Fræðsla barna er ekki málið Sæunn Kjartansdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldismál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðisbrotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldismálum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkamlegur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega samsek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýðingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég óttast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með.Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúpstæð og nístandi sektarkennd þolenda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum fullorðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmyndir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sektarkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við foreldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hvenær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í samskiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leystur með samstilltum aðgerðum foreldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kynferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldismál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðisbrotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldismálum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkamlegur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega samsek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýðingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég óttast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með.Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúpstæð og nístandi sektarkennd þolenda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum fullorðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmyndir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sektarkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við foreldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hvenær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í samskiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leystur með samstilltum aðgerðum foreldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun