Umfjöllun og viðtöl: Víkingur Ó. - ÍBV 0-0 | Fyrsta stig Víkinga Kári Viðarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 26. maí 2013 00:01 Mynd/Valli Víkingur og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta sem fór fram í Ólafsvík í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Ólafsvíkur-Víkinga í efstu deild. Víkingur Ólafsvík nældu sér í dag í sitt fyrsta stig í efstu deild á Íslandi. Veðrið gerði mönnum erfitt fyrir og því einkenndist leikurinn fyrst og fremst af mikilli baráttu. Bæði lið hófu leikinn af krafti og mikið jafnvægi var með liðunum. Eyjamenn voru þó meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér góð sóknarfæri. Fyrsta skot leiksins var lýsandi fyrir flest þau skot sem fylgdu á eftir. Gunnar Már Guðmundsson átti þá skot langt yfir markið sem vindurinn feykti hálfa leið til Hellissands. Um miðjann fyrri hálfleik féll Víðir Þorvarðason í teig Vikinga. Liðsmenn hans heimtuðu strax víti. Ekkert var dæmt. Hættulegasta færi Víkinga átti Guðmundur Steinn þegar hann skallaði frábæra aukaspyrnu Brynjars Kristmundssonar yfir mark gestanna. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Vindurinn og kuldinn lék leikmenn beggja liða grátt og margar sóknaraðgerðir urðu að engu þegar kom að því að senda tuðruna fyrir markið. Víkingar vörðust vel og þeim til hróss skal sagt að þeirra varnarskipulag virtist einkar traust í þessum leik. Þeir gáfu Eyjamönnum, sem fyrir leikinn voru sigurstranglegri, fá færi á sér. Á 63. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik. Farid Arouna og Víðir Þorvarðason lentu þá í samstuði eftir að boltinn var laus í teig Víkinga. Báðir leikmenn lágu emjandi í grasinu eftir þetta samstuð og gestirnir gerðu skýra kröfu um víti. Hermann Hreiðarsson hafði þar manna hæst en hlaut ekkert nema gult spjald frá Valgeiri Valgeirssyni, góðum dómara leiksins, fyrir vikið. Heilt á litið sanngjörn úrslit í leik þar sem fátt var um fína drætti. Þungu fargi létt af Víkingum sem nældu sér í sitt fyrsta stig í Pepsi deild. Eyjamenn enn taplausir en hljóta að vera vonsviknir með að taka ekki 3 stig heim til eyja úr þessari ferð.Hermann: Heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var vítiHermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sína menn í dag eftir markalaust jafntefli í Ólafsvík. „Ég er hrikalega sáttur við leikinn en ég er ekki sáttur við úrslitin. Það var bara eitt fótboltalið hér á vellinum í dag. Við spiluðum allan fótboltann og áttum öll færin. Ég er mjög sáttur við mitt lið en auðvitað vonsvikinn að taka ekki 3 stig hér í dag," sagði Hermann. „Ég var nokkuð viss um að þetta myndi detta í lokin en það vantaði kannski bara ákveðin gæði í mitt lið þegar við komum okkur í góðar stöður. Betri fyrirgjafir og Betri skot," sagði Hermann. Aðspurður um vítapspyrnu sem Eyjamenn vildu fá um miðjann síðari hálfleik var Hermann afdráttalaus í svari: „Þetta var víti, það er klárt. Áberandi víti. Það heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var víti, þú þurftir ekki að sjá það." sagði Hermann Hreiðarsson, ískaldur þjálfari ÍBV, með bros á vör.Ejub Purisevic: Gott jafnvægi í leiknum„Maður er alltaf ánægður með allt sem maður fær. Við höldum hreinu og gefum ekki mörg færi á okkur. Það er jákvætt," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir jafnteflið við ÍBV. „Í dag fannst mér gott jafnvægi í leiknum. Við áttum ekki mikið og ekki ÍBV heldur. Þannig að það var ýmislegt jákvætt í þessum leik, miðað við síðustu leiki hjá okkur, " sagði Ejub Purisevic, skjálfandi þjálfari Víkings.Einar Hjörleifsson: Ég er sáttur„Við héldum hreinu í dag og náðum í stig þannig að ég er sáttur. Spilamennskan kannski ekkert frábær en ég er sáttur," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkingsliðsins. „Við eigum Álftanes í næsta leik og einbeitum okkur bara að honum. Eftir þann leik förum við svo að spá í framhaldinu," sagði Einar Hjörleifsson og vildi lítið tjá sig um næstu andstæðinga Víkinga í deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Víkingur og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta sem fór fram í Ólafsvík í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Ólafsvíkur-Víkinga í efstu deild. Víkingur Ólafsvík nældu sér í dag í sitt fyrsta stig í efstu deild á Íslandi. Veðrið gerði mönnum erfitt fyrir og því einkenndist leikurinn fyrst og fremst af mikilli baráttu. Bæði lið hófu leikinn af krafti og mikið jafnvægi var með liðunum. Eyjamenn voru þó meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér góð sóknarfæri. Fyrsta skot leiksins var lýsandi fyrir flest þau skot sem fylgdu á eftir. Gunnar Már Guðmundsson átti þá skot langt yfir markið sem vindurinn feykti hálfa leið til Hellissands. Um miðjann fyrri hálfleik féll Víðir Þorvarðason í teig Vikinga. Liðsmenn hans heimtuðu strax víti. Ekkert var dæmt. Hættulegasta færi Víkinga átti Guðmundur Steinn þegar hann skallaði frábæra aukaspyrnu Brynjars Kristmundssonar yfir mark gestanna. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Vindurinn og kuldinn lék leikmenn beggja liða grátt og margar sóknaraðgerðir urðu að engu þegar kom að því að senda tuðruna fyrir markið. Víkingar vörðust vel og þeim til hróss skal sagt að þeirra varnarskipulag virtist einkar traust í þessum leik. Þeir gáfu Eyjamönnum, sem fyrir leikinn voru sigurstranglegri, fá færi á sér. Á 63. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik. Farid Arouna og Víðir Þorvarðason lentu þá í samstuði eftir að boltinn var laus í teig Víkinga. Báðir leikmenn lágu emjandi í grasinu eftir þetta samstuð og gestirnir gerðu skýra kröfu um víti. Hermann Hreiðarsson hafði þar manna hæst en hlaut ekkert nema gult spjald frá Valgeiri Valgeirssyni, góðum dómara leiksins, fyrir vikið. Heilt á litið sanngjörn úrslit í leik þar sem fátt var um fína drætti. Þungu fargi létt af Víkingum sem nældu sér í sitt fyrsta stig í Pepsi deild. Eyjamenn enn taplausir en hljóta að vera vonsviknir með að taka ekki 3 stig heim til eyja úr þessari ferð.Hermann: Heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var vítiHermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sína menn í dag eftir markalaust jafntefli í Ólafsvík. „Ég er hrikalega sáttur við leikinn en ég er ekki sáttur við úrslitin. Það var bara eitt fótboltalið hér á vellinum í dag. Við spiluðum allan fótboltann og áttum öll færin. Ég er mjög sáttur við mitt lið en auðvitað vonsvikinn að taka ekki 3 stig hér í dag," sagði Hermann. „Ég var nokkuð viss um að þetta myndi detta í lokin en það vantaði kannski bara ákveðin gæði í mitt lið þegar við komum okkur í góðar stöður. Betri fyrirgjafir og Betri skot," sagði Hermann. Aðspurður um vítapspyrnu sem Eyjamenn vildu fá um miðjann síðari hálfleik var Hermann afdráttalaus í svari: „Þetta var víti, það er klárt. Áberandi víti. Það heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var víti, þú þurftir ekki að sjá það." sagði Hermann Hreiðarsson, ískaldur þjálfari ÍBV, með bros á vör.Ejub Purisevic: Gott jafnvægi í leiknum„Maður er alltaf ánægður með allt sem maður fær. Við höldum hreinu og gefum ekki mörg færi á okkur. Það er jákvætt," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir jafnteflið við ÍBV. „Í dag fannst mér gott jafnvægi í leiknum. Við áttum ekki mikið og ekki ÍBV heldur. Þannig að það var ýmislegt jákvætt í þessum leik, miðað við síðustu leiki hjá okkur, " sagði Ejub Purisevic, skjálfandi þjálfari Víkings.Einar Hjörleifsson: Ég er sáttur„Við héldum hreinu í dag og náðum í stig þannig að ég er sáttur. Spilamennskan kannski ekkert frábær en ég er sáttur," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkingsliðsins. „Við eigum Álftanes í næsta leik og einbeitum okkur bara að honum. Eftir þann leik förum við svo að spá í framhaldinu," sagði Einar Hjörleifsson og vildi lítið tjá sig um næstu andstæðinga Víkinga í deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira