Þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Marteinn M. Guðgeirsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Undanfarin ár hafa margir lagt orð í belg varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Almennt skiptist fólk í tvær fylkingar, önnur fylkingin vill hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er en hin vill láta flytja hann „eitthvert annað“, s.s. á Hólmsheiði, Álftanes eða til Keflavíkur. Fólk er greinilega ekki sammála, það er bara fínt og skapar líflegar umræður. Þann 25. september sl. kynnti KPMG greinargerð, sem unnin var fyrir sjö sveitarfélög um framtíð innanlandsflugs, um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Í greinargerðinni koma fram margar áhugaverðar niðurstöður en eins og ávallt þarf að hafa forsendur í huga þegar niðurstöður eru rýndar. Dæmi um niðurstöður sem fram koma eru: Ÿ Fækkun flugferða á einstökum flugleiðum verður allt að 40%. Ÿ Innanlandsflug í núverandi mynd leggst af til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Ÿ Kostnaður við ríkisstyrkt flug eykst. Ÿ Kostnaður við sjúkraflug eykst og öryggi sjúklinga minnkar. Ÿ Ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar eykst um 6 til 7 milljarða á ári. Ÿ Landsbyggðin í heild sinni verður afskekktari þegar innanlandsflug dregst saman. Þegar þessar helstu niðurstöður eru skoðaðar finnst mér erfitt að rökstyðja að flytja eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Merkilega lítið hefur farið fyrir umræðu um þessa greinargerð. Nú virðast einhverjir hallast að því að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði. Í desember 2009 gerði Veðurstofan opinbera skýrslu sem unnin var fyrir Flugstoðir og byggir á veðurmælingum á Hólmsheiði tímabilið 11.01.2006-31.10.2009, eða í tæp fjögur ár. Þar kemur fram að nothæfisstuðull er lægri fyrir Hólmsheiði en Reykjavíkurflugvöll, sem þýðir að nothæfi flugvallar þar er minna en í Vatnsmýri. Mun það einkum vera vegna hliðarvinds annars vegar og hins vegar vegna verra skyggnis og lægri skýjahæðar. Eru Íslendingar tilbúnir að sætta sig við þjónustuskerðingu í nútímaþjóðfélagi?Óvíst um ávinning Þeir sem vilja flugvöllinn í burtu nefna gjarnan að Vatnsmýrin sé svo verðmætt byggingarland að óverjandi sé að hafa þar flugvöll. Reyndar er það þannig að mjög margir velja sér búsetu fjarri miðbænum og vilja frekar búa í úthverfum. Ég held að flestir átti sig á því að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri væri hægt að skipuleggja íbúabyggð þar að hluta og þétta byggð. Hvort fjárhagslegur ávinningur verður jafn mikill og rætt hefur verið um er óvíst. Um þessar mundir er raunverð íbúðarhúsnæðis um 35% undir því sem það fór hæst og er nú svipað og árið 2004. Líklegt verður því að telja að verðið eigi eftir að hækka verulega, sérstaklega á „verðmætasta“ byggingalandinu. Ætli það sama megi segja um kaupmátt og ráðstöfunartekjur fólks? Við skulum svo sannarlega vona það en spyrja má hvort ekki væri gáfulegra að líta til sameiningar eða samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þétta byggð með því móti? Þeir sem vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er nefna oftast nálægð við Landspítalann, þjónustu við landsbyggðina og tímasparnað m.v. að hafa hann í Keflavík eða fjarri opinberri þjónustu. Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni má færa rök fyrir því að flytja beri ákveðnar opinberar lykilstofnanir úr miðbænum nær flugvellinum, mögulega til annarra sveitarfélaga eins og Mosfellsbæjar og/eða Kópavogs. Eru Reykvíkingar til í að skoða það? Sem betur fer er þungavigtarfólk í þjóðfélaginu sem áttar sig á heildarmyndinni og má t.d. hrósa núverandi innanríkisráðherra fyrir hans framgöngu hingað til.Betri farvegur Ég hef alltaf litið á Reykjavík sem höfuðborg Íslendinga, ekki bara Reykvíkinga. Af þeirri ástæðu hefur mér fundist eðlilegt að byggja upp þjónustu í Reykjavík sem Íslendingar þurfa eða