Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Þór 1-4 | Fylkismenn niðurlægðir Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 26. maí 2013 00:01 Þór vann frábæran sigur á Fylki, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbæ. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald og það náðu Þórsarar að nýta sér vel. Tveir sigrar í röð hjá Þór sem hafa sex stig í deildinni en Fylkir hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og voru virkilega ákveðnir í sínum aðgerðum. Gestirnir virtust ekki vera klárir í slaginn en þegar leið á leikinn fóru Þórsarar að komast í takt við leikinn. Smá saman náði Þór að endurskipuleggja sig og sýndu frábæra takt á köflum. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Edin Beslija setti boltann í netið eftir frábært spil í gegnum vörn Fylkismanna. Virkilega vel framkvæmd sókn alveg frá upphafi til enda. Aðeins einni mínútu síðar slapp Jóhann Þórhallsson, leikmaður Þórs, einn í gegnum vörn Fylkis og Andri Þór Jónsson, leikmaður Fylkis, tæklaði hann niður með þeim afleiðingum að hann var rekinn af velli með rautt spjald. Fylkismenn því einu færri og útlitið dökkt fyrir heimamenn í Lautinni. Fylkismenn efldust við mótlætið og leikur þeirra varð mun betri. Staðan var samt sem áður 1-0 í hálfleik. Páll Gíslason, þjálfari Þórs, gerði tvöfalda skiptingu í hálfleiknum en það stefndi í óefni hjá liðinu sem endaði síðari hálfleikinn illa. Jóhann Helgi Hannesson kom inná í hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum átti Jóhann frábæra stungusendingu á nafna sinn Jóhann Þórhallsson sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Þór og Fylkismenn einum leikmanni færri. Eftir annað mark Þórsara tóku gestirnir öll völd á vellinum og það leið ekki að löngu þar til að þriðja mark þeirra kæmi. Chukwudi Chijindu setti boltann meistaralega í netið með tánni eftir frábæra stungusendingu frá Jóhanni Þórhallssyni. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði síðan fjórða mark leiksins á 72. mínútu þegar Jóhann Helgi Hannesson átti frábæra stungusendingu inn í vítateig Fylkis. Leikurinn alveg búinn á þessum tímapunkti og Fylkismenn að leika skelfilega. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, skoraði eitt sárabótarmark rétt undir lok leiksins og því niðurstaðan 4-1 sigur Þórs. Þór með tvo sigurleiki í röð og líta vel út sem stendur en Fylkismenn eru komnir í verulega slæm mál í deildinni.Jóhann: Var staðráðinn að standa mig á mínum gamla heimavelli„Það er auðvitað alltaf ólýsanleg tilfinning að vinna fótboltaleik og við þökkum sérstaklega fyrir hvern útileik sem við vinnum,“ sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Þórs, eftir leikinn í kvöld. „Þegar þeir missa mann af vellinum þá verður þetta eðlilega erfiðara fyrir Fylkismenn en síðan þegar við gerum annað mark leiksins þá er leikurinn í raun búinn.“ „Það er alltaf gaman að koma á sínar gömlu heimaslóðir og standa sig vel og ég var staðráðinn í því að gera það í kvöld.“ „Við tökum alltaf bara einn leik fyrir í einu en vissulega voru fyrstu þrír leikirnir erfiðir fyrir okkur og við vorum í vandræðum þá, vonandi er leikur okkar að batna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann hér að ofan.Tryggvi: Menn gáfust bara upp eftir annað markið„Við vorum í raun niðurlæðir í kvöld,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við byrjuðum leikinn ágætlega og vorum að skapa okkur fín færi, en síðan kemur að því að við fáum á okkur mark og missum síðan strax mann af velli með rautt spjald í kjölfarið og þá verður þetta rosalega erfitt.“ „Við samt gefum þeim leik út fyrri hálfleikinn og vorum vel inn í leiknum í hálfleik en síðan bara gengur ekkert upp í þeim síðari og þegar Þór skorar annað mark leiksins þá bara gjörsamlega gefast allir upp.“ „Það er greinilega ekki mikið sjálfstraust í mannskapnum og þegar við verðum fyrir svona miklu áfalli þá bara falla menn alveg niður.“ „Núna verðum við bara að fara einbeita okkur að leiknum gegn Völsungi í bikarnum og virkilega fara vinna í okkar málum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Þór vann frábæran sigur á Fylki, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbæ. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald og það náðu Þórsarar að nýta sér vel. Tveir sigrar í röð hjá Þór sem hafa sex stig í deildinni en Fylkir hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og voru virkilega ákveðnir í sínum aðgerðum. Gestirnir virtust ekki vera klárir í slaginn en þegar leið á leikinn fóru Þórsarar að komast í takt við leikinn. Smá saman náði Þór að endurskipuleggja sig og sýndu frábæra takt á köflum. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Edin Beslija setti boltann í netið eftir frábært spil í gegnum vörn Fylkismanna. Virkilega vel framkvæmd sókn alveg frá upphafi til enda. Aðeins einni mínútu síðar slapp Jóhann Þórhallsson, leikmaður Þórs, einn í gegnum vörn Fylkis og Andri Þór Jónsson, leikmaður Fylkis, tæklaði hann niður með þeim afleiðingum að hann var rekinn af velli með rautt spjald. Fylkismenn því einu færri og útlitið dökkt fyrir heimamenn í Lautinni. Fylkismenn efldust við mótlætið og leikur þeirra varð mun betri. Staðan var samt sem áður 1-0 í hálfleik. Páll Gíslason, þjálfari Þórs, gerði tvöfalda skiptingu í hálfleiknum en það stefndi í óefni hjá liðinu sem endaði síðari hálfleikinn illa. Jóhann Helgi Hannesson kom inná í hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum átti Jóhann frábæra stungusendingu á nafna sinn Jóhann Þórhallsson sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Þór og Fylkismenn einum leikmanni færri. Eftir annað mark Þórsara tóku gestirnir öll völd á vellinum og það leið ekki að löngu þar til að þriðja mark þeirra kæmi. Chukwudi Chijindu setti boltann meistaralega í netið með tánni eftir frábæra stungusendingu frá Jóhanni Þórhallssyni. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði síðan fjórða mark leiksins á 72. mínútu þegar Jóhann Helgi Hannesson átti frábæra stungusendingu inn í vítateig Fylkis. Leikurinn alveg búinn á þessum tímapunkti og Fylkismenn að leika skelfilega. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, skoraði eitt sárabótarmark rétt undir lok leiksins og því niðurstaðan 4-1 sigur Þórs. Þór með tvo sigurleiki í röð og líta vel út sem stendur en Fylkismenn eru komnir í verulega slæm mál í deildinni.Jóhann: Var staðráðinn að standa mig á mínum gamla heimavelli„Það er auðvitað alltaf ólýsanleg tilfinning að vinna fótboltaleik og við þökkum sérstaklega fyrir hvern útileik sem við vinnum,“ sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Þórs, eftir leikinn í kvöld. „Þegar þeir missa mann af vellinum þá verður þetta eðlilega erfiðara fyrir Fylkismenn en síðan þegar við gerum annað mark leiksins þá er leikurinn í raun búinn.“ „Það er alltaf gaman að koma á sínar gömlu heimaslóðir og standa sig vel og ég var staðráðinn í því að gera það í kvöld.“ „Við tökum alltaf bara einn leik fyrir í einu en vissulega voru fyrstu þrír leikirnir erfiðir fyrir okkur og við vorum í vandræðum þá, vonandi er leikur okkar að batna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann hér að ofan.Tryggvi: Menn gáfust bara upp eftir annað markið„Við vorum í raun niðurlæðir í kvöld,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við byrjuðum leikinn ágætlega og vorum að skapa okkur fín færi, en síðan kemur að því að við fáum á okkur mark og missum síðan strax mann af velli með rautt spjald í kjölfarið og þá verður þetta rosalega erfitt.“ „Við samt gefum þeim leik út fyrri hálfleikinn og vorum vel inn í leiknum í hálfleik en síðan bara gengur ekkert upp í þeim síðari og þegar Þór skorar annað mark leiksins þá bara gjörsamlega gefast allir upp.“ „Það er greinilega ekki mikið sjálfstraust í mannskapnum og þegar við verðum fyrir svona miklu áfalli þá bara falla menn alveg niður.“ „Núna verðum við bara að fara einbeita okkur að leiknum gegn Völsungi í bikarnum og virkilega fara vinna í okkar málum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn