Innlent

Samfylkingin leggur til breytingar á fjárlögum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hefur lagt fram fjölmargar breytingartillögur við fjárlagafrumvarp.
Samfylkingin hefur lagt fram fjölmargar breytingartillögur við fjárlagafrumvarp. Myndir/
Samfylkingin hefur lagt fram fjölmargar breytingartillögur við fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2014.

Í tillögunum segist flokkurinn setja í forgang bætt kjör lágtekju- og meðaltekjuhópa í baráttu gegn verðbólgu, með því að hækka mörk millitekjuskattþreps úr 250 þúsund í 350 þúsund. Þá eigi að falla frá öllum gjaldskrárhækkunum, hækka útgjöld til húsaleigubóta um milljarð og verja 4 milljörðun í að styðja hópa í lægsta tekjuþrepi, svo sem með breytingum í barna- og vaxtabótum, bótum almannatrygginga eða með öðrum sértækum aðgerðum.

Samfylkingin vill setja sókn í velferðar- og atvinnumálin og vill verja fé í verkefni sem tryggt geta vöxt og arð a næstu áratugum, svo sem með því að leggja 5 milljarða í heilbrigðiskerfið og hafna sjúklingasköttum.

Þá vill flokkurinn leggja Háskóla Íslands til 220 milljóni og hafnar sérstakri skattlagningu á námsmenn og leggur einnig til að Ríkisútvarpið fái allt útvarpsgjaldið til rekstrar stofnunarinnar.

Þá vill Samfylkingin einnig standa við áætlun um þróunarsamvinnu og standa við áform um lengingu fæðingarorlofs í eitt ár í áföngum.

Fleiri tillögur flokksins má finna í meðfylgjandi skjali.

Flokkurinn leggur til útgjöld sem nema rúmlega 15 milljörðm en á móti er lögð til tekjuöflun upp á tæpa 15 milljarða. Til viðbótar er gert ráð fyrir viðbótatekjum vegna betri efnahagshorfa sem leiði til meiri afgangs á ríkissjóði en vegna tillagna ríkisstjórnarinnar.

Helstu nýju tekjuliðir sem Samfylkingin leggur til eru 3,3 milljarðar vegna útboðs á leiguheimildum til makrílveiða, tekjur vegna hækkunar sérstaks veiðigjalds um 2,1 milljarð, virðisaukaskattur á gistinætur fari úr 7% í 14% og leggja á 6 milljöðrum meira í bankaskatt en ríkisstjórnin hyggst gera, ásamt öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×