kjósa að notfæra sér. Því fylgir hins vegar ábyrgð að vera höfuðborg landsins, það verður ekki bæði haldið og sleppt. Hinn 17. mars 2001 fór fram kosning í Reykjavík um Reykjavíkurflugvöll. Borgarráð samþykkti að niðurstaðan yrði bindandi ef a.m.k. ¾ hlutar (75%) atkvæðisbærra manna í Reykjavík tækju þátt í kosningunni eða ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg. Til að gera langa sögu stutta var hvorugt þessara skilyrða uppfyllt sbr. meðfylgjandi töflu. Engu að síður er til fólk sem vísar í þessa atkvæðagreiðslu og leyfir sér að fullyrða að Reykvíkingar hafi ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýri. Mín túlkun á þessum niðurstöðum er sú að flestum Reykvíkingum hafi ekki dottið í hug að neinum væri alvara með hugleiðingum um að flytja flugvöllinn og því sátu yfir 60% þeirra heima. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er umræðan um flugvöllinn á fleygiferð en mér finnst nauðsynlegt að beina henni í betri farveg, þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar svona stórt mál er til umræðu, sem skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, og stjórnmálamenn treysta sér ekki til að taka afstöðu til er gott að þeir fái skýra leiðsögn frá þjóðinni. Rétt er að hafa í huga að þjóðin á hluta landsins í Vatnsmýri. Ég legg því til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll samhliða næstu alþingiskosningum sem munu fara fram eigi síðar en í apríl nk. Ég hef fulla trú á að meirihluti Reykvíkinga og landsmanna allra vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Við þurfum hins vegar að vita það með eins mikilli vissu og mögulegt er og að mínu mati er þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningum, besta leiðin til þess. Þannig fá líka stjórnmálamenn skýr skilaboð um næstu skref í þessu stóra máli. Ég skora því á innanríkisráðherra og ríkisstjórnina alla að hefja nú þegar undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það ekki beint lýðræði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa margir lagt orð í belg varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Almennt skiptist fólk í tvær fylkingar, önnur fylkingin vill hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er en hin vill láta flytja hann „eitthvert annað“, s.s. á Hólmsheiði, Álftanes eða til Keflavíkur. Fólk er greinilega ekki sammála, það er bara fínt og skapar líflegar umræður. Þann 25. september sl. kynnti KPMG greinargerð, sem unnin var fyrir sjö sveitarfélög um framtíð innanlandsflugs, um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Í greinargerðinni koma fram margar áhugaverðar niðurstöður en eins og ávallt þarf að hafa forsendur í huga þegar niðurstöður eru rýndar. Dæmi um niðurstöður sem fram koma eru: Ÿ Fækkun flugferða á einstökum flugleiðum verður allt að 40%. Ÿ Innanlandsflug í núverandi mynd leggst af til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Ÿ Kostnaður við ríkisstyrkt flug eykst. Ÿ Kostnaður við sjúkraflug eykst og öryggi sjúklinga minnkar. Ÿ Ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar eykst um 6 til 7 milljarða á ári. Ÿ Landsbyggðin í heild sinni verður afskekktari þegar innanlandsflug dregst saman. Þegar þessar helstu niðurstöður eru skoðaðar finnst mér erfitt að rökstyðja að flytja eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Merkilega lítið hefur farið fyrir umræðu um þessa greinargerð. Nú virðast einhverjir hallast að því að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði. Í desember 2009 gerði Veðurstofan opinbera skýrslu sem unnin var fyrir Flugstoðir og byggir á veðurmælingum á Hólmsheiði tímabilið 11.01.2006-31.10.2009, eða í tæp fjögur ár. Þar kemur fram að nothæfisstuðull er lægri fyrir Hólmsheiði en Reykjavíkurflugvöll, sem þýðir að nothæfi flugvallar þar er minna en í Vatnsmýri. Mun það einkum vera vegna hliðarvinds annars vegar og hins vegar vegna verra skyggnis og lægri skýjahæðar. Eru Íslendingar tilbúnir að sætta sig við þjónustuskerðingu í nútímaþjóðfélagi?