Stúdentar auglýsa eftir norrænu velferðinni Davíð Ingi Magnússon skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin. Því miður sér ekki fyrir endann á biðlistunum og stúdentar þurfa því að leigja sér húsnæði á dýrasta stað landsins þar sem meðaltal fermetraverðs á leiguíbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar mínir standast kostar því 125.000 kr. að leigja 50 fermetra kjallarakytru. Það er nægilega stór biti til að kafna á þegar námslánin eru einungis 140.600 kr. á mánuði. Ef við opnum augun, þó það sé ekki nema örlítið, þá liggur það í augum uppi að dæmið gengur ekki upp.Fyrst að námslánin eru ekki hækkuð hvað er þá til ráða? Markmið laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þar sem námsmenn eru tekjulægsti hópur samfélagsins með 32.009 kr. minna til ráðstöfunar en atvinnulausir teljum við að breytinga sé þörf. Snemma á árinu 2012 var send breytingartillaga frá Stúdentaráði Háskóla Íslands á lögum um húsaleigubætur. Í stuttu máli sagt var breytingunni ætlað að koma til móts við húsnæðisvanda námsmanna með því að skilyrði til greiðslu húsaleigubóta til námsmanna væru rýmkuð. Rýmkunin fólst í því hagræði að ef tveir stúdentar eða fleiri leigja saman á almennum markaði þá hlýtur hver og einn húsaleigubætur í stað einungis einfaldra húsaleigubóta á hverja íbúð líkt og kerfið segir til um í dag. Sveitarfélögin, þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þurfa ekki að óttast að verða fyrir miklum útgjöldum þó að svigrúmið til húsaleigubóta verði aukið.Augljóst ósamræmi Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúdentar lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að þeir búi og stundi sitt nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um húsaleigubætur hljóta námsmenn húsaleigubætur í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili, ekki búsetu. Því munu þeir stúdentar sem búa í Reykjavík en eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi hljóta húsaleigubætur úr sínu „heima“ sveitarfélagi. Í öðru lagi ef stúdentinn ákveður að búa í Reykjavík þá greiðir hann sitt útsvar til Reykjavíkur. Í þriðja lagi verslar stúdentinn í því sveitarfélagi þar sem hann stundar nám og styrkir því sveitarfélagið til muna. Sveitarfélög, ríkisstjórnin og stúdentar eru sammála um að í hinum fullkomna heimi myndu allir stúdentar sem það vilja búa á stúdentagörðum. Stúdentar sem þar búa fá samkvæmt núverandi lögum fullar húsaleigubætur en framboðið á íbúðunum er einfaldlega ekki nægilegt. Því neyðast stúdentar til þess að leigja saman dýrar íbúðir á almennum markaði og fá þá ekki fullar húsaleigubætur heldur þurfa að deila þeim með meðleigjanda sínum. Þarna er augljóst ósamræmi. Allir eru sammála um að stúdentar eigi rétt á því að búa á stúdentagörðum. Er þá ekki sanngjarnt að koma til móts við þá eitt þúsund stúdenta sem eru á biðlista í dag og eru að leigja á rándýrum almennum markaði í Reykjavík og veita þeim fullar húsaleigubætur? Við auglýsum eftir norrænu velferðinni sem okkur var lofað fyrir fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin. Því miður sér ekki fyrir endann á biðlistunum og stúdentar þurfa því að leigja sér húsnæði á dýrasta stað landsins þar sem meðaltal fermetraverðs á leiguíbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar mínir standast kostar því 125.000 kr. að leigja 50 fermetra kjallarakytru. Það er nægilega stór biti til að kafna á þegar námslánin eru einungis 140.600 kr. á mánuði. Ef við opnum augun, þó það sé ekki nema örlítið, þá liggur það í augum uppi að dæmið gengur ekki upp.Fyrst að námslánin eru ekki hækkuð hvað er þá til ráða? Markmið laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þar sem námsmenn eru tekjulægsti hópur samfélagsins með 32.009 kr. minna til ráðstöfunar en atvinnulausir teljum við að breytinga sé þörf. Snemma á árinu 2012 var send breytingartillaga frá Stúdentaráði Háskóla Íslands á lögum um húsaleigubætur. Í stuttu máli sagt var breytingunni ætlað að koma til móts við húsnæðisvanda námsmanna með því að skilyrði til greiðslu húsaleigubóta til námsmanna væru rýmkuð. Rýmkunin fólst í því hagræði að ef tveir stúdentar eða fleiri leigja saman á almennum markaði þá hlýtur hver og einn húsaleigubætur í stað einungis einfaldra húsaleigubóta á hverja íbúð líkt og kerfið segir til um í dag. Sveitarfélögin, þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þurfa ekki að óttast að verða fyrir miklum útgjöldum þó að svigrúmið til húsaleigubóta verði aukið.Augljóst ósamræmi Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúdentar lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að þeir búi og stundi sitt nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um húsaleigubætur hljóta námsmenn húsaleigubætur í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili, ekki búsetu. Því munu þeir stúdentar sem búa í Reykjavík en eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi hljóta húsaleigubætur úr sínu „heima“ sveitarfélagi. Í öðru lagi ef stúdentinn ákveður að búa í Reykjavík þá greiðir hann sitt útsvar til Reykjavíkur. Í þriðja lagi verslar stúdentinn í því sveitarfélagi þar sem hann stundar nám og styrkir því sveitarfélagið til muna. Sveitarfélög, ríkisstjórnin og stúdentar eru sammála um að í hinum fullkomna heimi myndu allir stúdentar sem það vilja búa á stúdentagörðum. Stúdentar sem þar búa fá samkvæmt núverandi lögum fullar húsaleigubætur en framboðið á íbúðunum er einfaldlega ekki nægilegt. Því neyðast stúdentar til þess að leigja saman dýrar íbúðir á almennum markaði og fá þá ekki fullar húsaleigubætur heldur þurfa að deila þeim með meðleigjanda sínum. Þarna er augljóst ósamræmi. Allir eru sammála um að stúdentar eigi rétt á því að búa á stúdentagörðum. Er þá ekki sanngjarnt að koma til móts við þá eitt þúsund stúdenta sem eru á biðlista í dag og eru að leigja á rándýrum almennum markaði í Reykjavík og veita þeim fullar húsaleigubætur? Við auglýsum eftir norrænu velferðinni sem okkur var lofað fyrir fjórum árum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar