Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - ÍA 2-0 | FH á toppinn Kolbeinn Tumi Daðason á Kaplakrikavelli skrifar 26. maí 2013 00:01 Mynd/Anton Tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu FH 2-0 sigur á Skagamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla en leikið var í Kaplakrika. FH er enn ósigrað í efstu deild það sem af er sumri. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir í leiknum og má sjá þær hér fyrir ofan. Töluverður vindur setti mark sitt á leikinn í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik, voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin færi. Nokkrum sinnum komust þeir nærri en hugrakkir varnarmenn gestanna hentu sér eða renndu sér fyrir skotin. Bæði lið söknuðu lykilmanna. Jóhannes Karl var utan hóps hjá gestunum og sömu sögu var að segja um Guðjón Árna sem meiddist á æfingu í gær. Besta færi hálfleiksins fékk Atli Viðar Björnsson en skot hans á lofti úr teignum var vel varið af Páli Gísla í marki Skagamanna. FH-ingar urðu fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Freyr Bjarnason fór meiddur af velli. Freyr missti af sigurleiknum gegn Breiðabliki vegna meiðsla og virðist sem Heimir þjálfari hafi tekið of mikla áhættu að tefla honum fram í dag. Hvítklæddir heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og komust yfir á 51. mínútu. Frábær fyrirgjöf Sam Tillen frá vinstri rataði á fjærstöngina. Þangað var Atli Guðnason mættur en boltinn fór af Jan Mikel Berg sem reyndi að stöðva Atla. Eftir markið réðu FH-ingar lögum og lofum án þess að opna vörn Skagamanna. Á 61. mínútu átti Atli Viðar misheppnað skot úr góðu færi. Áður en boltinn komst yfir endalínuna var nafni hans Guðnason mættur og setti boltann úr þröngu færi í netið. Undir lok leiksins fékk Björn Daníel tækifæri til að innsigla sigurinn af vítapunktinum. Það var hins vegar með hann eins og svo marga í sumar, vítið fór ekki í netið heldur í slána. FH-ingar sitja í toppsætinu í 24 klukkstundir hið minnsta. Liðið hefur unnið fjóra leiki af fimm og er taplaust. Skagamenn sitja í 10. sæti deildarinnar en stigin þrjú gegn Fram í síðustu umferð eru þeirra einu það sem af er sumri.Heimir Guðjóns: Óvissa með næstu vítaskyttuHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með stigin þrjú þótt hann hefði ekkert verið sérstaklega sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður FH-inga, meiddist á æfingu í gær. Guðjón Árni tók út leikbann í síðasta leik og óhætt er að segja að Jón Ragnar Jónsson hafi nýtt tækifærið vel. Heimir sagði meiðsli Guðjóns Árna ekki alvarlegs eðlis. Aðspurður hvort hann kæmist nokkuð í liðið á nýjan leik þar sem Jón Ragnar hefur leyst stöðuna vel brosti Heimir og sagði: „Ætli það nokkuð." Heimir grínaðist með það að þjálfarateymið væri nú þegar búið að fara yfir málin hvað vítaskyttur liðsins varðaði. Vítaspyrna Björns Daníels Sverrissonar undir lok leiksins small í slánni. Grínaðist Heimir með það að Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari hefði lagst gegn því að Björn Daníel tæki fleiri spyrnur.Þórður Þórðar: Jói Kalli var veikurÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld. Hann sagði taktíkina hafa gengið vel og var afar ánægður með fyrri hálfleikinn. „Svo fáum við á okkur mark alltof snemma í síðari hálfleik," sagði þjálfari Skagamanna. Andri Adolphsson var að mati undirritaðs stálheppinn að fjúka ekki útaf með sitt annað gula spjald seint í leiknum eftir brot á Sam Tillen. Sekúndum síðar skipti Þórður Andra af velli. Aðspurður hvort skiptingin hefði ekki tengst umræddu broti játti Þórður því og taldi Andra hafa sloppið vel. Jóhannes Karl Guðjónson var fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld. Þórður sagði að ljóst hefði orðið að Jóhannes Karl gæti ekki spilað vegna veikindi um hádegisbilið í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu FH 2-0 sigur á Skagamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla en leikið var í Kaplakrika. FH er enn ósigrað í efstu deild það sem af er sumri. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir í leiknum og má sjá þær hér fyrir ofan. Töluverður vindur setti mark sitt á leikinn í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik, voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin færi. Nokkrum sinnum komust þeir nærri en hugrakkir varnarmenn gestanna hentu sér eða renndu sér fyrir skotin. Bæði lið söknuðu lykilmanna. Jóhannes Karl var utan hóps hjá gestunum og sömu sögu var að segja um Guðjón Árna sem meiddist á æfingu í gær. Besta færi hálfleiksins fékk Atli Viðar Björnsson en skot hans á lofti úr teignum var vel varið af Páli Gísla í marki Skagamanna. FH-ingar urðu fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Freyr Bjarnason fór meiddur af velli. Freyr missti af sigurleiknum gegn Breiðabliki vegna meiðsla og virðist sem Heimir þjálfari hafi tekið of mikla áhættu að tefla honum fram í dag. Hvítklæddir heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og komust yfir á 51. mínútu. Frábær fyrirgjöf Sam Tillen frá vinstri rataði á fjærstöngina. Þangað var Atli Guðnason mættur en boltinn fór af Jan Mikel Berg sem reyndi að stöðva Atla. Eftir markið réðu FH-ingar lögum og lofum án þess að opna vörn Skagamanna. Á 61. mínútu átti Atli Viðar misheppnað skot úr góðu færi. Áður en boltinn komst yfir endalínuna var nafni hans Guðnason mættur og setti boltann úr þröngu færi í netið. Undir lok leiksins fékk Björn Daníel tækifæri til að innsigla sigurinn af vítapunktinum. Það var hins vegar með hann eins og svo marga í sumar, vítið fór ekki í netið heldur í slána. FH-ingar sitja í toppsætinu í 24 klukkstundir hið minnsta. Liðið hefur unnið fjóra leiki af fimm og er taplaust. Skagamenn sitja í 10. sæti deildarinnar en stigin þrjú gegn Fram í síðustu umferð eru þeirra einu það sem af er sumri.Heimir Guðjóns: Óvissa með næstu vítaskyttuHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með stigin þrjú þótt hann hefði ekkert verið sérstaklega sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður FH-inga, meiddist á æfingu í gær. Guðjón Árni tók út leikbann í síðasta leik og óhætt er að segja að Jón Ragnar Jónsson hafi nýtt tækifærið vel. Heimir sagði meiðsli Guðjóns Árna ekki alvarlegs eðlis. Aðspurður hvort hann kæmist nokkuð í liðið á nýjan leik þar sem Jón Ragnar hefur leyst stöðuna vel brosti Heimir og sagði: „Ætli það nokkuð." Heimir grínaðist með það að þjálfarateymið væri nú þegar búið að fara yfir málin hvað vítaskyttur liðsins varðaði. Vítaspyrna Björns Daníels Sverrissonar undir lok leiksins small í slánni. Grínaðist Heimir með það að Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari hefði lagst gegn því að Björn Daníel tæki fleiri spyrnur.Þórður Þórðar: Jói Kalli var veikurÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld. Hann sagði taktíkina hafa gengið vel og var afar ánægður með fyrri hálfleikinn. „Svo fáum við á okkur mark alltof snemma í síðari hálfleik," sagði þjálfari Skagamanna. Andri Adolphsson var að mati undirritaðs stálheppinn að fjúka ekki útaf með sitt annað gula spjald seint í leiknum eftir brot á Sam Tillen. Sekúndum síðar skipti Þórður Andra af velli. Aðspurður hvort skiptingin hefði ekki tengst umræddu broti játti Þórður því og taldi Andra hafa sloppið vel. Jóhannes Karl Guðjónson var fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld. Þórður sagði að ljóst hefði orðið að Jóhannes Karl gæti ekki spilað vegna veikindi um hádegisbilið í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira