Ungu hetjurnar sem stigu fram Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. desember 2013 08:00 Hetjurnar Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Selma Björk Hermannsdóttir og Svanhildur Sigríður Mar. Mynd/Stefán Endrum og eins fáum við sláandi fréttir af þeim félagslegu vandamálum sem ungt fólk þarf að glíma við í dag. Einelti, ofbeldi og vanræksla virðist síður en svo vera á undanhaldi og ótrúlegt hvað gerendur í slíkum málum fá að starfa óáreittir. Við fáum einungis að sjá brot af vandamálinu; það sem ratar upp á yfirboðið er toppurinn á ísjakanum. Félagslegur þrýstingur og skömm veldur því að krakkar þora ekki að koma fram með sögur sínar en jafnframt virðast foreldrar, skólayfirvöld og/eða félagsleg yfirvöld oft standa ráðþrota gagnvart vandamálinu sem letur fórnarlömbin enn frekar til að koma fram. Selma Björk Hermannsdóttir, Svanhildur Sigríður Mar, kölluð Mía og Hulda Hvönn Kristinsdóttir fóru þveröfuga leið. Þær rituðu allar greinar á vefmiðla þar sem þær deildu, hver með sínum hætti, átakanlegum sögum sínum af einelti, ofbeldi, uppvexti á erfiðu heimili, ásamt öðru, sem vöktu verðskuldaða athygli. Við komum okkur fyrir á kaffihúsi í miðbænum eftir langa myndatöku úti í nístingskulda og roki. Það er hrollur í okkur en þegar búið er að panta heitt kakó og kaffi nær blaðamaður að virða þær betur fyrir sér. Það fyrsta sem slær blaðamann er hversu ótrúlegt það sé að þessar stelpur séu allar undir tvítugu. Þær líta allar út nákvæmlega eins út og maður býst við af stelpum á þessum aldri, en þegar spjallið hefst er ljóst að þær búa yfir visku langt umfram aldur sinn.Selma Björk HermannsdóttirMynd/StefánSelma Björk Hermannsdóttir er 16 ára. Hún skrifaði grein á bleikt.is þar sem hún sagði frá niðurlægingu og hryllilegu einelti sem hún hefur orðið fyrir vegna þess að hún fæddist með skarð í vör.Í greininni segir frá því að hún hafi barist við eineltið í hljóði frá því hún muni eftir sér, en sé hætt að byrgja það inni, hætt að hunsa það, hætt að þegja og vilji deila sinni ógeðslegu hlið af einelti.Hún deilir skilaboðum sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlum þar sem hún er spurð hvernig fjölskyldan geti elskað hana, hún sé ógeð í smettinu og spurð hvort hún hafi dottið á andlitið í fæðingu.Selma segir einnig frá því í greininni, líkt og hún gerði í samtali við blaðamann, hvernig hún hefur á aðdáunarverðan hátt tekist á við kvalara sína með æðruleysi, vinsemd og virðingu, í stað þess að gjalda líkt með líku eða brotna niður.Vildi vekja fólk til umhugsunarHvernig kom það til að þið ákváðuð að stíga fram og segja sögur ykkar?Mia: Mín hugsun var sú að koma í veg fyrir að eitthvert annað barn myndi lenda í því sama og ég. Koma svona illa út úr kerfinu og lenda inni á svona mörgum heimilum. Það gerir alveg hræðilega hluti fyrir barnæskuna. Ég vildi vekja athygli á því að það verður að hjálpa fjölskyldum sem heild og þetta var skrifað hjá mér í forvarnarskyni.Selma: Ég var bara svo reið, ég var búin að lenda í svo viðbjóðslegu einelti og var svo þreytt á þessu. Þetta var að brenna mig að innan hvað þetta var ósanngjarnt, af því ég ákvað ekki að fæðast með skarð í vör. Ég var þarna komin með algerlega nóg og ákvað að skrifa þetta til að sýna fólki hvað þetta er ógeðslegt, af því ég ræð þessu ekki sjálf og ég vildi vekja fólk til umhugsunar.Hulda: Mér varð hugsað til strákanna sem höfðu verið svona vondir við mig og vissi að þeir eru ekkert vondir menn þegar allt kemur til alls. Þeir sem leggja í einelti eiga held ég miklu meira bágt heldur en ég. Mér hafði verið hótað barsmíðum, það var talað illa um alla fjölskylduna mína og fleira, þannig að mér fannst þetta ekki bara snerta mig. Það þarf held að vera svo mikið að til að fólk hagi sér svona og ég held að það þurfi að hjálpa þessum gerendum, þeir eru veiku manneskjurnar, ekki ég.Svanhildur Sigríður MarMynd/StefánSvanhildur Sigríður Mar, eða Mia, er 18 ára. Hún skrifaði grein á bleikt.is og lýsir uppvexti sínum sem barn fíkils, alkóhólista og öryrkja og segir foreldra sína báða mjög líklega með geðræn vandamál.Mia hefur verið í kerfinu, í fóstri, í sífelldu flakki milli heimila og segist í raun ekki hafa átt alvöru æsku. Stanslaus ótti fylgdi henni eins og skuggi. Þeir sem stóðu henni næst og áttu að vernda hana eftir laganna og Guðs hendi, fóru verst með hana og brutu hana niður bæði líkamlega og andlega.Mia segir í grein sinni að maður geti ekki flúið skuggana og martraðirnar sem ásækja mann í vöku sem og í draumi. Maður getur hins vegar nýtt sér reynsluna og reynt að læra af henni. Hún minnir foreldra á að það sé þeirra að hugsa um börnin sín, þeir hafi fætt þau í þennan heim og beri að vernda þau og passa upp á heilbrigði þeirra, líkamlegt og andlegt.Fjölmörg skilaboð á FacebookHvernig voru viðbrögðin?Hulda: Það voru rosalega margir að senda manni skilaboð á Facebook.Selma: Ég fékk yfir 15 þúsund skilaboð á Facebook!Hulda: Já maður heyrir oft mikið um að heimurinn sé svo ljótur og maður megi ekki láta það draga sig niður. En þegar maður sér svona viðbrögð þá uppgötvar maður að heimurinn er ekkert ljótur. Það er bara mjög lítill hluti af heiminum sem er ljótur en hann sýnir sig oft bara svo mikið betur. Heimurinn er í raun svo fallegur, eins og sést á þessum fallegu skilaboðum sem við fengum.Selma: Við erum stundum bara forrituð þannig að við hlustum frekar á það neikvæða heldur en það jákvæða. Það getur til dæmis ein manneskja sagt mér að ég sé ljót en hundrað sagt mér að ég sé falleg en ég hlusta bara á þessa einu manneskju. Það eru mistökin. Einn strákur sendi mér skilaboð og sagði mér að muna að það eru alltaf tíu sinnum fleiri með mér en á móti mér, maður hugsar of sjaldan til þess. En viðbrögðin voru bara ótrúleg, maður vissi ekki hvað það væru margir einmitt bara góðir.Mia: Maður er ekkert vanur þessu, manni bregður bara þegar ókunnugt fólk fer að segja manni að það sé stolt af manni. Fer bara í smá sjokk. Af því maður lítur ekkert þessum augum á sjálfan sig. Maður lítur bara á sjálfan sig sem einhvern sem lenti í slæmri reynslu og komst út úr því og reynir bar að halda áfram lífinu. Maður hugsar ekkert um sjálfan sig sem einhverja hetju eins og einhver sagði við mig. ég er bara ég.Selma: Pabbi minn spurði mig áður en ég sendi greinina frá mér hvort ég væri viss um hvort ég vildi senda þetta, krakkanir gætu farið að stríða mér bara meira. En ég var alveg viss um að það ætti hvort sem er enginn eftir að lesa þetta. Ég var síðan eiginlega bara í sjokki við viðbrögðunum.Hulda: Já sama hér, ég skrifaði þetta á korteri og hugsaði svo með mér að það væri nú synd að láta þetta bara vera í tölvunni minni, kannski ég ætti að senda þetta eitthvert, svo fékk ég símtal bara klukkutíma seinna frá miðlinum. Maður hefur ekki hugmynd um að eitthvað sem manni finnst svona lítilsmegnugt geti haft svona mikil áhrif á fólk, að það geti hjálpað einhverjum. Ég var bara eitthvað reið og pirruð og langaði að koma þessu frá mér.Mia: Þetta var líka í algjöru hugsunarleysi hjá mér. Ég vonaði að einn eða tveir foreldrar myndu lesa þetta og það myndi kannski hjálpa einhverju barni og þá væri tilganginum náð. En síðan þegar maður fær svona viðbrögð þá veit maður ekki hvaðan á mann stendur veðrið.Selma: Ef ég hefði vitað hvað þetta myndi vekja mikla athygli þá hefði ég skrifað þetta öðruvísi, sagt frá miklu meiru. Eineltið sem ég lýsti í greininni var langt frá því það rosalegasta sem ég hef lent í og ég sá með þessum viðbrögðum hvað það er mikilvægt að vekja athygli á þessu.Hulda Hvönn KristinsdóttirMynd/StefánHulda Hvönn Kristinsdóttir er 19 ára. Hún er lögfræðinemi og lauk við framhaldsskóla á styttri tíma en aðrir. Hún er einnig fráskilin einstæð móðir. Hulda skrifaði grein á vef Morgunblaðsins þar sem hún sagði frá baráttu sinni við þunglyndi, holdarfar og einelti í æsku.Hún greinir frá atviki sem átti sér stað á bókasafni þegar hún var 17 ára þar sem hópur drengja sem hún þekkti úr barnaskóla svívirti hana, kallaði hana til að mynda viðbjóðslega. Hún lýsir því hvernig hún sannfærðist í kjölfarið um að útlit hennar væri ekki nægilega gott og baráttu sína við “aukakíló” í kjölfarið og vanlíðan sem því fylgdi. Þá segir hún frá ósönnum sögusögnum sem spunnar voru um hana þegar hún varð ófrísk á sama aldri.Hulda segir í grein sinni að samfélagið sé ekki eins einsleitt og maður hefði haldið, álit einhvers er ekki álit allra annarra og það álit sem mestu máli skiptir er þitt eigið.Kölluð athyglissjúkFenguð þið einhver neikvæð viðbrögð?Allar í einu: Já.Selma: Það var einhver sem sagði við mig að ég ætti bara að sætta mig við að ég sé ljót og einhver annar sem kallaði mig athyglissjúka. Sem mér fannst leiðinlegt þar sem við erum allar sammála um að engin okkar bjóst við þeirri athygli sem fylgdi þessu. En það var samt mjög lítið af svona skilaboðum, örfá á móti 15 þúsund. Það telur ekki.Hulda: Maður man samt alltaf best eftir þeim.Mia: Einu slæmu viðbrögðin sem ég fékk voru frá föðurættinni minni. Hentu mér út af Facebook og skrifuðu stöðuuppfærslur um að þau stæðu með honum og að hann væri góður og heiðvirtur maður. En hvaða góði maður lemur ófríska konu fyrir framan barnunga syni þeirra? Það voru einu neikvæðu viðbrögðin. En bróðir hans pabba skrifaði mér og sagði mér að ég væri hetja. Mér þótti vænt um það. En tilgangurinn var ekki að koma illa fram við neinn, tilgangurinn var að vekja athygli á þessu og vonandi hjálpa einhverjum börnum í sömu stöðu.Selma: Já, tilgangurinn var sá sami hjá mér. Sumir veltu fyrir sér af hverju ég strokaði yfir nöfnin á þeim sem höfðu sent mér ljót skilaboð. En tilgangurinn var ekki að vera leiðinleg, ég finn ekki hjá mér neina hefndarþörf. Mig langar mikið frekar að vera góð við þá sem hafa verið vondir við mig. Ég er ekkert reið við neinn.Hulda: Ég hef einmitt verið spurð hvort ég sé ekki reið, en ég er ekkert reið. Ég átti alveg fína barnæsku þó að sumt hafi ekki verið eins og það átti að vera. Það verða oft svo margir mikið reiðari en maður sjálfur, taka þetta mikið nær sér en maður sjálfur. Tilgangurinn var ekki að níða skóinn af einhverjum opinberlega, þá er maður ekkert betri en aðrir.Höfum góð áhrifTeljið þið að þessar greinar hafi áhrif á þann hóp sem mest þyrfti að taka skilaboðin til sín?Allar í einu: Já.Selma: Ég hef fundið fyrir því að ég er að hafa áhrif, ég hef talað í grunnskólum og kennarar hafa sagt mér að þeir sem spurja flestra spurninga eru oft þeir sem leggja mest í einelti. Svo hafa einhverjir sem ég þekki komið og beðið mig afsökunar. Já ég er viss um að við erum að hafa einhver áhrif. Góð áhrif. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Endrum og eins fáum við sláandi fréttir af þeim félagslegu vandamálum sem ungt fólk þarf að glíma við í dag. Einelti, ofbeldi og vanræksla virðist síður en svo vera á undanhaldi og ótrúlegt hvað gerendur í slíkum málum fá að starfa óáreittir. Við fáum einungis að sjá brot af vandamálinu; það sem ratar upp á yfirboðið er toppurinn á ísjakanum. Félagslegur þrýstingur og skömm veldur því að krakkar þora ekki að koma fram með sögur sínar en jafnframt virðast foreldrar, skólayfirvöld og/eða félagsleg yfirvöld oft standa ráðþrota gagnvart vandamálinu sem letur fórnarlömbin enn frekar til að koma fram. Selma Björk Hermannsdóttir, Svanhildur Sigríður Mar, kölluð Mía og Hulda Hvönn Kristinsdóttir fóru þveröfuga leið. Þær rituðu allar greinar á vefmiðla þar sem þær deildu, hver með sínum hætti, átakanlegum sögum sínum af einelti, ofbeldi, uppvexti á erfiðu heimili, ásamt öðru, sem vöktu verðskuldaða athygli. Við komum okkur fyrir á kaffihúsi í miðbænum eftir langa myndatöku úti í nístingskulda og roki. Það er hrollur í okkur en þegar búið er að panta heitt kakó og kaffi nær blaðamaður að virða þær betur fyrir sér. Það fyrsta sem slær blaðamann er hversu ótrúlegt það sé að þessar stelpur séu allar undir tvítugu. Þær líta allar út nákvæmlega eins út og maður býst við af stelpum á þessum aldri, en þegar spjallið hefst er ljóst að þær búa yfir visku langt umfram aldur sinn.Selma Björk HermannsdóttirMynd/StefánSelma Björk Hermannsdóttir er 16 ára. Hún skrifaði grein á bleikt.is þar sem hún sagði frá niðurlægingu og hryllilegu einelti sem hún hefur orðið fyrir vegna þess að hún fæddist með skarð í vör.Í greininni segir frá því að hún hafi barist við eineltið í hljóði frá því hún muni eftir sér, en sé hætt að byrgja það inni, hætt að hunsa það, hætt að þegja og vilji deila sinni ógeðslegu hlið af einelti.Hún deilir skilaboðum sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlum þar sem hún er spurð hvernig fjölskyldan geti elskað hana, hún sé ógeð í smettinu og spurð hvort hún hafi dottið á andlitið í fæðingu.Selma segir einnig frá því í greininni, líkt og hún gerði í samtali við blaðamann, hvernig hún hefur á aðdáunarverðan hátt tekist á við kvalara sína með æðruleysi, vinsemd og virðingu, í stað þess að gjalda líkt með líku eða brotna niður.Vildi vekja fólk til umhugsunarHvernig kom það til að þið ákváðuð að stíga fram og segja sögur ykkar?Mia: Mín hugsun var sú að koma í veg fyrir að eitthvert annað barn myndi lenda í því sama og ég. Koma svona illa út úr kerfinu og lenda inni á svona mörgum heimilum. Það gerir alveg hræðilega hluti fyrir barnæskuna. Ég vildi vekja athygli á því að það verður að hjálpa fjölskyldum sem heild og þetta var skrifað hjá mér í forvarnarskyni.Selma: Ég var bara svo reið, ég var búin að lenda í svo viðbjóðslegu einelti og var svo þreytt á þessu. Þetta var að brenna mig að innan hvað þetta var ósanngjarnt, af því ég ákvað ekki að fæðast með skarð í vör. Ég var þarna komin með algerlega nóg og ákvað að skrifa þetta til að sýna fólki hvað þetta er ógeðslegt, af því ég ræð þessu ekki sjálf og ég vildi vekja fólk til umhugsunar.Hulda: Mér varð hugsað til strákanna sem höfðu verið svona vondir við mig og vissi að þeir eru ekkert vondir menn þegar allt kemur til alls. Þeir sem leggja í einelti eiga held ég miklu meira bágt heldur en ég. Mér hafði verið hótað barsmíðum, það var talað illa um alla fjölskylduna mína og fleira, þannig að mér fannst þetta ekki bara snerta mig. Það þarf held að vera svo mikið að til að fólk hagi sér svona og ég held að það þurfi að hjálpa þessum gerendum, þeir eru veiku manneskjurnar, ekki ég.Svanhildur Sigríður MarMynd/StefánSvanhildur Sigríður Mar, eða Mia, er 18 ára. Hún skrifaði grein á bleikt.is og lýsir uppvexti sínum sem barn fíkils, alkóhólista og öryrkja og segir foreldra sína báða mjög líklega með geðræn vandamál.Mia hefur verið í kerfinu, í fóstri, í sífelldu flakki milli heimila og segist í raun ekki hafa átt alvöru æsku. Stanslaus ótti fylgdi henni eins og skuggi. Þeir sem stóðu henni næst og áttu að vernda hana eftir laganna og Guðs hendi, fóru verst með hana og brutu hana niður bæði líkamlega og andlega.Mia segir í grein sinni að maður geti ekki flúið skuggana og martraðirnar sem ásækja mann í vöku sem og í draumi. Maður getur hins vegar nýtt sér reynsluna og reynt að læra af henni. Hún minnir foreldra á að það sé þeirra að hugsa um börnin sín, þeir hafi fætt þau í þennan heim og beri að vernda þau og passa upp á heilbrigði þeirra, líkamlegt og andlegt.Fjölmörg skilaboð á FacebookHvernig voru viðbrögðin?Hulda: Það voru rosalega margir að senda manni skilaboð á Facebook.Selma: Ég fékk yfir 15 þúsund skilaboð á Facebook!Hulda: Já maður heyrir oft mikið um að heimurinn sé svo ljótur og maður megi ekki láta það draga sig niður. En þegar maður sér svona viðbrögð þá uppgötvar maður að heimurinn er ekkert ljótur. Það er bara mjög lítill hluti af heiminum sem er ljótur en hann sýnir sig oft bara svo mikið betur. Heimurinn er í raun svo fallegur, eins og sést á þessum fallegu skilaboðum sem við fengum.Selma: Við erum stundum bara forrituð þannig að við hlustum frekar á það neikvæða heldur en það jákvæða. Það getur til dæmis ein manneskja sagt mér að ég sé ljót en hundrað sagt mér að ég sé falleg en ég hlusta bara á þessa einu manneskju. Það eru mistökin. Einn strákur sendi mér skilaboð og sagði mér að muna að það eru alltaf tíu sinnum fleiri með mér en á móti mér, maður hugsar of sjaldan til þess. En viðbrögðin voru bara ótrúleg, maður vissi ekki hvað það væru margir einmitt bara góðir.Mia: Maður er ekkert vanur þessu, manni bregður bara þegar ókunnugt fólk fer að segja manni að það sé stolt af manni. Fer bara í smá sjokk. Af því maður lítur ekkert þessum augum á sjálfan sig. Maður lítur bara á sjálfan sig sem einhvern sem lenti í slæmri reynslu og komst út úr því og reynir bar að halda áfram lífinu. Maður hugsar ekkert um sjálfan sig sem einhverja hetju eins og einhver sagði við mig. ég er bara ég.Selma: Pabbi minn spurði mig áður en ég sendi greinina frá mér hvort ég væri viss um hvort ég vildi senda þetta, krakkanir gætu farið að stríða mér bara meira. En ég var alveg viss um að það ætti hvort sem er enginn eftir að lesa þetta. Ég var síðan eiginlega bara í sjokki við viðbrögðunum.Hulda: Já sama hér, ég skrifaði þetta á korteri og hugsaði svo með mér að það væri nú synd að láta þetta bara vera í tölvunni minni, kannski ég ætti að senda þetta eitthvert, svo fékk ég símtal bara klukkutíma seinna frá miðlinum. Maður hefur ekki hugmynd um að eitthvað sem manni finnst svona lítilsmegnugt geti haft svona mikil áhrif á fólk, að það geti hjálpað einhverjum. Ég var bara eitthvað reið og pirruð og langaði að koma þessu frá mér.Mia: Þetta var líka í algjöru hugsunarleysi hjá mér. Ég vonaði að einn eða tveir foreldrar myndu lesa þetta og það myndi kannski hjálpa einhverju barni og þá væri tilganginum náð. En síðan þegar maður fær svona viðbrögð þá veit maður ekki hvaðan á mann stendur veðrið.Selma: Ef ég hefði vitað hvað þetta myndi vekja mikla athygli þá hefði ég skrifað þetta öðruvísi, sagt frá miklu meiru. Eineltið sem ég lýsti í greininni var langt frá því það rosalegasta sem ég hef lent í og ég sá með þessum viðbrögðum hvað það er mikilvægt að vekja athygli á þessu.Hulda Hvönn KristinsdóttirMynd/StefánHulda Hvönn Kristinsdóttir er 19 ára. Hún er lögfræðinemi og lauk við framhaldsskóla á styttri tíma en aðrir. Hún er einnig fráskilin einstæð móðir. Hulda skrifaði grein á vef Morgunblaðsins þar sem hún sagði frá baráttu sinni við þunglyndi, holdarfar og einelti í æsku.Hún greinir frá atviki sem átti sér stað á bókasafni þegar hún var 17 ára þar sem hópur drengja sem hún þekkti úr barnaskóla svívirti hana, kallaði hana til að mynda viðbjóðslega. Hún lýsir því hvernig hún sannfærðist í kjölfarið um að útlit hennar væri ekki nægilega gott og baráttu sína við “aukakíló” í kjölfarið og vanlíðan sem því fylgdi. Þá segir hún frá ósönnum sögusögnum sem spunnar voru um hana þegar hún varð ófrísk á sama aldri.Hulda segir í grein sinni að samfélagið sé ekki eins einsleitt og maður hefði haldið, álit einhvers er ekki álit allra annarra og það álit sem mestu máli skiptir er þitt eigið.Kölluð athyglissjúkFenguð þið einhver neikvæð viðbrögð?Allar í einu: Já.Selma: Það var einhver sem sagði við mig að ég ætti bara að sætta mig við að ég sé ljót og einhver annar sem kallaði mig athyglissjúka. Sem mér fannst leiðinlegt þar sem við erum allar sammála um að engin okkar bjóst við þeirri athygli sem fylgdi þessu. En það var samt mjög lítið af svona skilaboðum, örfá á móti 15 þúsund. Það telur ekki.Hulda: Maður man samt alltaf best eftir þeim.Mia: Einu slæmu viðbrögðin sem ég fékk voru frá föðurættinni minni. Hentu mér út af Facebook og skrifuðu stöðuuppfærslur um að þau stæðu með honum og að hann væri góður og heiðvirtur maður. En hvaða góði maður lemur ófríska konu fyrir framan barnunga syni þeirra? Það voru einu neikvæðu viðbrögðin. En bróðir hans pabba skrifaði mér og sagði mér að ég væri hetja. Mér þótti vænt um það. En tilgangurinn var ekki að koma illa fram við neinn, tilgangurinn var að vekja athygli á þessu og vonandi hjálpa einhverjum börnum í sömu stöðu.Selma: Já, tilgangurinn var sá sami hjá mér. Sumir veltu fyrir sér af hverju ég strokaði yfir nöfnin á þeim sem höfðu sent mér ljót skilaboð. En tilgangurinn var ekki að vera leiðinleg, ég finn ekki hjá mér neina hefndarþörf. Mig langar mikið frekar að vera góð við þá sem hafa verið vondir við mig. Ég er ekkert reið við neinn.Hulda: Ég hef einmitt verið spurð hvort ég sé ekki reið, en ég er ekkert reið. Ég átti alveg fína barnæsku þó að sumt hafi ekki verið eins og það átti að vera. Það verða oft svo margir mikið reiðari en maður sjálfur, taka þetta mikið nær sér en maður sjálfur. Tilgangurinn var ekki að níða skóinn af einhverjum opinberlega, þá er maður ekkert betri en aðrir.Höfum góð áhrifTeljið þið að þessar greinar hafi áhrif á þann hóp sem mest þyrfti að taka skilaboðin til sín?Allar í einu: Já.Selma: Ég hef fundið fyrir því að ég er að hafa áhrif, ég hef talað í grunnskólum og kennarar hafa sagt mér að þeir sem spurja flestra spurninga eru oft þeir sem leggja mest í einelti. Svo hafa einhverjir sem ég þekki komið og beðið mig afsökunar. Já ég er viss um að við erum að hafa einhver áhrif. Góð áhrif.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira