft þau hættulegustu,“ segir Konráð. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
„Þetta er nú frekar algengt gæludýr sem er alveg meinlaust. Þau eru ræktuð hér á landi og ganga kaupum og sölum á milli manna. Ég gæti best trúað að þetta unga kvikindi hafi dottið úr vasa hjá viðskiptavini,“ segir Konráð Magnússon, meindýraeyðir hjá Firringu, sem fangaði og fargaði kornsnáki í verslun Krónunnar í Kórahverfinu í Kópavogi fyrr í dag.Eins og fram kom á Vísi sá ung stúlka kornsnákinn liðast um gólfið í matvöruversluninni í dag. Þegar Konráð kom á vettvang hafði snákurinn hniprað sig saman í horni verslunarinnar. „Þetta var svo lítið dýr, um 20 sentimetrar. Mér finnst fólk nú vera að búa til úlfalda úr mýflugu í þessu máli. Ég kramdi hann bara milli fingra mér,“ segir Konráð. Af myndbandi að dæma sem náðist af snáknum er hann þó töluvert lengri en 20 sentimetrar. Ýmis dýr hafa skotið upp kollinum á Íslandi síðustu ár. Má þar meðal annars nefna eðlur, froska, tarantúlur og aðrar kóngulær, leðurblökur og snáka. Það er fyrir utan flugur og mýs. „Ég hef ekki fengið froska en allt hitt,“ segir Konráð og hlær. „Það er hópur manna hér á landi sem hefur áhuga á þessum dýrum og ræktar þau. Það má finna eðlur, tarantúlur og snáka út um alla borg. Dýrin eiga það þó öll sameiginlegt að vera algjörlega meinlaus. Ég er ekki sérfræðingur í kóngulóm en það eru tvær tegundir af tarantúlum sem við höfum séð hér á landi, brún og svört, og sú brúna sem er algengari er alveg meinlaus.“ Konráð segir að starfsfólk Krónunnar hafi brugðist hárrétt við þegar kornsnákurinn gerði vart við sig. Það hafi hringt strax í hann en ekki reynt einhvern hetjuskap með því að fanga kvikindið. „Þó kornsnákurinn hafi verið alveg meinlaus brást starfsfólkið alveg rétt við. Það er einu sinni þannig að minnstu dýrin eru oft þau hættulegustu,“ segir Konráð.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira