Kona, sem lögregla handtók vegna þjófnaðar í verslun við Skólavörðustíg á sjöunda tímanum í gærkvöldi, var í svo annarlegu ástandi að hún gat ekki gert grein fyrir sér.
Ýmis varningur fannst innanklæða á konunni, sem er nú látin sofa úr sér vímuna í fangaklefa þar til að hún áttar sig á hver hún er.
Þá voru tveir ökumenn teknir úr umferð á höfuborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var auk þess réttindalaus.

