Já, ráðherra Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 … en ekki byrja á öfugum enda. Alvöru sérfræðingar um einkarekstur í landi einkarekstrarins, Bandaríkjunum, hafa alltaf sagt að til þess að einkarekstur borgi sig og skili því sem til er ætlast þurfi öfluga og vasklega opinbera stjórnsýslu. Þar þarf kunnáttufólk sem veit allt um þá starfsemi sem falin er einkaaðilum og góðan skilning á því hvað gerir opinbert eftirlit að trúverðugu og virku eftirliti. Spurningin er þessi, ráðherra: Hvert er markmið þitt með því að fela öðrum en ríkinu rekstur heilbrigðisþjónustu núna? Ef markmiðið er að halda betur utan um kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu sýna allar rannsóknir að árangursríkustu kerfin í þessum efnum eru kerfi sem fjármagna þjónustuna með almennum sköttum og hafa starfsemina að mestu í opinberum rekstri. Ef markmiðið er hins vegar að skerpa á gæðum og öryggi þjónustunnar þá fjölga menn valkostum fyrir notendur með því að auka fjölbreytileika í rekstri til að kalla fram ákveðna eiginleika markaðarins. Leiðin að þessu marki leiðir hins vegar til kostnaðar sem erfiðara er að hafa stjórn á, eins og dæmin sanna. Markaður í heilbrigðisþjónustu er því marki brenndur að hann er ekki eins og almennur markaður og því þarf öflugri aðkomu hins opinbera með góðum stjórntækjum og virku eftirliti. Þess vegna, ráðherra, þarf að byrja á réttum enda.Eftirlit er ekki í góðum farvegi Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga fyrir þína hönd og til að geta gert það með ábyrgum hætti þarf að byrja á því að búa svo um hnútana að stjórntæki þeirrar stofnunar virki eins og þeim er ætlað samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Fyrsta grein þessara laga kveður skýrt á um það að auk þess „að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ er markmið þeirra „að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar“ og að „styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna“. Þá er sérstaklega tekið fram í 40. grein laganna að við samningsgerð um heilbrigðisþjónustu skuli „þess gætt að raska ekki þeirri þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu“. Þetta er lykilatriði, ráðherra, og mikilvægt að hafa í huga þegar af stað er farið með breytingar á þessu ágæta kerfi okkar. Til að stjórntæki Sjúkratrygginga Íslands, þ.e. samningar, virki þarf að kostnaðargreina þjónustuna svo báðir aðilar, þ.e. ríkið og viðsemjendur, búi yfir sömu upplýsingum um alla þætti þjónustunnar sem skipta máli fyrir samningagerð og eftirlit. Enn vantar mikið á að svo sé. Þá verð ég að hryggja þig með því, ágæti ráðherra, að eftirlit með heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki í góðum farvegi og því er öryggi og staða landsmanna ekki vel tryggð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf líka að skoða áður en lengra er haldið á braut breytinga. Ég átti og rak tannlæknastofu í 15 ár. Eitt sinn kom heilbrigðisfulltrúi staðarins til að taka út aðstæður. Ekki fór betur en svo að við þurftum að snúa honum við inni á miðju gólfi og biðja hann um að fara úr útiskónum áður en lengra yrði haldið við eftirlitsstörfin. Einstaka innviðir íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði, en stjórnsýsla kerfisins þarf að virka betur. Ekki fer vel á því að göslast þar um ganga og gólf á óhreinum skóm.Sjúkratryggingar eru lykilstofnun Að lokum er rétt að ég geri grein fyrir mér og mínum afskiptum af íslenska heilbrigðiskerfinu. Ég skrifaði á sínum tíma greinargerðina með frumvarpinu til laga um sjúkratryggingar sem samþykkt voru sem lög nr. 112 haustið 2008 og þekki því vel hugmyndina að baki lögunum og því sem lögin og andi þeirra eiga að ná fram. Greinargerðina með frumvarpinu ættu lesendur að kynna sér, en hana má nálgast á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/135/s/0955.html. Ég skrifaði margar blaðagreinar um heilbrigðismál á Íslandi á síðasta áratug í framhaldi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og nú er ég að ljúka við bók um íslenska heilbrigðiskerfið sem verða mun sú alþjóðlega heimild sem þeir sem vilja fá haldgóðar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi íslenska heilbrigðiskerfisins á alþjóðlegum vettvangi geta leitað í. Ég er konan, sem með eftirminnilegum hætti, sótti um starf forstjóra Sjúkratrygginga á sínum tíma vitandi að ég fengi ekki starfið. Ég á hins vegar sæti í stjórn Sjúkratrygginga Íslands og á þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum, í góðu og uppbyggilegu samstarfi við forstjóra stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Íslands eru, og eiga að vera, ef rétt er á haldið, ein af lykilstofnunum íslenska heilbrigðiskerfisins. Til að standa undir þeim væntingum þurfa stjórntæki stofnunarinnar að virka rétt og skipulag stjórnsýslukerfisins þarf að geta tryggt virkt og trúverðugt eftirlit. Tiltrú og traust almennings, þ.e. eigenda, greiðenda og notenda kerfisins, á íslenskri heilbrigðisþjónustu veltur á þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
… en ekki byrja á öfugum enda. Alvöru sérfræðingar um einkarekstur í landi einkarekstrarins, Bandaríkjunum, hafa alltaf sagt að til þess að einkarekstur borgi sig og skili því sem til er ætlast þurfi öfluga og vasklega opinbera stjórnsýslu. Þar þarf kunnáttufólk sem veit allt um þá starfsemi sem falin er einkaaðilum og góðan skilning á því hvað gerir opinbert eftirlit að trúverðugu og virku eftirliti. Spurningin er þessi, ráðherra: Hvert er markmið þitt með því að fela öðrum en ríkinu rekstur heilbrigðisþjónustu núna? Ef markmiðið er að halda betur utan um kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu sýna allar rannsóknir að árangursríkustu kerfin í þessum efnum eru kerfi sem fjármagna þjónustuna með almennum sköttum og hafa starfsemina að mestu í opinberum rekstri. Ef markmiðið er hins vegar að skerpa á gæðum og öryggi þjónustunnar þá fjölga menn valkostum fyrir notendur með því að auka fjölbreytileika í rekstri til að kalla fram ákveðna eiginleika markaðarins. Leiðin að þessu marki leiðir hins vegar til kostnaðar sem erfiðara er að hafa stjórn á, eins og dæmin sanna. Markaður í heilbrigðisþjónustu er því marki brenndur að hann er ekki eins og almennur markaður og því þarf öflugri aðkomu hins opinbera með góðum stjórntækjum og virku eftirliti. Þess vegna, ráðherra, þarf að byrja á réttum enda.Eftirlit er ekki í góðum farvegi Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga fyrir þína hönd og til að geta gert það með ábyrgum hætti þarf að byrja á því að búa svo um hnútana að stjórntæki þeirrar stofnunar virki eins og þeim er ætlað samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Fyrsta grein þessara laga kveður skýrt á um það að auk þess „að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ er markmið þeirra „að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar“ og að „styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna“. Þá er sérstaklega tekið fram í 40. grein laganna að við samningsgerð um heilbrigðisþjónustu skuli „þess gætt að raska ekki þeirri þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu“. Þetta er lykilatriði, ráðherra, og mikilvægt að hafa í huga þegar af stað er farið með breytingar á þessu ágæta kerfi okkar. Til að stjórntæki Sjúkratrygginga Íslands, þ.e. samningar, virki þarf að kostnaðargreina þjónustuna svo báðir aðilar, þ.e. ríkið og viðsemjendur, búi yfir sömu upplýsingum um alla þætti þjónustunnar sem skipta máli fyrir samningagerð og eftirlit. Enn vantar mikið á að svo sé. Þá verð ég að hryggja þig með því, ágæti ráðherra, að eftirlit með heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki í góðum farvegi og því er öryggi og staða landsmanna ekki vel tryggð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf líka að skoða áður en lengra er haldið á braut breytinga. Ég átti og rak tannlæknastofu í 15 ár. Eitt sinn kom heilbrigðisfulltrúi staðarins til að taka út aðstæður. Ekki fór betur en svo að við þurftum að snúa honum við inni á miðju gólfi og biðja hann um að fara úr útiskónum áður en lengra yrði haldið við eftirlitsstörfin. Einstaka innviðir íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði, en stjórnsýsla kerfisins þarf að virka betur. Ekki fer vel á því að göslast þar um ganga og gólf á óhreinum skóm.Sjúkratryggingar eru lykilstofnun Að lokum er rétt að ég geri grein fyrir mér og mínum afskiptum af íslenska heilbrigðiskerfinu. Ég skrifaði á sínum tíma greinargerðina með frumvarpinu til laga um sjúkratryggingar sem samþykkt voru sem lög nr. 112 haustið 2008 og þekki því vel hugmyndina að baki lögunum og því sem lögin og andi þeirra eiga að ná fram. Greinargerðina með frumvarpinu ættu lesendur að kynna sér, en hana má nálgast á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/135/s/0955.html. Ég skrifaði margar blaðagreinar um heilbrigðismál á Íslandi á síðasta áratug í framhaldi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og nú er ég að ljúka við bók um íslenska heilbrigðiskerfið sem verða mun sú alþjóðlega heimild sem þeir sem vilja fá haldgóðar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi íslenska heilbrigðiskerfisins á alþjóðlegum vettvangi geta leitað í. Ég er konan, sem með eftirminnilegum hætti, sótti um starf forstjóra Sjúkratrygginga á sínum tíma vitandi að ég fengi ekki starfið. Ég á hins vegar sæti í stjórn Sjúkratrygginga Íslands og á þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum, í góðu og uppbyggilegu samstarfi við forstjóra stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Íslands eru, og eiga að vera, ef rétt er á haldið, ein af lykilstofnunum íslenska heilbrigðiskerfisins. Til að standa undir þeim væntingum þurfa stjórntæki stofnunarinnar að virka rétt og skipulag stjórnsýslukerfisins þarf að geta tryggt virkt og trúverðugt eftirlit. Tiltrú og traust almennings, þ.e. eigenda, greiðenda og notenda kerfisins, á íslenskri heilbrigðisþjónustu veltur á þessu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar