Innlent

Lögreglan lýsir eftir Önnu Kristínu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Kristínu Ólafsdóttur, 47 ára. Anna er rúmlega 170 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með dökkt stutt hár. Hún er talin vera í brúnum rússkinsjakka, gallabuxum , svörtum stígvélum og með grátt hliðar veski.

Ekkert er vitað um ferðir Önnu síðan klukkan átta í gærkvöldi , þá í vesturbæ Reykjavíkur. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á ellefta tímanum í morgun.  Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Önnu eru beðnir að hafa samband við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×