Íþróttasamband Íslands hefur gefið út bækling með það að markmiði að taka á og fyrirbyggja eineltisvandamál í íþróttastarfi hér á landi.
Í bæklingnum, sem nálgast má hér, er einelti skilgreint, gefin dæmi um birtingarmyndir þess, vísbendingar um að einstaklingi líði illa og hverjir séu í áhættuhópi sem gerendur eða þolendur.
Þá er farið yfir æskilegar verklagsreglur hjá félögunum og gefnar leiðbeiningar hvernig bregðast eigi við þeim vandamálum sem upp geti komið.
Bæklinginn má einnig nálgast útprentaðan í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal.
Bregðast við einelti í íþróttum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti