Innlent

Þrjú hjól undir bílnum í Furugrund

Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bíl sínum á Breiðholtsbraut í gærkvöldi, þegar hann var að sveigja frá bíl sem ók fyrir hann. Bíll hans hafnaði þversum á ljósastaur, sem brotnaði og bíllinn stórskemmdist. Ökumaðurinn kenndi eymsla í hálsi og baki og var fluttur á slysadeild, en ökumaður hins bílsins hvarf út í náttmyrkrið.

Ölvaður ökumaður missti svo stjórn á bíl sínum í Furugrund í Kópavogiá fimmta tímanum í nótt, skall harkalega á gangstéttarbrún og bíllinn hafnaði utan vegar. Við það brotnaði annað framhjólið undan, en hann var samt að reyna að koma bílnum aftur af stað, þegar lögreglu bar að og tók hann úr umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×