Ólafur er Jordan handboltans Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2013 08:00 Ólafur Stefánsson hefur spilað 328 sinnum fyrir hönd Íslands og skorað 1.559 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og sá þriðji leikjahæsti. Fréttablaðið/Anton Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því rúmenska annað kvöld í lokaleik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar í Danmörku. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti í keppninni og liðinu nægir jafntefli gegn Rúmenum til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mannskapinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður. „Við hlökkum allir mikið til, þetta verður bara rosaleg hátíð og án efa frábær stemmning í höllinni. Gildi leiksins og mikilvægi hans er kannski ekki aðalatriðið. Ég held bara að við sem lið viljum kveðja Ólaf eins og menn.“Verðum gríðarlega einbeittir Uppselt varð á leikinn á fimmtudaginn og því ljóst að bekkurinn verður þétt setinn. Í síðasta skipti fá landsmenn að fylgjast með fremsta handknattleiksmanni Íslandssögunnar á fjölum Laugardalshallar. Ísland tapaði illa 29-23 fyrir Hvít-Rússum á miðvikudaginn og sá liðið aldrei til sólar í leiknum. Meiðsli lykilmanna þýðir að aðrir þurfa að axla ábyrgð. Þeir fengu tækifæri til að sanna sig í Minsk en fæstir nýttu sér það. „Við ætlum að sýna okkar rétta andlit á sunnudaginn og eitthvað allt annað en í Hvíta-Rússlandi. Við erum allir gríðarlega einbeittir fyrir þessum leik og menn ætla bara að njóta þess að taka þátt í honum. Það er mikill heiður.“Áhrif Ólafs ólýsanleg Ólafur Stefánsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Hann hefur verið leiðtogi íslenska landsliðsins í meira en áratug og unnið með því silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. „Ég þyrfti langan tíma til að skýra út hversu mikla þýðingu Ólafur hefur haft fyrir landsliðið og íslenskan handknattleik. Það er í raun ólýsanlegt hversu mikil áhrif hann hefur haft á okkur alla í landsliðinu. Hann hafði alltaf trú á okkur öllum og var aldrei í neinum vafa um okkar getu. Það lyftir manni upp á annað stig þegar maður eins og Ólafur Stefánsson hefur trú á manni,“ segir Snorri. „Ég persónulega var það heppinn að fá að spila tvö tímabil með honum erlendis og hann hefur hjálpað mér á fleiri vígstöðvum en bara inni á handboltavellinum.“Sá besti frá upphafi Þótt Ólafur hafi aldrei unnið til gullverðlauna með landsliðinu hefur hann unnið til stærstu verðlauna í evrópskum handbolta með félagsliðum sínum. Fjórum sinnum varð hann Evrópumeistari auk þess að verða landsmeistari í Þýskalandi, Spáni og Danmörku auk Íslands. Þá varð hann katarskur meistari með liði sínu á dögunum. „Fólk kannski gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað hann hefur afrekað sem leikmaður á sínum ferli og þá hversu lengi hann var í algjörum heimsklassa. Hann er besti handknattleikmaður allra tíma og það segi ég ekki aðeins vegna þess að ég er Íslendingur. Samherjar mínir erlendis eru á sama máli,“ segir Snorri. Þegar leikstjórnandinn er beðinn um að setja örvhentu skyttuna á stall með fremstu íþróttamönnum sögunnar í öðrum íþróttagreinum segir Snorri: „Ólafur Stefánsson er Michael Jordan handboltans og það verður líklega aldrei neinn annar eins og hann.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst á sunnudagskvöldið klukkan 19.45. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því rúmenska annað kvöld í lokaleik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar í Danmörku. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti í keppninni og liðinu nægir jafntefli gegn Rúmenum til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mannskapinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður. „Við hlökkum allir mikið til, þetta verður bara rosaleg hátíð og án efa frábær stemmning í höllinni. Gildi leiksins og mikilvægi hans er kannski ekki aðalatriðið. Ég held bara að við sem lið viljum kveðja Ólaf eins og menn.“Verðum gríðarlega einbeittir Uppselt varð á leikinn á fimmtudaginn og því ljóst að bekkurinn verður þétt setinn. Í síðasta skipti fá landsmenn að fylgjast með fremsta handknattleiksmanni Íslandssögunnar á fjölum Laugardalshallar. Ísland tapaði illa 29-23 fyrir Hvít-Rússum á miðvikudaginn og sá liðið aldrei til sólar í leiknum. Meiðsli lykilmanna þýðir að aðrir þurfa að axla ábyrgð. Þeir fengu tækifæri til að sanna sig í Minsk en fæstir nýttu sér það. „Við ætlum að sýna okkar rétta andlit á sunnudaginn og eitthvað allt annað en í Hvíta-Rússlandi. Við erum allir gríðarlega einbeittir fyrir þessum leik og menn ætla bara að njóta þess að taka þátt í honum. Það er mikill heiður.“Áhrif Ólafs ólýsanleg Ólafur Stefánsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Hann hefur verið leiðtogi íslenska landsliðsins í meira en áratug og unnið með því silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. „Ég þyrfti langan tíma til að skýra út hversu mikla þýðingu Ólafur hefur haft fyrir landsliðið og íslenskan handknattleik. Það er í raun ólýsanlegt hversu mikil áhrif hann hefur haft á okkur alla í landsliðinu. Hann hafði alltaf trú á okkur öllum og var aldrei í neinum vafa um okkar getu. Það lyftir manni upp á annað stig þegar maður eins og Ólafur Stefánsson hefur trú á manni,“ segir Snorri. „Ég persónulega var það heppinn að fá að spila tvö tímabil með honum erlendis og hann hefur hjálpað mér á fleiri vígstöðvum en bara inni á handboltavellinum.“Sá besti frá upphafi Þótt Ólafur hafi aldrei unnið til gullverðlauna með landsliðinu hefur hann unnið til stærstu verðlauna í evrópskum handbolta með félagsliðum sínum. Fjórum sinnum varð hann Evrópumeistari auk þess að verða landsmeistari í Þýskalandi, Spáni og Danmörku auk Íslands. Þá varð hann katarskur meistari með liði sínu á dögunum. „Fólk kannski gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað hann hefur afrekað sem leikmaður á sínum ferli og þá hversu lengi hann var í algjörum heimsklassa. Hann er besti handknattleikmaður allra tíma og það segi ég ekki aðeins vegna þess að ég er Íslendingur. Samherjar mínir erlendis eru á sama máli,“ segir Snorri. Þegar leikstjórnandinn er beðinn um að setja örvhentu skyttuna á stall með fremstu íþróttamönnum sögunnar í öðrum íþróttagreinum segir Snorri: „Ólafur Stefánsson er Michael Jordan handboltans og það verður líklega aldrei neinn annar eins og hann.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst á sunnudagskvöldið klukkan 19.45. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti