Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - ÍA 2-0 | FH á toppinn Kolbeinn Tumi Daðason á Kaplakrikavelli skrifar 26. maí 2013 00:01 Mynd/Anton Tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu FH 2-0 sigur á Skagamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla en leikið var í Kaplakrika. FH er enn ósigrað í efstu deild það sem af er sumri. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir í leiknum og má sjá þær hér fyrir ofan. Töluverður vindur setti mark sitt á leikinn í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik, voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin færi. Nokkrum sinnum komust þeir nærri en hugrakkir varnarmenn gestanna hentu sér eða renndu sér fyrir skotin. Bæði lið söknuðu lykilmanna. Jóhannes Karl var utan hóps hjá gestunum og sömu sögu var að segja um Guðjón Árna sem meiddist á æfingu í gær. Besta færi hálfleiksins fékk Atli Viðar Björnsson en skot hans á lofti úr teignum var vel varið af Páli Gísla í marki Skagamanna. FH-ingar urðu fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Freyr Bjarnason fór meiddur af velli. Freyr missti af sigurleiknum gegn Breiðabliki vegna meiðsla og virðist sem Heimir þjálfari hafi tekið of mikla áhættu að tefla honum fram í dag. Hvítklæddir heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og komust yfir á 51. mínútu. Frábær fyrirgjöf Sam Tillen frá vinstri rataði á fjærstöngina. Þangað var Atli Guðnason mættur en boltinn fór af Jan Mikel Berg sem reyndi að stöðva Atla. Eftir markið réðu FH-ingar lögum og lofum án þess að opna vörn Skagamanna. Á 61. mínútu átti Atli Viðar misheppnað skot úr góðu færi. Áður en boltinn komst yfir endalínuna var nafni hans Guðnason mættur og setti boltann úr þröngu færi í netið. Undir lok leiksins fékk Björn Daníel tækifæri til að innsigla sigurinn af vítapunktinum. Það var hins vegar með hann eins og svo marga í sumar, vítið fór ekki í netið heldur í slána. FH-ingar sitja í toppsætinu í 24 klukkstundir hið minnsta. Liðið hefur unnið fjóra leiki af fimm og er taplaust. Skagamenn sitja í 10. sæti deildarinnar en stigin þrjú gegn Fram í síðustu umferð eru þeirra einu það sem af er sumri.Heimir Guðjóns: Óvissa með næstu vítaskyttuHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með stigin þrjú þótt hann hefði ekkert verið sérstaklega sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður FH-inga, meiddist á æfingu í gær. Guðjón Árni tók út leikbann í síðasta leik og óhætt er að segja að Jón Ragnar Jónsson hafi nýtt tækifærið vel. Heimir sagði meiðsli Guðjóns Árna ekki alvarlegs eðlis. Aðspurður hvort hann kæmist nokkuð í liðið á nýjan leik þar sem Jón Ragnar hefur leyst stöðuna vel brosti Heimir og sagði: „Ætli það nokkuð." Heimir grínaðist með það að þjálfarateymið væri nú þegar búið að fara yfir málin hvað vítaskyttur liðsins varðaði. Vítaspyrna Björns Daníels Sverrissonar undir lok leiksins small í slánni. Grínaðist Heimir með það að Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari hefði lagst gegn því að Björn Daníel tæki fleiri spyrnur.Þórður Þórðar: Jói Kalli var veikurÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld. Hann sagði taktíkina hafa gengið vel og var afar ánægður með fyrri hálfleikinn. „Svo fáum við á okkur mark alltof snemma í síðari hálfleik," sagði þjálfari Skagamanna. Andri Adolphsson var að mati undirritaðs stálheppinn að fjúka ekki útaf með sitt annað gula spjald seint í leiknum eftir brot á Sam Tillen. Sekúndum síðar skipti Þórður Andra af velli. Aðspurður hvort skiptingin hefði ekki tengst umræddu broti játti Þórður því og taldi Andra hafa sloppið vel. Jóhannes Karl Guðjónson var fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld. Þórður sagði að ljóst hefði orðið að Jóhannes Karl gæti ekki spilað vegna veikindi um hádegisbilið í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu FH 2-0 sigur á Skagamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla en leikið var í Kaplakrika. FH er enn ósigrað í efstu deild það sem af er sumri. