Stúdentar auglýsa eftir norrænu velferðinni Davíð Ingi Magnússon skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin. Því miður sér ekki fyrir endann á biðlistunum og stúdentar þurfa því að leigja sér húsnæði á dýrasta stað landsins þar sem meðaltal fermetraverðs á leiguíbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar mínir standast kostar því 125.000 kr. að leigja 50 fermetra kjallarakytru. Það er nægilega stór biti til að kafna á þegar námslánin eru einungis 140.600 kr. á mánuði. Ef við opnum augun, þó það sé ekki nema örlítið, þá liggur það í augum uppi að dæmið gengur ekki upp.Fyrst að námslánin eru ekki hækkuð hvað er þá til ráða? Markmið laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þar sem námsmenn eru tekjulægsti hópur samfélagsins með 32.009 kr. minna til ráðstöfunar en atvinnulausir teljum við að breytinga sé þörf. Snemma á árinu 2012 var send breytingartillaga frá Stúdentaráði Háskóla Íslands á lögum um húsaleigubætur. Í stuttu máli sagt var breytingunni ætlað að koma til móts við húsnæðisvanda námsmanna með því að skilyrði til greiðslu húsaleigubóta til námsmanna væru rýmkuð. Rýmkunin fólst í því hagræði að ef tveir stúdentar eða fleiri leigja saman á almennum markaði þá hlýtur hver og einn húsaleigubætur í stað einungis einfaldra húsaleigubóta á hverja íbúð líkt og kerfið segir til um í dag. Sveitarfélögin, þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þurfa ekki að óttast að verða fyrir miklum útgjöldum þó að svigrúmið til húsaleigubóta verði aukið.Augljóst ósamræmi Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúdentar lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að þeir búi og stundi sitt nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um húsaleigubætur hljóta námsmenn húsaleigubætur í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili, ekki búsetu. Því munu þeir stúdentar sem búa í Reykjavík en eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi hljóta húsaleigubætur úr sínu „heima“ sveitarfélagi. Í öðru lagi ef stúdentinn ákveður að búa í Reykjavík þá greiðir hann sitt útsvar til Reykjavíkur. Í þriðja lagi verslar stúdentinn í því sveitarfélagi þar sem hann stundar nám og styrkir því sveitarfélagið til muna. Sveitarfélög, ríkisstjórnin og stúdentar eru sammála um að í hinum fullkomna heimi myndu allir stúdentar sem það vilja búa á stúdentagörðum. Stúdentar sem þar búa fá samkvæmt núverandi lögum fullar húsaleigubætur en framboðið á íbúðunum er einfaldlega ekki nægilegt. Því neyðast stúdentar til þess að leigja saman dýrar íbúðir á almennum markaði og fá þá ekki fullar húsaleigubætur heldur þurfa að deila þeim með meðleigjanda sínum. Þarna er augljóst ósamræmi. Allir eru sammála um að stúdentar eigi rétt á því að búa á stúdentagörðum. Er þá ekki sanngjarnt að koma til móts við þá eitt þúsund stúdenta sem eru á biðlista í dag og eru að leigja á rándýrum almennum markaði í Reykjavík og veita þeim fullar húsaleigubætur? Við auglýsum eftir norrænu velferðinni sem okkur var lofað fyrir fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru þúsund stúdentar á biðlista eftir íbúð á Stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta. Það er mikið í fámennu samfélagi og fleiri en íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar og Bolungarvíkur svo örfá dæmi séu tekin. Því miður sér ekki fyrir endann á biðlistunum og stúdentar þurfa því að leigja sér húsnæði á dýrasta stað landsins þar sem meðaltal fermetraverðs á leiguíbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar mínir standast kostar því 125.000 kr. að leigja 50 fermetra kjallarakytru. Það er nægilega stór biti til að kafna á þegar námslánin eru einungis 140.600 kr. á mánuði. Ef við opnum augun, þó það sé ekki nema örlítið, þá liggur það í augum uppi að dæmið gengur ekki upp.Fyrst að námslánin eru ekki hækkuð hvað er þá til ráða? Markmið laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þar sem námsmenn eru tekjulægsti hópur samfélagsins með 32.009 kr. minna til ráðstöfunar en atvinnulausir teljum við að breytinga sé þörf. Snemma á árinu 2012 var send breytingartillaga frá Stúdentaráði Háskóla Íslands á lögum um húsaleigubætur. Í stuttu máli sagt var breytingunni ætlað að koma til móts við húsnæðisvanda námsmanna með því að skilyrði til greiðslu húsaleigubóta til námsmanna væru rýmkuð. Rýmkunin fólst í því hagræði að ef tveir stúdentar eða fleiri leigja saman á almennum markaði þá hlýtur hver og einn húsaleigubætur í stað einungis einfaldra húsaleigubóta á hverja íbúð líkt og kerfið segir til um í dag. Sveitarfélögin, þá sérstaklega Reykjavíkurborg, þurfa ekki að óttast að verða fyrir miklum útgjöldum þó að svigrúmið til húsaleigubóta verði aukið.Augljóst ósamræmi Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúdentar lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að þeir búi og stundi sitt nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um húsaleigubætur hljóta námsmenn húsaleigubætur í því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili, ekki búsetu. Því munu þeir stúdentar sem búa í Reykjavík en eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi hljóta húsaleigubætur úr sínu „heima“ sveitarfélagi. Í öðru lagi ef stúdentinn ákveður að búa í Reykjavík þá greiðir hann sitt útsvar til Reykjavíkur. Í þriðja lagi verslar stúdentinn í því sveitarfélagi þar sem hann stundar nám og styrkir því sveitarfélagið til muna. Sveitarfélög, ríkisstjórnin og stúdentar eru sammála um að í hinum fullkomna heimi myndu allir stúdentar sem það vilja búa á stúdentagörðum. Stúdentar sem þar búa fá samkvæmt núverandi lögum fullar húsaleigubætur en framboðið á íbúðunum er einfaldlega ekki nægilegt. Því neyðast stúdentar til þess að leigja saman dýrar íbúðir á almennum markaði og fá þá ekki fullar húsaleigubætur heldur þurfa að deila þeim með meðleigjanda sínum. Þarna er augljóst ósamræmi. Allir eru sammála um að stúdentar eigi rétt á því að búa á stúdentagörðum. Er þá ekki sanngjarnt að koma til móts við þá eitt þúsund stúdenta sem eru á biðlista í dag og eru að leigja á rándýrum almennum markaði í Reykjavík og veita þeim fullar húsaleigubætur? Við auglýsum eftir norrænu velferðinni sem okkur var lofað fyrir fjórum árum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun