Enski boltinn

Richard Dunne samdi við QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Richard Dunne í búning QPR.
Richard Dunne í búning QPR. Mynd / http://www.qpr.co.uk
Knattspyrnumaðurinn Richard Dunne er genginn til liðs við Queens Park Rangers en Dunne hefur verið undanfarin fjögur ár hjá Aston Villa.

Þessi 34 ára varnarmaður hefur meðal annars einnig leikið með Everton og Manchester City á sínum atvinnumannaferli.

Leikmaðurinn gerði eins árs samning við QPR en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Aston Villa rann út í byrjun júlí.

QPR féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og leikur því í ensku Championsship-deildinni á næsta tímabili.

Dunne er annar leikmaðurinn sem félagið fær til liðsins en QPR samdi á dögunum við Danny Simpson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×