Óvíst um ávinning Þeir sem vilja flugvöllinn í burtu nefna gjarnan að Vatnsmýrin sé svo verðmætt byggingarland að óverjandi sé að hafa þar flugvöll. Reyndar er það þannig að mjög margir velja sér búsetu fjarri miðbænum og vilja frekar búa í úthverfum. Ég held að flestir átti sig á því að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri væri hægt að skipuleggja íbúabyggð þar að hluta og þétta byggð. Hvort fjárhagslegur ávinningur verður jafn mikill og rætt hefur verið um er óvíst. Um þessar mundir er raunverð íbúðarhúsnæðis um 35% undir því sem það fór hæst og er nú svipað og árið 2004. Líklegt verður því að telja að verðið eigi eftir að hækka verulega, sérstaklega á „verðmætasta“ byggingalandinu. Ætli það sama megi segja um kaupmátt og ráðstöfunartekjur fólks? Við skulum svo sannarlega vona það en spyrja má hvort ekki væri gáfulegra að líta til sameiningar eða samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þétta byggð með því móti? Þeir sem vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er nefna oftast nálægð við Landspítalann, þjónustu við landsbyggðina og tímasparnað m.v. að hafa hann í Keflavík eða fjarri opinberri þjónustu. Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni má færa rök fyrir því að flytja beri ákveðnar opinberar lykilstofnanir úr miðbænum nær flugvellinum, mögulega til annarra sveitarfélaga eins og Mosfellsbæjar og/eða Kópavogs. Eru Reykvíkingar til í að skoða það? Sem betur fer er þungavigtarfólk í þjóðfélaginu sem áttar sig á heildarmyndinni og má t.d. hrósa núverandi innanríkisráðherra fyrir hans framgöngu hingað til.Betri farvegur Ég hef alltaf litið á Reykjavík sem höfuðborg Íslendinga, ekki bara Reykvíkinga. Af þeirri ástæðu hefur mér fundist eðlilegt að byggja upp þjónustu í Reykjavík sem Íslendingar þurfa eða kjósa að notfæra sér. Því fylgir hins vegar ábyrgð að vera höfuðborg landsins, það verður ekki bæði haldið og sleppt. Hinn 17. mars 2001 fór fram kosning í Reykjavík um Reykjavíkurflugvöll. Borgarráð samþykkti að niðurstaðan yrði bindandi ef a.m.k. ¾ hlutar (75%) atkvæðisbærra manna í Reykjavík tækju þátt í kosningunni eða ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg. Til að gera langa sögu stutta var hvorugt þessara skilyrða uppfyllt sbr. meðfylgjandi töflu. Engu að síður er til fólk sem vísar í þessa atkvæðagreiðslu og leyfir sér að fullyrða að Reykvíkingar hafi ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýri. Mín túlkun á þessum niðurstöðum er sú að flestum Reykvíkingum hafi ekki dottið í hug að neinum væri alvara með hugleiðingum um að flytja flugvöllinn og því sátu yfir 60% þeirra heima. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er umræðan um flugvöllinn á fleygiferð en mér finnst nauðsynlegt að beina henni í betri farveg, þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar svona stórt mál er til umræðu, sem skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, og stjórnmálamenn treysta sér ekki til að taka afstöðu til er gott að þeir fái skýra leiðsögn frá þjóðinni. Rétt er að hafa í huga að þjóðin á hluta landsins í Vatnsmýri. Ég legg því til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll samhliða næstu alþingiskosningum sem munu fara fram eigi síðar en í apríl nk. Ég hef fulla trú á að meirihluti Reykvíkinga og landsmanna allra vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Við þurfum hins vegar að vita það með eins mikilli vissu og mögulegt er og að mínu mati er þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningum, besta leiðin til þess. Þannig fá líka stjórnmálamenn skýr skilaboð um næstu skref í þessu stóra máli. Ég skora því á innanríkisráðherra og ríkisstjórnina alla að hefja nú þegar undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það ekki beint lýðræði?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun