Formaður SA vill þjóðarsátt um aukningu kaupmáttar Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2013 18:43 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki innlegg í málefnalega umræðu að líkja forystu samtakanna við Hitler og liðsmenn hans í birginu undir kanslarahöllinni dagana fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Samtökin vilji þjóðarsátt um að auka kaupmátt í landinu. Í yfirstandandi kjaraviðræðum er tekist á um það hvernig auka megi kaupmáttinn í landinu og hvað hægt er að auka hann mikið. En auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins hefur hleypt illu blóði í marga í verkalýðshreyfingunni. Þar er talað um að launahækkanir á undanförnum árum hafi leitt til verðlagshækkana og skynsamara sé að fara leið lítilla launahækkana til að auka og verja kaupmáttinn. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness brást sérstaklega illa við þessari auglýsingu og klippti nýjan texta við atriði úr kvikmyndinni Der Untergang með Hitler í birginu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, algerlega úr sambandi við umheiminn og heimfærir upp á stjórnendur samtaka atvinnulífsins Má ekki segja að Samtök atvinnulífsins hafi boðið upp í þennan dans með sinni auglýsingu? „Nei, ég myndi ekki segja það. Við erum að birta auglýsingu sem byggir á tölulegum staðreyndum um launaþróun hér og í samanburði við Norðurlönd. Svo aftur sviðsmynd sem Seðlabankinn hefur dregið upp varðandi hvernig hlutirnir gætu verið öðruvísi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Miklar nafnlaunahækkanir hafi ekki skilað sömu kaupmáttaraukningu og samningar hafi gert á Norðurlöndum. Launaþróun hafi leitt miklar verðlagsbreytingar allt frá þjóðarsátt fyrir um 20 árum og hækkað um 50 prósent umfram ráðleggingar Seðlabankans. Þorsteinn segir Samtök atvinnulífsins í raun boða nýja þjóðarsátt til að auka kaupmátt í ákveðnum skrefum. „Við erum að leita hér að lausn á vanda sem við erum búin að vera að glíma við í raun og veru um áratugaskeið, með einni undantekningu á tímum síðustu þjóðarsáttar. Og við erum að reyna að finna varanlega lausn á því. Við erum alltaf til í málefnalega umræðu. En þetta var ekki málefnalegt innlegg í þá umræðu,“ segir Þorsteinn. Ósmekklegt að líkja stjórn SA við Hitler og hans félaga niður í kjallara? „Við getum orðað það þannig að það er ekki góður félagsskapur að vera í,“ svarar Þorsteinn. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki innlegg í málefnalega umræðu að líkja forystu samtakanna við Hitler og liðsmenn hans í birginu undir kanslarahöllinni dagana fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Samtökin vilji þjóðarsátt um að auka kaupmátt í landinu. Í yfirstandandi kjaraviðræðum er tekist á um það hvernig auka megi kaupmáttinn í landinu og hvað hægt er að auka hann mikið. En auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins hefur hleypt illu blóði í marga í verkalýðshreyfingunni. Þar er talað um að launahækkanir á undanförnum árum hafi leitt til verðlagshækkana og skynsamara sé að fara leið lítilla launahækkana til að auka og verja kaupmáttinn. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness brást sérstaklega illa við þessari auglýsingu og klippti nýjan texta við atriði úr kvikmyndinni Der Untergang með Hitler í birginu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, algerlega úr sambandi við umheiminn og heimfærir upp á stjórnendur samtaka atvinnulífsins Má ekki segja að Samtök atvinnulífsins hafi boðið upp í þennan dans með sinni auglýsingu? „Nei, ég myndi ekki segja það. Við erum að birta auglýsingu sem byggir á tölulegum staðreyndum um launaþróun hér og í samanburði við Norðurlönd. Svo aftur sviðsmynd sem Seðlabankinn hefur dregið upp varðandi hvernig hlutirnir gætu verið öðruvísi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Miklar nafnlaunahækkanir hafi ekki skilað sömu kaupmáttaraukningu og samningar hafi gert á Norðurlöndum. Launaþróun hafi leitt miklar verðlagsbreytingar allt frá þjóðarsátt fyrir um 20 árum og hækkað um 50 prósent umfram ráðleggingar Seðlabankans. Þorsteinn segir Samtök atvinnulífsins í raun boða nýja þjóðarsátt til að auka kaupmátt í ákveðnum skrefum. „Við erum að leita hér að lausn á vanda sem við erum búin að vera að glíma við í raun og veru um áratugaskeið, með einni undantekningu á tímum síðustu þjóðarsáttar. Og við erum að reyna að finna varanlega lausn á því. Við erum alltaf til í málefnalega umræðu. En þetta var ekki málefnalegt innlegg í þá umræðu,“ segir Þorsteinn. Ósmekklegt að líkja stjórn SA við Hitler og hans félaga niður í kjallara? „Við getum orðað það þannig að það er ekki góður félagsskapur að vera í,“ svarar Þorsteinn.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira