Enski boltinn

Pellegrini tapaði líka fyrsta leiknum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það fer ekki vel af stað hjá nýju stjórum liðanna í Manchesterborg
Það fer ekki vel af stað hjá nýju stjórum liðanna í Manchesterborg Mynd:Nordic Photos/Getty
Sólarhring eftir að David Moyes tapaði fyrsta leik sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United varð nýráðinn stjóri nágrannanna í Manchester City, Manuel Pellerini, að játa sig sigraðann í Suður-Afríku.

Manchester United tapaði óvænt 1-0 í Tælandi og Manchester City tapaði ekki síður óvænt 2-0 fyrir Supersport. Enginn ætti þó að örvænta því aðeins er um fyrstu æfingaleiki liðanna á undirbúningstímabilinu að ræða.

Manchester City lék án Sergio Aguero, Pablo Zabaleta og Jesus Navas sem eru ekki komnir til móts við félagið.

Fernandinho sem gekk nýlega til liðs við Manchester City fyrir 30 milljónir punda lék sinn fyrsta leik fyrir félagið sem mætti liði sem endaði í sjötta sæti efstu deildar Suður-Afríku á síðustu leiktíð.

Fernandinho lék fyrri hálfleikinn en Pellegrini stillti upp sitthvoru liðinu á hálfleikunum tveimur.

Mame Niang skoraði fyrra mark Supersport á 56. mínútu. Kermit Erasmus gerði út um leikinn átta mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×