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir í leiknum og má sjá þær hér fyrir ofan. Töluverður vindur setti mark sitt á leikinn í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik, voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin færi. Nokkrum sinnum komust þeir nærri en hugrakkir varnarmenn gestanna hentu sér eða renndu sér fyrir skotin. Bæði lið söknuðu lykilmanna. Jóhannes Karl var utan hóps hjá gestunum og sömu sögu var að segja um Guðjón Árna sem meiddist á æfingu í gær. Besta færi hálfleiksins fékk Atli Viðar Björnsson en skot hans á lofti úr teignum var vel varið af Páli Gísla í marki Skagamanna. FH-ingar urðu fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Freyr Bjarnason fór meiddur af velli. Freyr missti af sigurleiknum gegn Breiðabliki vegna meiðsla og virðist sem Heimir þjálfari hafi tekið of mikla áhættu að tefla honum fram í dag. Hvítklæddir heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og komust yfir á 51. mínútu. Frábær fyrirgjöf Sam Tillen frá vinstri rataði á fjærstöngina. Þangað var Atli Guðnason mættur en boltinn fór af Jan Mikel Berg sem reyndi að stöðva Atla. Eftir markið réðu FH-ingar lögum og lofum án þess að opna vörn Skagamanna. Á 61. mínútu átti Atli Viðar misheppnað skot úr góðu færi. Áður en boltinn komst yfir endalínuna var nafni hans Guðnason mættur og setti boltann úr þröngu færi í netið. Undir lok leiksins fékk Björn Daníel tækifæri til að innsigla sigurinn af vítapunktinum. Það var hins vegar með hann eins og svo marga í sumar, vítið fór ekki í netið heldur í slána. FH-ingar sitja í toppsætinu í 24 klukkstundir hið minnsta. Liðið hefur unnið fjóra leiki af fimm og er taplaust. Skagamenn sitja í 10. sæti deildarinnar en stigin þrjú gegn Fram í síðustu umferð eru þeirra einu það sem af er sumri.Heimir Guðjóns: Óvissa með næstu vítaskyttuHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með stigin þrjú þótt hann hefði ekkert verið sérstaklega sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður FH-inga, meiddist á æfingu í gær. Guðjón Árni tók út leikbann í síðasta leik og óhætt er að segja að Jón Ragnar Jónsson hafi nýtt tækifærið vel. Heimir sagði meiðsli Guðjóns Árna ekki alvarlegs eðlis. Aðspurður hvort hann kæmist nokkuð í liðið á nýjan leik þar sem Jón Ragnar hefur leyst stöðuna vel brosti Heimir og sagði: „Ætli það nokkuð." Heimir grínaðist með það að þjálfarateymið væri nú þegar búið að fara yfir málin hvað vítaskyttur liðsins varðaði. Vítaspyrna Björns Daníels Sverrissonar undir lok leiksins small í slánni. Grínaðist Heimir með það að Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari hefði lagst gegn því að Björn Daníel tæki fleiri spyrnur.Þórður Þórðar: Jói Kalli var veikurÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld. Hann sagði taktíkina hafa gengið vel og var afar ánægður með fyrri hálfleikinn. „Svo fáum við á okkur mark alltof snemma í síðari hálfleik," sagði þjálfari Skagamanna. Andri Adolphsson var að mati undirritaðs stálheppinn að fjúka ekki útaf með sitt annað gula spjald seint í leiknum eftir brot á Sam Tillen. Sekúndum síðar skipti Þórður Andra af velli. Aðspurður hvort skiptingin hefði ekki tengst umræddu broti játti Þórður því og taldi Andra hafa sloppið vel. Jóhannes Karl Guðjónson var fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld. Þórður sagði að ljóst hefði orðið að Jóhannes Karl gæti ekki spilað vegna veikindi um hádegisbilið í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki